Taldi brotið á tjáningarfrelsi eltihrellis sem sendi konu þúsundir skilaboða Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2023 15:34 Saksóknarar í Colorado þóttu ekki hafa sýnt fram á að maður sem sendi þúsundir óumbeðinna skilaboða til tónlistarkonu hafi ætlað sér að ógna henni með þeim. Vísir/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi sakfellingu eltihrellis sem sendi tónlistarkonu þúsundir skilaboða á þeim forsendum að saksóknarar hefðu ekki sýnt fram á að skilaboðin gengu lengra en almennt tjáningarfrelsi leyfði. Konan segist hafa óttast um líf sitt vegna skilaboðanna. Billy Raymond Counterman var sakfelldur fyrir að beita Coles Whalen, tónlistarkonu og lagahöfund, umsáturseinelti og að valda henni tilfinningalegum þjáningum árið 2017. Hann sendi Whalen þúsundir óumbeðinna skilaboða á samfélagsmiðlum á tveggja ára tímabili og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir. Counterman hafði áður sent konum ofbeldishótanir og var undir eftirliti vegna dóms sem hann hlaut í slíku máli þegar hann sendi Whalen skilaboðin. Hún hefur lýst því að hún hafi talið skilaboðin ógnandi og að þau hafi breytt lífi hennar. Hún hafi lamast af ótta og kvíða, aflýst tónleikum, sótt um byssuleyfi og sofið með kveikt ljós vegna stanslauss áreitis Counterman. Á meðal skilaboðanna sem Counterman sendi Whalen var: „Þú ert ekki góð fyrir mannleg samskipti. Deyðu. Þarf ekki á þér að halda.“ Í öðrum skilaboðum notaði hann fúkyrði og gaf í skyn að hann fylgdist með ferðum hennar. Counterman heldur því fram að hann þjáist af geðsjúkdómi og sé haldinn ranghugmyndum. Ætlaði sér ekki að ógna Whalen Áfrýjun Counterman á þeirri forsendu að skilaboðin væru varin af tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár var hafnað þar sem ríkisdómstóll taldi þau fela í sér raunverulega hótun. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur talið að beinar hótanir falli ekki undir tjáningarfrelsisákvæðið. Fyrir Hæstarétti héldu lögmenn Counterman því fram að saksóknarar í Colorado hefðu þurft að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að ógna Whalen áður en þeir ákváðu að skilaboð hans nytu ekki verndar stjórnarskrár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Counterman byggir á því að hann hafi aldrei ætlað sér að ógna Whalen og því hafi skilaboðin rúmast innan tjáningarfrelsis hans. Sjö dómarar af níu við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu rétt að ógilda sakfellingu eltihrellisins.Vísir/Getty Afgerandi meirihluti hæstaréttardómara tók undir rök Counterman. Saksóknarar þyrftu að sýna fram á að sakborningur hefði „hunsað verulega hættu á að litið yrði á skilaboð sem hótun um ofbeldi“ til þess að forðast kælingaráhrif á tjáningu sem fæli ekki í sér hótanir, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Fjórir íhaldsmenn af sex og allir þrír frjálslyndu dómararnir stóðu að meirihlutaáliti í málinu. Lokaði ítrekað á hann á Facebook Whalen svaraði aldrei skilaboð Counterman sem hófu að berast árið 2014. Þegar hún lokaði á hann á samfélagsmiðlinum Facebook stofnaði hann nýja aðganga og sendi henni skilaboð á fleiri miðlum. Alls lokaði Whalen fjórum sinnum á Counterman á Facebook. Það var ekki fyrr en ættingi Whalen hafði samband við lögreglu sem Counterman var ákærður fyrir umsáturseinelti árið 2016. Það var skilgreind í lögum í Colorado sem skilaboð sem gætu valdið venjulegri manneskju alvarlegu tilfinningalegu uppnámi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Billy Raymond Counterman var sakfelldur fyrir að beita Coles Whalen, tónlistarkonu og lagahöfund, umsáturseinelti og að valda henni tilfinningalegum þjáningum árið 2017. Hann sendi Whalen þúsundir óumbeðinna skilaboða á samfélagsmiðlum á tveggja ára tímabili og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir. Counterman hafði áður sent konum ofbeldishótanir og var undir eftirliti vegna dóms sem hann hlaut í slíku máli þegar hann sendi Whalen skilaboðin. Hún hefur lýst því að hún hafi talið skilaboðin ógnandi og að þau hafi breytt lífi hennar. Hún hafi lamast af ótta og kvíða, aflýst tónleikum, sótt um byssuleyfi og sofið með kveikt ljós vegna stanslauss áreitis Counterman. Á meðal skilaboðanna sem Counterman sendi Whalen var: „Þú ert ekki góð fyrir mannleg samskipti. Deyðu. Þarf ekki á þér að halda.“ Í öðrum skilaboðum notaði hann fúkyrði og gaf í skyn að hann fylgdist með ferðum hennar. Counterman heldur því fram að hann þjáist af geðsjúkdómi og sé haldinn ranghugmyndum. Ætlaði sér ekki að ógna Whalen Áfrýjun Counterman á þeirri forsendu að skilaboðin væru varin af tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár var hafnað þar sem ríkisdómstóll taldi þau fela í sér raunverulega hótun. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur talið að beinar hótanir falli ekki undir tjáningarfrelsisákvæðið. Fyrir Hæstarétti héldu lögmenn Counterman því fram að saksóknarar í Colorado hefðu þurft að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að ógna Whalen áður en þeir ákváðu að skilaboð hans nytu ekki verndar stjórnarskrár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Counterman byggir á því að hann hafi aldrei ætlað sér að ógna Whalen og því hafi skilaboðin rúmast innan tjáningarfrelsis hans. Sjö dómarar af níu við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu rétt að ógilda sakfellingu eltihrellisins.Vísir/Getty Afgerandi meirihluti hæstaréttardómara tók undir rök Counterman. Saksóknarar þyrftu að sýna fram á að sakborningur hefði „hunsað verulega hættu á að litið yrði á skilaboð sem hótun um ofbeldi“ til þess að forðast kælingaráhrif á tjáningu sem fæli ekki í sér hótanir, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Fjórir íhaldsmenn af sex og allir þrír frjálslyndu dómararnir stóðu að meirihlutaáliti í málinu. Lokaði ítrekað á hann á Facebook Whalen svaraði aldrei skilaboð Counterman sem hófu að berast árið 2014. Þegar hún lokaði á hann á samfélagsmiðlinum Facebook stofnaði hann nýja aðganga og sendi henni skilaboð á fleiri miðlum. Alls lokaði Whalen fjórum sinnum á Counterman á Facebook. Það var ekki fyrr en ættingi Whalen hafði samband við lögreglu sem Counterman var ákærður fyrir umsáturseinelti árið 2016. Það var skilgreind í lögum í Colorado sem skilaboð sem gætu valdið venjulegri manneskju alvarlegu tilfinningalegu uppnámi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira