Saka yfirmann hjá Intel um herferð gegn hinsegin fólki í Afríku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júlí 2023 07:27 Ofbeldi gegn hinsegin fólki hefur aukist mjög í Úganda. epa/Dai Kurokawa Yfir tugur mannréttindasamtaka í Afríku hefur efnt til undirskriftasöfnunar og kallað eftir því að bandaríska fyrirtækið Intel Corporation láti háttsettan yfirmann fjúka, vegna meintrar framgöngu hans gegn réttindum hinsegin fólks í álfunni. Greg Slater og eiginkona hans Sharon Slater eru, og hafa verið um árabil, sökuð um að hafa freistað þess að hafa áhrif á leiðtoga og aðra stjórnmálamenn nokkurra Afríkuríkja og þannig lagt grunn að þeim lagabreytingum sem hafa orðið til þess að grafa undan réttindum og öryggi hinsegin fólks. Sharon Slater fer fyrir Family Watch International, sem mannréttindasamtökin segja hafa staðið fyrir útbreiðslu fordóma og haturs gegn hinsegin fólki um áratugaskeið. Family Watch International er á lista Southern Poverty Law Center yfir haturshópa. „Family Watch International hefur greitt fyrir ferðir pólitíkusa og diplómata frá Kenía, Úganda og öðrum Afríkuríkjum til að mata þá á öfgastefnu sinni gegn samkynhneigð, kynfræðslu og getnaðarvörnum,“ hefur Guardian eftir Jedidah Maina hjá Trust for Indigenous Culture and Health. „Margir þessara stjórnmálamanna hafa svo farið og talað fyrir og stutt löggjöf til höfuðs saklausra Afríkubúa.“ Mannréttindasamtökin saka Family Watch International meðal annars um að hafa barist fyrir nýsettum lögum í Úganda, þar sem lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing liggja við því að stunda „samkynhneigt athæfi“. Family Watch International hafa neitað ásökununum en mannréttindasamtökin eru viss í sinni sök. „Það er ekkert „náttúrulegt“ við þá bylgju and-hinsegin laga sem við höfum verið að sjá,“ segir Muthoni Ngugi, hjá East Africa Legal Service Network. Talsmaður Intel segir fyrirtækið styðja fjölbreytileika en virða rétt starfsmanna sinna til að hafa aðra afstöðu. Kenía Úganda Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Greg Slater og eiginkona hans Sharon Slater eru, og hafa verið um árabil, sökuð um að hafa freistað þess að hafa áhrif á leiðtoga og aðra stjórnmálamenn nokkurra Afríkuríkja og þannig lagt grunn að þeim lagabreytingum sem hafa orðið til þess að grafa undan réttindum og öryggi hinsegin fólks. Sharon Slater fer fyrir Family Watch International, sem mannréttindasamtökin segja hafa staðið fyrir útbreiðslu fordóma og haturs gegn hinsegin fólki um áratugaskeið. Family Watch International er á lista Southern Poverty Law Center yfir haturshópa. „Family Watch International hefur greitt fyrir ferðir pólitíkusa og diplómata frá Kenía, Úganda og öðrum Afríkuríkjum til að mata þá á öfgastefnu sinni gegn samkynhneigð, kynfræðslu og getnaðarvörnum,“ hefur Guardian eftir Jedidah Maina hjá Trust for Indigenous Culture and Health. „Margir þessara stjórnmálamanna hafa svo farið og talað fyrir og stutt löggjöf til höfuðs saklausra Afríkubúa.“ Mannréttindasamtökin saka Family Watch International meðal annars um að hafa barist fyrir nýsettum lögum í Úganda, þar sem lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing liggja við því að stunda „samkynhneigt athæfi“. Family Watch International hafa neitað ásökununum en mannréttindasamtökin eru viss í sinni sök. „Það er ekkert „náttúrulegt“ við þá bylgju and-hinsegin laga sem við höfum verið að sjá,“ segir Muthoni Ngugi, hjá East Africa Legal Service Network. Talsmaður Intel segir fyrirtækið styðja fjölbreytileika en virða rétt starfsmanna sinna til að hafa aðra afstöðu.
Kenía Úganda Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira