Bann við kynstaðfestandi meðferð barna fellt úr gildi Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2023 15:30 Dylan Brandt, 17 ára, (við ræðupúlt) er eitt ungmennanna sem höfðuðu málið til að ógilda lögin í Arkansas. Hann sagði hormónameðferð hafa breytt lífi sínu og að hann yrði að yfirgefa ríkið yrði bannið að veruleika. AP/Andrew DeMIllo Alríkisdómari í Bandaríkjunum felldi úr gildi umdeild lög sem lögðu blátt bann við kynstaðfestandi meðferð barna og ungmenna í Arkansas. Lögin voru þau fyrstu sinnar tegundar í Bandaríkjunum en dómarinn taldi þau ekki standast stjórnarskrá. Hefðu lögin tekið gildi hefðu þau bannað læknum að veita börnum og ungmennum undir lögaldri kynstaðfestandi hormónameðferð, hormónabælandi lyf eða skurðaðgerðir. Umdæmisdómari lagði ótímabundið lögbann við því að lögin tækju gildi. Dómsmálaráðherra Arkansas segist ætla að áfrýja til alríkisáfrýjunardómstóls. Sá dómstóll staðfesti tímabundið lögbann sama dómara á gildistöku laganna í fyrra. Dómarinn taldi að bannið bryti gegn ákvæðum stjórnarskrár um sanngjarna málsmeðferð og jafnræði trans ungmenna fyrir lögum. Þá taldi hann það stríða gegn stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi heilbrigðisstarfsfólks að bann þeim að vísa trans ungmennum annað til meðferðar. „Gagnstætt við að verja börn eða standa vörð um siðferði í lækningum sýndu gögnin að heilbrigðismeðferðin sem var bönnuð bætir geðheilsu og vellíðan sjúklinga og með því að banna hana gróf ríkið undan þeim hagsmunum sem það þóttist berjast fyrir,“ skrifaði Jay Moody, alríkisdómarinn, í áliti sínu. Lögin heita formlega „Björgum ungmennum frá tilraunastarfsemi“, skammstafað SAFE (Save Adolescents from Experimentation). Asa Hutchinson, þáverandi ríkisstjóri Arkansas og repúblikani, beitti neitunarvaldi þegar lögin voru fyrst samþykkt og sagði þau of mikið ríkisinngrip. Aukinn meirihluti repúblikana á ríkisþinginu ógilti neitunarvald hans. Sambærileg bönn og takmarkanir samþykktir víðar Arkansas var fyrsta ríkið sem samþykkti bann við kynstaðfestandi meðferð barna og ungmenna. Síðan þau voru samþykkt hafa að minnsta kosti nítján önnur ríki þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin takmarkað eða bannað kynstaðfestandi meðferð. Þau hafa nær öll komið til kasta dómstóla. Alríkisdómarar hafa beitt sömu rökum og Moody þegar þeir ógiltu tímabundið sambærileg bönn í Alabama og Indiana, að sögn AP-fréttastofunnar. Úrskurðurinn nú hefur aðeins þýðingu fyrir lögin í Arkansas. Mannréttindasamtökin Borgararéttindasamtök Bandaríkjanna (ACLU) í Arkansas kröfðust ógildingarinnar á banninu fyrir hönd fjögurra trans ungmenna, fjölskyldna þeirra og tveggja lækna. „Þessi dómur sendir skýr skilaboð. Hræðsluáróður og upplýsingafals um þessa heilbrigðismeðferð stenst ekki skoðun, skaðar trans ungmenni og verður að linna,“ sagði Holly Dickson, framkvæmdastjóri ACLU í Arkansas um niðurstöðuna. Tim Griffin, dómsmálaráðherra Arkansas og repúblikani, sagðist vonsvikin með niðurstöðuna og kallaði kynstaðfestandi meðferðina „tilraunastarfsemi“ þrátt fyrir að dómarinn hefði sagt þá fullyrðingu hrakta af áratugalangri reynslu og rannsóknum. Hópur fólks