Landlæknir sektaður vegna öryggisbrests í Heilsuveru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2023 10:13 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis harmar að alvarlegur öryggisveikleiki hafi verið til staðar í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is. Embættið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðhæfingum Persónuverndar um að embættið hafi gefið misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins er hafnað. Embættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins. Úrskurður Persónuverndar var birtur á vef stofnunarinnar á ellefta tímanum í morgun. Vísir hefur sent Perónuvernd fyrirspurn vegna málsins. Um er að ræða annað skiptið á stuttum tíma sem Persónuvernd fjallar um öryggis persónuupplýsinga á vegum embættis landlæknis. Fyrir helgi komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Enginn hafi misnotað öryggisveikleikann Í tilkynningu Embættis landlæknis kemur fram að þann 8. júní 2020 hafi uppgötvast alvarlegur öryggisveikleiki í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is sem er í umsjón Embættis landlæknis en þróað og rekið af upplýsingafyrirtækinu Origo. Innan við klukkustund eftir að tilkynnt hafi verið um veikleikann hafi Origo staðreynt tilvist hans og lokað Heilsuveru. Segir landlæknir að á um fimm klukkutímum hafi verið gerðar breytingar á kerfinu sem lagfærðu veikleikann, þær yfirfarnar og staðfestar af öryggisfyrirtækinu Syndis og kerfinu að því loknu komið aftur í notkun. „Embætti landlæknis harmar að framangreindur öryggisveikleiki skyldi hafa verið til staðar og skorast ekki undan ábyrgð hvað það varðar. Brugðist var strax og fumlaust við veikleikanum um leið og vitneskja barst um hann. Strax í kjölfarið á atvikinu var með ítarlegri greiningu staðreynt að enginn misnotaði öryggisveikleikann þann tíma sem hann var til staðar og að persónuupplýsingar notenda Heilsuveru hafi ekki lent í höndum óviðkomandi aðila.“ Hafna því að hafa veitt Persónuvernd misvísandi upplýsingar Þá segist embættið í tilkynningu sinni hafa tilkynnt Persónuvernd samdægurs um eðli og umfang öryggisbrestsins í samræmi við fyrirmæli laga og á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga á þeim tíma. Persónuvernd hafi í kjölfarið hafið athugun á málinu. Í ákvörðun Persónuverndar, þremur árum síðar, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. „Í öllum samskiptum embættisins í tengslum við málið hefur embættið upplýst Persónuvernd um alla þætti málsins af heilindum og samkvæmt bestu aðgengilegum upplýsingum á hverjum tíma. Hafnar embættið alfarið þeim staðhæfingum sem fram koma í ákvörðun Persónuverndar að starfsmenn embættisins hafi gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins.“ Persónuupplýsingar séu tryggar Áréttar embættið aftur að enginn hafi nýtt sér öryggisveikleikann. Embættið hafi í kjölfarið lagt frekari áherslu á þessa þætti með ítarlegri og tíðari öryggisúttektum og bættum ferlum við uppfærslur og viðbætur. Mínar síður á Heilsuvera.is séu eins öruggar og mögulegt er og öryggi heilsufarsupplýsinga Íslendinga tryggt. Embættið segist ætla að fara ítarlega yfir forsendur og niðurstöðu ákvörðunar Persónuverndar á næstu dögum. Embættið hefur verið sektað um tólf milljónir króna vegna þessa. Úrskurður Persónuverndar. Fréttin hefur verið uppfærð með úrskurði Persónuverndar. Heilbrigðismál Persónuvernd Netöryggi Stjórnsýsla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Úrskurður Persónuverndar var birtur á vef stofnunarinnar á ellefta tímanum í morgun. Vísir hefur sent Perónuvernd fyrirspurn vegna málsins. Um er að ræða annað skiptið á stuttum tíma sem Persónuvernd fjallar um öryggis persónuupplýsinga á vegum embættis landlæknis. Fyrir helgi komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Enginn hafi misnotað öryggisveikleikann Í tilkynningu Embættis landlæknis kemur fram að þann 8. júní 2020 hafi uppgötvast alvarlegur öryggisveikleiki í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is sem er í umsjón Embættis landlæknis en þróað og rekið af upplýsingafyrirtækinu Origo. Innan við klukkustund eftir að tilkynnt hafi verið um veikleikann hafi Origo staðreynt tilvist hans og lokað Heilsuveru. Segir landlæknir að á um fimm klukkutímum hafi verið gerðar breytingar á kerfinu sem lagfærðu veikleikann, þær yfirfarnar og staðfestar af öryggisfyrirtækinu Syndis og kerfinu að því loknu komið aftur í notkun. „Embætti landlæknis harmar að framangreindur öryggisveikleiki skyldi hafa verið til staðar og skorast ekki undan ábyrgð hvað það varðar. Brugðist var strax og fumlaust við veikleikanum um leið og vitneskja barst um hann. Strax í kjölfarið á atvikinu var með ítarlegri greiningu staðreynt að enginn misnotaði öryggisveikleikann þann tíma sem hann var til staðar og að persónuupplýsingar notenda Heilsuveru hafi ekki lent í höndum óviðkomandi aðila.“ Hafna því að hafa veitt Persónuvernd misvísandi upplýsingar Þá segist embættið í tilkynningu sinni hafa tilkynnt Persónuvernd samdægurs um eðli og umfang öryggisbrestsins í samræmi við fyrirmæli laga og á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga á þeim tíma. Persónuvernd hafi í kjölfarið hafið athugun á málinu. Í ákvörðun Persónuverndar, þremur árum síðar, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. „Í öllum samskiptum embættisins í tengslum við málið hefur embættið upplýst Persónuvernd um alla þætti málsins af heilindum og samkvæmt bestu aðgengilegum upplýsingum á hverjum tíma. Hafnar embættið alfarið þeim staðhæfingum sem fram koma í ákvörðun Persónuverndar að starfsmenn embættisins hafi gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins.“ Persónuupplýsingar séu tryggar Áréttar embættið aftur að enginn hafi nýtt sér öryggisveikleikann. Embættið hafi í kjölfarið lagt frekari áherslu á þessa þætti með ítarlegri og tíðari öryggisúttektum og bættum ferlum við uppfærslur og viðbætur. Mínar síður á Heilsuvera.is séu eins öruggar og mögulegt er og öryggi heilsufarsupplýsinga Íslendinga tryggt. Embættið segist ætla að fara ítarlega yfir forsendur og niðurstöðu ákvörðunar Persónuverndar á næstu dögum. Embættið hefur verið sektað um tólf milljónir króna vegna þessa. Úrskurður Persónuverndar. Fréttin hefur verið uppfærð með úrskurði Persónuverndar.
Heilbrigðismál Persónuvernd Netöryggi Stjórnsýsla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira