Daniel Love kemur til félagsins frá liði Eckerd í háskólaboltanum í Bandaríkjunum þar sem hann lék í tvö ár. Þar var hann með 17,5 stig, um fimm fráköst, fjórar stoðsendingar og tvo stolna bolta að meðaltali í leik.
Love er alinn upp í Orlando í Bandaríkjunum, en hann á sænska móður og bandarískan föður.
„Ég er verulega hamingjusamur að fá tækifæri til að ganga til liðs við Álftaness. Ég hlakka til að byrja undirbúning með liðinu fyrir komandi tímabili og get ekki beðið eftir að hitta stuðningsfólkið og alla í kringum félagið. Ég get ekki beðið eftir að mæta til Íslands,” sagði Daniel Love í tilkynningu Álftnesinga.
Hann er ekki fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við nýliða Álftaness, en þeir Höður Axel Vilhjálmsson og Haukur Helgi Pálsson sömdu einnig við liðið í vor.