mótmælir banni við kynstaðfestandi meðferð í ríkisþingi Indiana í febrúar. Alríkisdómstóll ógilti bannið að hluta í síðustu viku.AP/Darron Cummings Skotspónn öfgafólks Trans fólk hefur orðið að skotspóni hægrijaðarafla í Bandaríkjunum og víðar um heim á allra síðustu árum. Barnaspítalar sem bjóða upp á kynstaðfestandi meðferð hafa orðið fyrir áreitni og fengið hótanir um ofbeldi. Haturorðræða í garð trans fólks hefur einnig stigmagnast með ásökunum um að það og læknar séu „barnaníðingar“ og „tæli“ börn. Þó að í mörgum tilfellum beinist andstaða þessara hópa að meðferð trans barna hafa repúblikanar í sumum ríkjum gengið enn lengra. Í Flórída voru nýlega samþykkt lög sem banna ekki aðeins meðferð barna heldur einnig að ríkið veiti fé til stofnana sem veita kynstaðfestandi meðferð auk þess að takmarka getu fullorðinna einstaklinga til þess að fá slíka þjónustu. Alríkisdómari ógilti lögin tímabundið í máli þriggja barna sem leituðu til dómstólsins. Þrjú ríki hafa bannað kynstaðfestandi meðferð með reglugerðum eða tilskipunum. Þá ætlar Sarah Huckabee Sanders, ríkisstjóri Arkansas, að leggja bann við meðferð barna á í reynd með því að auðvelda einstaklingum að stefna stofnunum sem veita þjónustuna. Bannið á að taka gildi í sumar og gerði stofunum sem veita meðferðina ókleift að starfa þar sem þau gætu ekki keypt sér tryggingu fyrir málsóknum vegna læknamistaka. Helstu heilbrigðisstofnanir auk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) mæla með því að trans ungmenni hafi aðgang að kynstaðfestandi meðferð þó að einhverjar stofnanir hafi lýst áhyggjum af henni, að sögn Washington Post. Barnalæknasamtök Bandaríkjanna fordæmdu „hömlulaust upplýsingafals“ öfgafólks um transmeðferðir í fyrra þegar sífellt fleiri ríki byrjuðu að takmarka aðgengi að þeim. Bandaríkin Hinsegin Mannréttindi Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Hefðu lögin tekið gildi hefðu þau bannað læknum að veita börnum og ungmennum undir lögaldri kynstaðfestandi hormónameðferð, hormónabælandi lyf eða skurðaðgerðir. Umdæmisdómari lagði ótímabundið lögbann við því að lögin tækju gildi. Dómsmálaráðherra Arkansas segist ætla að áfrýja til alríkisáfrýjunardómstóls. Sá dómstóll staðfesti tímabundið lögbann sama dómara á gildistöku laganna í fyrra. Dómarinn taldi að bannið bryti gegn ákvæðum stjórnarskrár um sanngjarna málsmeðferð og jafnræði trans ungmenna fyrir lögum. Þá taldi hann það stríða gegn stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi heilbrigðisstarfsfólks að bann þeim að vísa trans ungmennum annað til meðferðar. „Gagnstætt við að verja börn eða standa vörð um siðferði í lækningum sýndu gögnin að heilbrigðismeðferðin sem var bönnuð bætir geðheilsu og vellíðan sjúklinga og með því að banna hana gróf ríkið undan þeim hagsmunum sem það þóttist berjast fyrir,“ skrifaði Jay Moody, alríkisdómarinn, í áliti sínu. Lögin heita formlega „Björgum ungmennum frá tilraunastarfsemi“, skammstafað SAFE (Save Adolescents from Experimentation). Asa Hutchinson, þáverandi ríkisstjóri Arkansas og repúblikani, beitti neitunarvaldi þegar lögin voru fyrst samþykkt og sagði þau of mikið ríkisinngrip. Aukinn meirihluti