Arnar um félagaskipti Loga Tómassonar: Það er áhugi en ekkert kauptilboð komið Andri Már Eggertsson skrifar 29. júní 2023 22:15 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari toppliðs Víkings, var brattur eftir leik Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann 1-3 útisigur gegn Fylki. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings var ánægður með sigurinn. Arnar fór einnig yfir félagsskipti Loga Tómassonar til Djurgarden. „Þetta var góður sigur á erfiðum útivelli. Fylkismenn voru frískir og þetta var kaflaskipt frammistaða hjá okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og hélt áfram. „Inn á milli vorum við frábærir og inn á milli vorum við líka að bjóða hættunni allt of oft heim sem þeir hefðu getað refsað okkur með. Síðan voru síðustu fimm mínúturnar mjög ruglaðar sem gerist þegar annað liðið er marki yfir og hitt reynir allt til þess að jafna. Sem betur fer náðum við að klára þetta.“ Víkingur hélt mikið í boltann í kvöld og Arnar fór yfir leikskipulag liðsins. „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera með boltann af því þú bíður alltaf hættunni heim með því að fá á þig skyndisókn og sérstaklega þegar þú ert með marga leikmenn út úr stöðum.“ „Þess vegna höfum við mikið verið að spila 3-2-5 kerfi í sumar og þar af leiðandi höfum við haldið minna í boltann. Í kvöld þá breyttum við til og spiluðum 2-3-5 og þá héldum við töluvert meira í boltann en fórum að gera mistök sem við höfðum ekki verið að gera þar sem við vorum að missa boltann á klaufalegum stöðum sem endaði með skyndisóknum. Það er ekki til neitt sem heitir fullkomið kerfi í fótbolta.“ Arnar var spurður út í þann orðróm að Logi Tómasson væri að fara í Djurgarden. Víkingur og Djurgarden hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Loga Tómassyni og verður hann leikmaður þeirra á næstu dögum. Logi verður lánaður til baka í Víking og spilar með þeim út leiktíðina.— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) June 28, 2023 „Það er ekki komið kauptilboð í Loga. Ég hef bara lesið það nákvæmlega sama og annað fólk. Það er ekkert tilboð komið og við vitum að það er áhugi hvort sem það sé frá Djurgarden eða öðrum liðum. Logi mun fara út en vonandi ekki í sumar.“ Arnar sagði að það væri von Víkings að Logi myndi klára tímabilið og fara síðan út í atvinnumennsku. „Við erum reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar Kristall fór á miðju tímabili. Það meiddi okkur mjög mikið og við ætlum að reyna halda í okkar bestu leikmenn þar sem það eru spennandi tímar framundan. Við erum í Evrópukeppni og erum að reyna að vinna tvöfalt og vonandi er hann innstilltur á það verkefni.“ „Við gefum okkur út fyrir það líkt og Blikar að gefa ungum leikmönnum tækifæri og lofa þeim síðan gulli og grænum skógum og það er erfitt að hafna þessu. En við erum aðallega að reyna að standa í lappirnar og vera ekki að selja leikmenn á hvað sem er en ef það kemur gott tilboð í Loga þá munum við skoða stöðuna mjög vel. Óska staðan væri að selja hann í glugganum og fá hann lánaðan til baka þannig hann muni klára tímabilið með okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sjá meira
„Þetta var góður sigur á erfiðum útivelli. Fylkismenn voru frískir og þetta var kaflaskipt frammistaða hjá okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og hélt áfram. „Inn á milli vorum við frábærir og inn á milli vorum við líka að bjóða hættunni allt of oft heim sem þeir hefðu getað refsað okkur með. Síðan voru síðustu fimm mínúturnar mjög ruglaðar sem gerist þegar annað liðið er marki yfir og hitt reynir allt til þess að jafna. Sem betur fer náðum við að klára þetta.“ Víkingur hélt mikið í boltann í kvöld og Arnar fór yfir leikskipulag liðsins. „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera með boltann af því þú bíður alltaf hættunni heim með því að fá á þig skyndisókn og sérstaklega þegar þú ert með marga leikmenn út úr stöðum.“ „Þess vegna höfum við mikið verið að spila 3-2-5 kerfi í sumar og þar af leiðandi höfum við haldið minna í boltann. Í kvöld þá breyttum við til og spiluðum 2-3-5 og þá héldum við töluvert meira í boltann en fórum að gera mistök sem við höfðum ekki verið að gera þar sem við vorum að missa boltann á klaufalegum stöðum sem endaði með skyndisóknum. Það er ekki til neitt sem heitir fullkomið kerfi í fótbolta.“ Arnar var spurður út í þann orðróm að Logi Tómasson væri að fara í Djurgarden. Víkingur og Djurgarden hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Loga Tómassyni og verður hann leikmaður þeirra á næstu dögum. Logi verður lánaður til baka í Víking og spilar með þeim út leiktíðina.— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) June 28, 2023 „Það er ekki komið kauptilboð í Loga. Ég hef bara lesið það nákvæmlega sama og annað fólk. Það er ekkert tilboð komið og við vitum að það er áhugi hvort sem það sé frá Djurgarden eða öðrum liðum. Logi mun fara út en vonandi ekki í sumar.“ Arnar sagði að það væri von Víkings að Logi myndi klára tímabilið og fara síðan út í atvinnumennsku. „Við erum reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar Kristall fór á miðju tímabili. Það meiddi okkur mjög mikið og við ætlum að reyna halda í okkar bestu leikmenn þar sem það eru spennandi tímar framundan. Við erum í Evrópukeppni og erum að reyna að vinna tvöfalt og vonandi er hann innstilltur á það verkefni.“ „Við gefum okkur út fyrir það líkt og Blikar að gefa ungum leikmönnum tækifæri og lofa þeim síðan gulli og grænum skógum og það er erfitt að hafna þessu. En við erum aðallega að reyna að standa í lappirnar og vera ekki að selja leikmenn á hvað sem er en ef það kemur gott tilboð í Loga þá munum við skoða stöðuna mjög vel. Óska staðan væri að selja hann í glugganum og fá hann lánaðan til baka þannig hann muni klára tímabilið með okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sjá meira