Móðir segir starfsbrautina mæta afgangi og illa sé staðið að innritunarferli Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2023 18:10 Svanur fær ekki að skoða Borgarholtsskóla fyrr en nokkrum dögum fyrir skólabyrjun. Harpa Þórisdóttir Móðir drengs sem var gert að bíða til dagsins í dag eftir boði um skólavist á starfsbraut segir illa að inntökuferlinu staðið. Hún gagnrýnir Menntamálastofnun fyrir að hafa haldið fjölskyldunni í óvissu fram að síðasta degi fyrir sumarfrí framhaldsskólastarfsmanna. Harpa Þórisdóttir segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal í morgun þess efnis að syni hennar, Svani Jóni Norðkvist, byðist pláss á starfsbraut í Borgarholtsskóla. Henni hafi þá verið tjáð að að skólarnir séu komnir í sumarfrí þar til í ágúst. Því væri frekari spurningum ekki hægt að svara fyrr en örfáum dögum fyrir skólabyrjun. Að auki fái þau ekki að skoða skólann fyrr en hann opnar að nýju eftir sumarfrí. „Ég upplifi þetta svolítið eins og þessu hafi verið hent í Borgarholtsskóla á síðustu stundu og þau þurfi að finna eitthvað úrræði,“ segir Harpa. Tilkynnt var í gær að allir umsækjendur um nám á starfsbraut fengju nú boð um skólavist. „Það virðist vera að það sé þjarmað að Borgarholtsskóla að það séu teknir sem flestir inn,“ segir Harpa um málið. Pressað á foreldrana að sækja um fyrir skólakynningar Harpa segist hafa sótt um nám við starfsbraut Tækniskólans vegna ráðleggingar fagstjóra Arnarskóla. Hún segir að Menntamálastofnun hafi að auki ráðlagt þeim að setja ekki annað val í umsóknina, og þar af leiðandi skoðuðu þau ekki fleiri skóla. Hún furðar sig á þeim ráðleggingum vegna þess að einungis eitt pláss á starfsbraut Tækniskólans bauðst en umsækjendur voru nokkrir. Þá hafi þeim einnig verið ráðlagt að senda inn umsókn áður en framhaldsskólakynningar voru haldnar. Svanur fékk ekki inn í Tækniskólann, sem var að sögn Hörpu eini framhaldsskólinn með fyrirkomulag sem kæmi til með að henta hans þörfum. Harpa segir námið á starfsbrautinni í Borgó ekki henta Svani, til að mynda sé þar mikil hópavinna og hann uni sér illa í hópi. „Það er ekkert úrræði tilbúið fyrir hann þó hann sé kominn með eitthvað pláss sem er engan veginn tilbúið,“segir hún. „Mér finnst svo ofboðslega illa að þessu staðið. Ég er mjög ósátt,“ segir hún. Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. 21. júní 2023 23:51 Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21. júní 2023 16:04 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Harpa Þórisdóttir segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal í morgun þess efnis að syni hennar, Svani Jóni Norðkvist, byðist pláss á starfsbraut í Borgarholtsskóla. Henni hafi þá verið tjáð að að skólarnir séu komnir í sumarfrí þar til í ágúst. Því væri frekari spurningum ekki hægt að svara fyrr en örfáum dögum fyrir skólabyrjun. Að auki fái þau ekki að skoða skólann fyrr en hann opnar að nýju eftir sumarfrí. „Ég upplifi þetta svolítið eins og þessu hafi verið hent í Borgarholtsskóla á síðustu stundu og þau þurfi að finna eitthvað úrræði,“ segir Harpa. Tilkynnt var í gær að allir umsækjendur um nám á starfsbraut fengju nú boð um skólavist. „Það virðist vera að það sé þjarmað að Borgarholtsskóla að það séu teknir sem flestir inn,“ segir Harpa um málið. Pressað á foreldrana að sækja um fyrir skólakynningar Harpa segist hafa sótt um nám við starfsbraut Tækniskólans vegna ráðleggingar fagstjóra Arnarskóla. Hún segir að Menntamálastofnun hafi að auki ráðlagt þeim að setja ekki annað val í umsóknina, og þar af leiðandi skoðuðu þau ekki fleiri skóla. Hún furðar sig á þeim ráðleggingum vegna þess að einungis eitt pláss á starfsbraut Tækniskólans bauðst en umsækjendur voru nokkrir. Þá hafi þeim einnig verið ráðlagt að senda inn umsókn áður en framhaldsskólakynningar voru haldnar. Svanur fékk ekki inn í Tækniskólann, sem var að sögn Hörpu eini framhaldsskólinn með fyrirkomulag sem kæmi til með að henta hans þörfum. Harpa segir námið á starfsbrautinni í Borgó ekki henta Svani, til að mynda sé þar mikil hópavinna og hann uni sér illa í hópi. „Það er ekkert úrræði tilbúið fyrir hann þó hann sé kominn með eitthvað pláss sem er engan veginn tilbúið,“segir hún. „Mér finnst svo ofboðslega illa að þessu staðið. Ég er mjög ósátt,“ segir hún.
Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. 21. júní 2023 23:51 Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21. júní 2023 16:04 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. 21. júní 2023 23:51
Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21. júní 2023 16:04