repúblikana á ríkisþinginu ógilti neitunarvald hans. Sambærileg bönn og takmarkanir samþykktir víðar Arkansas var fyrsta ríkið sem samþykkti bann við kynstaðfestandi meðferð barna og ungmenna. Síðan þau voru samþykkt hafa að minnsta kosti nítján önnur ríki þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin takmarkað eða bannað kynstaðfestandi meðferð. Þau hafa nær öll komið til kasta dómstóla. Alríkisdómarar hafa beitt sömu rökum og Moody þegar þeir ógiltu tímabundið sambærileg bönn í Alabama og Indiana, að sögn AP-fréttastofunnar. Úrskurðurinn nú hefur aðeins þýðingu fyrir lögin í Arkansas. Mannréttindasamtökin Borgararéttindasamtök Bandaríkjanna (ACLU) í Arkansas kröfðust ógildingarinnar á banninu fyrir hönd fjögurra trans ungmenna, fjölskyldna þeirra og tveggja lækna. „Þessi dómur sendir skýr skilaboð. Hræðsluáróður og upplýsingafals um þessa heilbrigðismeðferð stenst ekki skoðun, skaðar trans ungmenni og verður að linna,“ sagði Holly Dickson, framkvæmdastjóri ACLU í Arkansas um niðurstöðuna. Tim Griffin, dómsmálaráðherra Arkansas og repúblikani, sagðist vonsvikin með niðurstöðuna og kallaði kynstaðfestandi meðferðina „tilraunastarfsemi“ þrátt fyrir að dómarinn hefði sagt þá fullyrðingu hrakta af áratugalangri reynslu og rannsóknum. Hópur fólks mótmælir banni við kynstaðfestandi meðferð í ríkisþingi Indiana í febrúar. Alríkisdómstóll ógilti bannið að hluta í síðustu viku.AP/Darron Cummings Skotspónn öfgafólks Trans fólk hefur orðið að skotspóni hægrijaðarafla í Bandaríkjunum og víðar um heim á allra síðustu árum. Barnaspítalar sem bjóða upp á kynstaðfestandi meðferð hafa orðið fyrir áreitni og fengið hótanir um ofbeldi. Haturorðræða í garð trans fólks hefur einnig stigmagnast með ásökunum um að það og læknar séu „barnaníðingar“ og „tæli“ börn. Þó að í mörgum tilfellum beinist andstaða þessara hópa að meðferð trans barna hafa repúblikanar í sumum ríkjum gengið enn lengra. Í Flórída voru nýlega samþykkt lög sem banna ekki aðeins meðferð barna heldur einnig að ríkið veiti fé til stofnana sem veita kynstaðfestandi meðferð auk þess að takmarka getu fullorðinna einstaklinga til þess að fá slíka þjónustu. Alríkisdómari ógilti lögin tímabundið í máli þriggja barna sem leituðu til dómstólsins. Þrjú ríki hafa bannað kynstaðfestandi meðferð með reglugerðum eða tilskipunum. Þá ætlar Sarah Huckabee Sanders, ríkisstjóri Arkansas, að leggja bann við meðferð barna á í reynd með því að auðvelda einstaklingum að stefna stofnunum sem veita þjónustuna. Bannið á að taka gildi í sumar og gerði stofunum sem veita meðferðina ókleift að starfa þar sem þau gætu ekki keypt sér tryggingu fyrir málsóknum vegna læknamistaka. Helstu heilbrigðisstofnanir auk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) mæla með því að trans ungmenni hafi aðgang að kynstaðfestandi meðferð þó að einhverjar stofnanir hafi lýst áhyggjum af henni, að sögn Washington Post. Barnalæknasamtök Bandaríkjanna fordæmdu „hömlulaust upplýsingafals“ öfgafólks um transmeðferðir í fyrra þegar sífellt fleiri ríki byrjuðu að takmarka aðgengi að þeim.
Bandaríkin Hinsegin Mannréttindi Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira