„Fólk á ekki að láta bjóða sér svona dellu“ Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2023 11:18 Ef Eyjólfur ætti Costco-kort þá væri hann búinn að klippa það. Hann segir áfengissölu verslunarinnar stangast á við áfengislög og refsa eigi fyrir lögbrot, þannig virki kerfið einfaldlega. vísir/vilhelm Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, segir áfengissölu Costco algera lögleysu og hann væri búinn að klippa Costco-kortið sitt – ef hann ætti það. „Er ekki með Costco kort til að klippa,“ segir Eyjólfur spurður hvort hann væri búinn að gera nákvæmlega það. En Eyjólfur birti mynd af sundurklipptu aðildarkorti að versluninni. Ekki þingmeirihluti fyrir breytingum á áfengislögum Eins og fram hefur komið hefur Costco gripið til þess að selja áfengi í verslun sinni í Garðabæ. Samhliða heyrast fréttir af því að aðrar smávöruverslanir svo sem Hagkaup og Nettó séu að undirbúa það hið sama. Þingmaðurinn fylgist í forundran með þessum vendingum, sem hann telur óforsvaranlegar. „Það var ekkert að breytast í áfengislöggjöfinni, sem gerir þessa sölu löglega. Vefverslun með áfengi er smásala með áfengi. Ríkið er með einkaleyfi til sölu áfengis. EES viðurkennir það,“ segir þingmaðurinn. Eyjólfur bendir á að ekkert nýtt sé við það á Íslandi að áfengi sé selt í fjarsölu samkvæmt pöntun. „Áfengi var selt áratugum saman í gegnum síma á landsbyggðinni og sótt á pósthús. Engin munur er á pöntun í gegnum vefinn og síma. Fólk á ekki að láta bjóða sér svona dellu. Eyjólfur furðar sig á aðgerðarleysinu við því sem hann telur augljóst lögbrot. Ef hann ætti í einhverjum samskiptum við Costco þá væri þeim samskiptum lokið. Eyjólfur segir engan þingmeirihluta á Alþingi fyrir svona breytingu á áfengislögum. „Þá er farið í svona lögleysu enda um milljarða viðskipti að ræða. Okkar lög og löggjöf annarra norrænna ríkja -DK byggjast á lýðheilsusjónarmiðum. Þau hafa ekki breyst.“ En hvað viltu sjá gert? „Já, það er einmitt það, þetta er stórfurðulegt. Samt dæmigert fyrir vinnubrögðin. Ef ekki er þingmeirihluti fyrir breytingum þá er grafið undan núverandi kerfi.“ Um að ræða klárt lögbrot Eyjólfur vill að staðinn verði vörður um núverandi kerfi – einkaleyfi ríkisins – sem hann segir að hafi reynst vel hér og á Norðurlöndunum öllum að undanskildri Danmörk, sem er nær meginlandskúltúrnum. „Ef fyrirtæki brjóta gegn einkaleyfi ríkisins þá tel ég það vera lögbrot,“ segir Eyjólfur og vísar í áfengislög. „Menn hafa þóst séð gat í löggjöfinni í lögum um gjald af áfengi, minnir mig. Það er galið. Engin breyting hefur orðið hvað varðar einkaleyfið. Það segir meðal annarra framsögumaður frumvarpsins, sjálfur Davíð Oddsson.“ Eyjólfur telur einsýnt að verið sé að brjóta áfengislögin og refsa eigi fyrir það líkt og við önnur lögbrot. „Þannig virkar kerfið.“ Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Costco Flokkur fólksins Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Áfengismálin ekki einkamál eins ráðuneytis Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn. 17. júní 2023 18:01 „Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. 16. júní 2023 20:08 Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Er ekki með Costco kort til að klippa,“ segir Eyjólfur spurður hvort hann væri búinn að gera nákvæmlega það. En Eyjólfur birti mynd af sundurklipptu aðildarkorti að versluninni. Ekki þingmeirihluti fyrir breytingum á áfengislögum Eins og fram hefur komið hefur Costco gripið til þess að selja áfengi í verslun sinni í Garðabæ. Samhliða heyrast fréttir af því að aðrar smávöruverslanir svo sem Hagkaup og Nettó séu að undirbúa það hið sama. Þingmaðurinn fylgist í forundran með þessum vendingum, sem hann telur óforsvaranlegar. „Það var ekkert að breytast í áfengislöggjöfinni, sem gerir þessa sölu löglega. Vefverslun með áfengi er smásala með áfengi. Ríkið er með einkaleyfi til sölu áfengis. EES viðurkennir það,“ segir þingmaðurinn. Eyjólfur bendir á að ekkert nýtt sé við það á Íslandi að áfengi sé selt í fjarsölu samkvæmt pöntun. „Áfengi var selt áratugum saman í gegnum síma á landsbyggðinni og sótt á pósthús. Engin munur er á pöntun í gegnum vefinn og síma. Fólk á ekki að láta bjóða sér svona dellu. Eyjólfur furðar sig á aðgerðarleysinu við því sem hann telur augljóst lögbrot. Ef hann ætti í einhverjum samskiptum við Costco þá væri þeim samskiptum lokið. Eyjólfur segir engan þingmeirihluta á Alþingi fyrir svona breytingu á áfengislögum. „Þá er farið í svona lögleysu enda um milljarða viðskipti að ræða. Okkar lög og löggjöf annarra norrænna ríkja -DK byggjast á lýðheilsusjónarmiðum. Þau hafa ekki breyst.“ En hvað viltu sjá gert? „Já, það er einmitt það, þetta er stórfurðulegt. Samt dæmigert fyrir vinnubrögðin. Ef ekki er þingmeirihluti fyrir breytingum þá er grafið undan núverandi kerfi.“ Um að ræða klárt lögbrot Eyjólfur vill að staðinn verði vörður um núverandi kerfi – einkaleyfi ríkisins – sem hann segir að hafi reynst vel hér og á Norðurlöndunum öllum að undanskildri Danmörk, sem er nær meginlandskúltúrnum. „Ef fyrirtæki brjóta gegn einkaleyfi ríkisins þá tel ég það vera lögbrot,“ segir Eyjólfur og vísar í áfengislög. „Menn hafa þóst séð gat í löggjöfinni í lögum um gjald af áfengi, minnir mig. Það er galið. Engin breyting hefur orðið hvað varðar einkaleyfið. Það segir meðal annarra framsögumaður frumvarpsins, sjálfur Davíð Oddsson.“ Eyjólfur telur einsýnt að verið sé að brjóta áfengislögin og refsa eigi fyrir það líkt og við önnur lögbrot. „Þannig virkar kerfið.“
Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Costco Flokkur fólksins Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Áfengismálin ekki einkamál eins ráðuneytis Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn. 17. júní 2023 18:01 „Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. 16. júní 2023 20:08 Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Áfengismálin ekki einkamál eins ráðuneytis Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn. 17. júní 2023 18:01
„Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. 16. júní 2023 20:08
Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51