Saka yfirmann hjá Intel um herferð gegn hinsegin fólki í Afríku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júlí 2023 07:27 Ofbeldi gegn hinsegin fólki hefur aukist mjög í Úganda. epa/Dai Kurokawa Yfir tugur mannréttindasamtaka í Afríku hefur efnt til undirskriftasöfnunar og kallað eftir því að bandaríska fyrirtækið Intel Corporation láti háttsettan yfirmann fjúka, vegna meintrar framgöngu hans gegn réttindum hinsegin fólks í álfunni. Greg Slater og eiginkona hans Sharon Slater eru, og hafa verið um árabil, sökuð um að hafa freistað þess að hafa áhrif á leiðtoga og aðra stjórnmálamenn nokkurra Afríkuríkja og þannig lagt grunn að þeim lagabreytingum sem hafa orðið til þess að grafa undan réttindum og öryggi hinsegin fólks. Sharon Slater fer fyrir Family Watch International, sem mannréttindasamtökin segja hafa staðið fyrir útbreiðslu fordóma og haturs gegn hinsegin fólki um áratugaskeið. Family Watch International er á lista Southern Poverty Law Center yfir haturshópa. „Family Watch International hefur greitt fyrir ferðir pólitíkusa og diplómata frá Kenía, Úganda og öðrum Afríkuríkjum til að mata þá á öfgastefnu sinni gegn samkynhneigð, kynfræðslu og getnaðarvörnum,“ hefur Guardian eftir Jedidah Maina hjá Trust for Indigenous Culture and Health. „Margir þessara stjórnmálamanna hafa svo farið og talað fyrir og stutt löggjöf til höfuðs saklausra Afríkubúa.“ Mannréttindasamtökin saka Family Watch International meðal annars um að hafa barist fyrir nýsettum lögum í Úganda, þar sem lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing liggja við því að stunda „samkynhneigt athæfi“. Family Watch International hafa neitað ásökununum en mannréttindasamtökin eru viss í sinni sök. „Það er ekkert „náttúrulegt“ við þá bylgju and-hinsegin laga sem við höfum verið að sjá,“ segir Muthoni Ngugi, hjá East Africa Legal Service Network. Talsmaður Intel segir fyrirtækið styðja fjölbreytileika en virða rétt starfsmanna sinna til að hafa aðra afstöðu. Kenía Úganda Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Greg Slater og eiginkona hans Sharon Slater eru, og hafa verið um árabil, sökuð um að hafa freistað þess að hafa áhrif á leiðtoga og aðra stjórnmálamenn nokkurra Afríkuríkja og þannig lagt grunn að þeim lagabreytingum sem hafa orðið til þess að grafa undan réttindum og öryggi hinsegin fólks. Sharon Slater fer fyrir Family Watch International, sem mannréttindasamtökin segja hafa staðið fyrir útbreiðslu fordóma og haturs gegn hinsegin fólki um áratugaskeið. Family Watch International er á lista Southern Poverty Law Center yfir haturshópa. „Family Watch International hefur greitt fyrir ferðir pólitíkusa og diplómata frá Kenía, Úganda og öðrum Afríkuríkjum til að mata þá á öfgastefnu sinni gegn samkynhneigð, kynfræðslu og getnaðarvörnum,“ hefur Guardian eftir Jedidah Maina hjá Trust for Indigenous Culture and Health. „Margir þessara stjórnmálamanna hafa svo farið og talað fyrir og stutt löggjöf til höfuðs saklausra Afríkubúa.“ Mannréttindasamtökin saka Family Watch International meðal annars um að hafa barist fyrir nýsettum lögum í Úganda, þar sem lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing liggja við því að stunda „samkynhneigt athæfi“. Family Watch International hafa neitað ásökununum en mannréttindasamtökin eru viss í sinni sök. „Það er ekkert „náttúrulegt“ við þá bylgju and-hinsegin laga sem við höfum verið að sjá,“ segir Muthoni Ngugi, hjá East Africa Legal Service Network. Talsmaður Intel segir fyrirtækið styðja fjölbreytileika en virða rétt starfsmanna sinna til að hafa aðra afstöðu.
Kenía Úganda Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira