Seldu upp Eldborg á hálftíma Máni Snær Þorláksson skrifar 6. júlí 2023 17:21 Tinna, Tryggvi og Ingó troða upp í Eldborg í Hörpu í ágúst. Mikil eftirspurn var eftir miðunum. Vísir/Vilhelm/addinabblakusk Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi. Þarf alltaf að vera grín? heitir hlaðvarpið sem um ræðir og er það afar vinsæl. Að sögn stjórnendanna fær hver hlaðvarpsþáttur um tuttugu þúsund hlustanir. Það var því mikil eftirspurn eftir miðunum. „Það seldist upp í forsölu hjá okkur og þetta var einungis fyrir áskrifendur hlaðvarpsins,“ segir Ingó í samtali við Vísi. Hægt er að nálgast hlaðvarpsþættina á helstu streymisveitum en áskrifendur fá auk þess fleiri þætti og aðganga að forsölu fyrir svona sýningar. „Allir miðarnir fóru í forsölu og allir miðarnir seldust í forsölunni á þrjátíu og fimm mínútum,“ segir Tinna. „Meira fjör, meira gaman“ Hlaðvarpið fagnar fimm ára afmæli sínu á þessu ári og er það ástæðan fyrir því að ákveðið var að halda sýninguna í Eldborg. Alls hafa þau haldið sýningar sem þessar átta sinnum áður. Það þýðir þó ekki að þær séu allar eins. „Þú færð aldrei það sama,“ segir Ingó. Hann segir að einu sinni hafi þau haldið tvær sýningar í röð á Akureyri. Þær hafi þó verið alveg ólíkar, í raun hafi verið um tvær mismunandi sýningar að ræða. Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að sýningarnar séu aldrei eins.addinabblakusk Þá eru sýningarnar ekki alveg eins og hlaðvarpsþættirnir. „Þetta er meira „show“ heldur en þegar það er hlustað á okkur í eyrunum. Þetta er meira fjör, meira gaman og það verður afmælisstemning þarna í Eldborg. Þannig það verður mögulega einhver smá breyting á showinu,“ segir Ingó. „En alla jafna er þetta með mjög svipuðu sniði og þátturinn en með aðeins meiri stemningu. Áhorfendur taka þátt, geta sent spurningar og svoleiðis,“ segir Tinna svo. Hugmyndin kom frá hlustendum Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að þetta sé klárlega það stærsta sem þau hafa gert. Hugmyndin um að vera með sýningu í Eldborg hafi þó ekki upphaflega verið þeirra. „Við ákváðum að fara í Eldborg út af áskorun frá hlustendunum okkar. Við höfum verið að selja fjögur hundruð miða á undir mínútu þannig það þurfti að fara í eitthvað stærra. Þau gerðu svona undirskriftarlista, þannig við erum mjög þakklát þeim að hafa peppað okkur upp í þetta.“ Að lokum vilja þau fá að þakka hlustendum sínum. Harpa Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira
Þarf alltaf að vera grín? heitir hlaðvarpið sem um ræðir og er það afar vinsæl. Að sögn stjórnendanna fær hver hlaðvarpsþáttur um tuttugu þúsund hlustanir. Það var því mikil eftirspurn eftir miðunum. „Það seldist upp í forsölu hjá okkur og þetta var einungis fyrir áskrifendur hlaðvarpsins,“ segir Ingó í samtali við Vísi. Hægt er að nálgast hlaðvarpsþættina á helstu streymisveitum en áskrifendur fá auk þess fleiri þætti og aðganga að forsölu fyrir svona sýningar. „Allir miðarnir fóru í forsölu og allir miðarnir seldust í forsölunni á þrjátíu og fimm mínútum,“ segir Tinna. „Meira fjör, meira gaman“ Hlaðvarpið fagnar fimm ára afmæli sínu á þessu ári og er það ástæðan fyrir því að ákveðið var að halda sýninguna í Eldborg. Alls hafa þau haldið sýningar sem þessar átta sinnum áður. Það þýðir þó ekki að þær séu allar eins. „Þú færð aldrei það sama,“ segir Ingó. Hann segir að einu sinni hafi þau haldið tvær sýningar í röð á Akureyri. Þær hafi þó verið alveg ólíkar, í raun hafi verið um tvær mismunandi sýningar að ræða. Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að sýningarnar séu aldrei eins.addinabblakusk Þá eru sýningarnar ekki alveg eins og hlaðvarpsþættirnir. „Þetta er meira „show“ heldur en þegar það er hlustað á okkur í eyrunum. Þetta er meira fjör, meira gaman og það verður afmælisstemning þarna í Eldborg. Þannig það verður mögulega einhver smá breyting á showinu,“ segir Ingó. „En alla jafna er þetta með mjög svipuðu sniði og þátturinn en með aðeins meiri stemningu. Áhorfendur taka þátt, geta sent spurningar og svoleiðis,“ segir Tinna svo. Hugmyndin kom frá hlustendum Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að þetta sé klárlega það stærsta sem þau hafa gert. Hugmyndin um að vera með sýningu í Eldborg hafi þó ekki upphaflega verið þeirra. „Við ákváðum að fara í Eldborg út af áskorun frá hlustendunum okkar. Við höfum verið að selja fjögur hundruð miða á undir mínútu þannig það þurfti að fara í eitthvað stærra. Þau gerðu svona undirskriftarlista, þannig við erum mjög þakklát þeim að hafa peppað okkur upp í þetta.“ Að lokum vilja þau fá að þakka hlustendum sínum.
Harpa Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira