Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 14:06 Salwan Momika, írakskur maður búsettur í Svíþjóð, kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í miðborg Stokkhólms í gær. Vísir/EPA Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. Sænska utanríkisráðuneytið hefur ekki tjáð sig um árásina á sendiráðið en sænskir fjölmiðlar segja að mótmælendur hafi brotið sér leið inn í það og kveikt í sænskum fána. Myndband frá arabískri útgáfu Sky News sýnir fólk klifra utan á byggingu sem hýsir sendiráðið. # .. # _ # # _ pic.twitter.com/Tox3ikyw6F— (@skynewsarabia) June 29, 2023 Tilefni mótmælanna var enn ein Kóranbrennan í miðborg Stokkhólms í gær. Ólíkt fyrri skiptum þar sem þekktur hægriöfgamaður var að verki var það írakskur maður búsettur í Svíþjóð sem fékk leyfi fyrir mótmælum og kveikti í Kóran fyrir utan mosku í miðborginni. Sænska lögreglan segist nú rannsaka hvort hvatt hafi verið til haturs á mótmælunum. Viðbrögð ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta voru skjót og hörð. Tyrknesk stjórnvöld, sem stöðvuðu NATO-umsókn Svía meðal annars vegna Kóranbrenna, sögðu brennuna nú „fyrirlitlega“. Ólíðandi væri að slíkt hatur á íslam ætti sér stað undir yfirskini tjáningarfrelsis. Írönsk, íröksk, sádiarabísk og egypsk stjórnvöld hafa sömuleiðis fordæmt brennuna harðlega og Marokkó og Jórdaníu hafa kallað sendiherra sína heim frá Stokkhólmi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Kóranbrennurnar séu löglegar en óviðeigandi. Svíþjóð Tyrkland Trúmál Írak Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Sænska utanríkisráðuneytið hefur ekki tjáð sig um árásina á sendiráðið en sænskir fjölmiðlar segja að mótmælendur hafi brotið sér leið inn í það og kveikt í sænskum fána. Myndband frá arabískri útgáfu Sky News sýnir fólk klifra utan á byggingu sem hýsir sendiráðið. # .. # _ # # _ pic.twitter.com/Tox3ikyw6F— (@skynewsarabia) June 29, 2023 Tilefni mótmælanna var enn ein Kóranbrennan í miðborg Stokkhólms í gær. Ólíkt fyrri skiptum þar sem þekktur hægriöfgamaður var að verki var það írakskur maður búsettur í Svíþjóð sem fékk leyfi fyrir mótmælum og kveikti í Kóran fyrir utan mosku í miðborginni. Sænska lögreglan segist nú rannsaka hvort hvatt hafi verið til haturs á mótmælunum. Viðbrögð ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta voru skjót og hörð. Tyrknesk stjórnvöld, sem stöðvuðu NATO-umsókn Svía meðal annars vegna Kóranbrenna, sögðu brennuna nú „fyrirlitlega“. Ólíðandi væri að slíkt hatur á íslam ætti sér stað undir yfirskini tjáningarfrelsis. Írönsk, íröksk, sádiarabísk og egypsk stjórnvöld hafa sömuleiðis fordæmt brennuna harðlega og Marokkó og Jórdaníu hafa kallað sendiherra sína heim frá Stokkhólmi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Kóranbrennurnar séu löglegar en óviðeigandi.
Svíþjóð Tyrkland Trúmál Írak Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14
Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56