Arnar um félagaskipti Loga Tómassonar: Það er áhugi en ekkert kauptilboð komið Andri Már Eggertsson skrifar 29. júní 2023 22:15 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari toppliðs Víkings, var brattur eftir leik Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann 1-3 útisigur gegn Fylki. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings var ánægður með sigurinn. Arnar fór einnig yfir félagsskipti Loga Tómassonar til Djurgarden. „Þetta var góður sigur á erfiðum útivelli. Fylkismenn voru frískir og þetta var kaflaskipt frammistaða hjá okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og hélt áfram. „Inn á milli vorum við frábærir og inn á milli vorum við líka að bjóða hættunni allt of oft heim sem þeir hefðu getað refsað okkur með. Síðan voru síðustu fimm mínúturnar mjög ruglaðar sem gerist þegar annað liðið er marki yfir og hitt reynir allt til þess að jafna. Sem betur fer náðum við að klára þetta.“ Víkingur hélt mikið í boltann í kvöld og Arnar fór yfir leikskipulag liðsins. „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera með boltann af því þú bíður alltaf hættunni heim með því að fá á þig skyndisókn og sérstaklega þegar þú ert með marga leikmenn út úr stöðum.“ „Þess vegna höfum við mikið verið að spila 3-2-5 kerfi í sumar og þar af leiðandi höfum við haldið minna í boltann. Í kvöld þá breyttum við til og spiluðum 2-3-5 og þá héldum við töluvert meira í boltann en fórum að gera mistök sem við höfðum ekki verið að gera þar sem við vorum að missa boltann á klaufalegum stöðum sem endaði með skyndisóknum. Það er ekki til neitt sem heitir fullkomið kerfi í fótbolta.“ Arnar var spurður út í þann orðróm að Logi Tómasson væri að fara í Djurgarden. Víkingur og Djurgarden hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Loga Tómassyni og verður hann leikmaður þeirra á næstu dögum. Logi verður lánaður til baka í Víking og spilar með þeim út leiktíðina.— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) June 28, 2023 „Það er ekki komið kauptilboð í Loga. Ég hef bara lesið það nákvæmlega sama og annað fólk. Það er ekkert tilboð komið og við vitum að það er áhugi hvort sem það sé frá Djurgarden eða öðrum liðum. Logi mun fara út en vonandi ekki í sumar.“ Arnar sagði að það væri von Víkings að Logi myndi klára tímabilið og fara síðan út í atvinnumennsku. „Við erum reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar Kristall fór á miðju tímabili. Það meiddi okkur mjög mikið og við ætlum að reyna halda í okkar bestu leikmenn þar sem það eru spennandi tímar framundan. Við erum í Evrópukeppni og erum að reyna að vinna tvöfalt og vonandi er hann innstilltur á það verkefni.“ „Við gefum okkur út fyrir það líkt og Blikar að gefa ungum leikmönnum tækifæri og lofa þeim síðan gulli og grænum skógum og það er erfitt að hafna þessu. En við erum aðallega að reyna að standa í lappirnar og vera ekki að selja leikmenn á hvað sem er en ef það kemur gott tilboð í Loga þá munum við skoða stöðuna mjög vel. Óska staðan væri að selja hann í glugganum og fá hann lánaðan til baka þannig hann muni klára tímabilið með okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Sjá meira
„Þetta var góður sigur á erfiðum útivelli. Fylkismenn voru frískir og þetta var kaflaskipt frammistaða hjá okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og hélt áfram. „Inn á milli vorum við frábærir og inn á milli vorum við líka að bjóða hættunni allt of oft heim sem þeir hefðu getað refsað okkur með. Síðan voru síðustu fimm mínúturnar mjög ruglaðar sem gerist þegar annað liðið er marki yfir og hitt reynir allt til þess að jafna. Sem betur fer náðum við að klára þetta.“ Víkingur hélt mikið í boltann í kvöld og Arnar fór yfir leikskipulag liðsins. „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera með boltann af því þú bíður alltaf hættunni heim með því að fá á þig skyndisókn og sérstaklega þegar þú ert með marga leikmenn út úr stöðum.“ „Þess vegna höfum við mikið verið að spila 3-2-5 kerfi í sumar og þar af leiðandi höfum við haldið minna í boltann. Í kvöld þá breyttum við til og spiluðum 2-3-5 og þá héldum við töluvert meira í boltann en fórum að gera mistök sem við höfðum ekki verið að gera þar sem við vorum að missa boltann á klaufalegum stöðum sem endaði með skyndisóknum. Það er ekki til neitt sem heitir fullkomið kerfi í fótbolta.“ Arnar var spurður út í þann orðróm að Logi Tómasson væri að fara í Djurgarden. Víkingur og Djurgarden hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Loga Tómassyni og verður hann leikmaður þeirra á næstu dögum. Logi verður lánaður til baka í Víking og spilar með þeim út leiktíðina.— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) June 28, 2023 „Það er ekki komið kauptilboð í Loga. Ég hef bara lesið það nákvæmlega sama og annað fólk. Það er ekkert tilboð komið og við vitum að það er áhugi hvort sem það sé frá Djurgarden eða öðrum liðum. Logi mun fara út en vonandi ekki í sumar.“ Arnar sagði að það væri von Víkings að Logi myndi klára tímabilið og fara síðan út í atvinnumennsku. „Við erum reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar Kristall fór á miðju tímabili. Það meiddi okkur mjög mikið og við ætlum að reyna halda í okkar bestu leikmenn þar sem það eru spennandi tímar framundan. Við erum í Evrópukeppni og erum að reyna að vinna tvöfalt og vonandi er hann innstilltur á það verkefni.“ „Við gefum okkur út fyrir það líkt og Blikar að gefa ungum leikmönnum tækifæri og lofa þeim síðan gulli og grænum skógum og það er erfitt að hafna þessu. En við erum aðallega að reyna að standa í lappirnar og vera ekki að selja leikmenn á hvað sem er en ef það kemur gott tilboð í Loga þá munum við skoða stöðuna mjög vel. Óska staðan væri að selja hann í glugganum og fá hann lánaðan til baka þannig hann muni klára tímabilið með okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Sjá meira