Raforkuþurrð eða léleg forgangsröðun? Þorgerður María Þorbjarnardóttir og Finnur Ricart Andrason skrifa 21. júní 2023 13:00 „Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu græna, endurnýjanlega orku. Við notum um milljón tonn af olíu á ári og borgum 100 milljarða króna fyrir. Gætum við hætt því, fengið hreinna loft og bætt lífskjör á Íslandi í leiðinni?“ Þetta er það fyrsta sem kemur upp á vefnum orkuskipti.is. Við sem höfum kallað eftir aðgerðum í þágu loftslagsmála tökum heilshugar undir að stefna eigi að því að hætta alfarið notkun á olíu. Orðræða Samtaka Iðnaðarins og Samorku hafa verið á þann veginn að flöskuhálsinn sé raforkuþurrð og mikið er kallað eftir aukinni raforkuframleiðslu í þágu loftslagsmála. Þetta er hins vegar ekki í samræmi við það sem við sjáum raungerast um þessar mundir varðandi ráðstöfun á raforku.Viðskiptablaðið greindi frá því 8. júní sl. að Verne Global hafi ákveðið að tvöfalda áætlaða fjárfestingu í gagnaveri sínu í Reykjanesbæ fram til ársins 2027. Stefnt er að því að að orkunotkunin fari úr 40 megavöttum (MW) af uppsettu afli í yfir 96 MW. Síðan staðfestir forstjóri Landsvirkjunar að 120 MW sé ráðstafað í rafmynntagröft, meiri orku en öll heimili landsins nota til samans. Hvers vegna er þessu rafmagni forgangsraðað í gagnaver og rafmynntagröft en ekki í orkuskiptin sem er yfirlýst forgangsmál stjórnvalda? Hvað kemur til að hægt sé að ráðstafa 120 MW í rafmyntagröft á sama tíma og talað er um orkuþurrð? Í ljósi neyðarástands í loftslagsmálum og yfirlýsinga um hröð orkuskipti ætti að liggja beint við að sé orkan fyrir hendi væri henni ráðstafað í orkuskipti. Orkuskiptin eru mikilvægur þáttur í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en það eru líka margar aðrar breytingar sem snúa ekki að orkumálum sem þurfa að eiga sér stað til taka almennilega á loftslagsvandanum. Þessi staðreynd er eitthvað sem stjórnvöld virðast rétt svo vera að átta sig á núna en til þessa hafa orkuskiptin verið nánast það eina sem þau einblína á. Stórauka þarf áhersluna á samdrátt í losun frá landbúnaði, ferðaþjónustu, neyslu, ósjálfbærri landnotkun og byggingariðnaðinum svo eitthvað sé nefnt. Aðkoma atvinnulífsins mikilvæg en vantar aukinn metnað Það er gríðarlega mikilvægt að atvinnulífið komi með í þessa vegferð sem við sem samfélag þurfum að ganga í gegn um á allra næstu árum til að draga hratt og örugglega úr losun gróðurhúsalofttegunda og eru nýútgefnir loftslagsvegvísar atvinnulífsins skref í rétta átt. Hins vegar vekur það athygli að áætlaður samdráttur af vegvísunum er aðeins nefndur í 3 af 11 atvinnugeirum og ekkert heildarmat á áætluðum samdrætti er lagt fram. Við söknum þess mjög í þessum vegvísum að tekið séfram hvernig hver geiri fyrir sig stefnir að því að draga úr losun sinni með tölusettum markmiðum. Þessu þarf að bæta úr strax til að hægt sé að sjá hvaða breytinga er þörf á til að ná markmiðum og skuldbindingum. Svo þarf strax að ráðast í þær breytingar. Líklegt er að geirarnir þurfi að ráðast í dýpri kerfisbreytingar heldur en núverandi loftslagsvegvísar þeirra boða. Það mun ekki duga að halda áfram “business as usual” með smá breytingum hér og þar heldur þarf mjög líklega að umbreyta heilu atvinnugreinunum til að þær geti dregið nóg úr losun og á nógu stuttum tíma. Við krefjumst þess af stjórnvöldum og atvinnulífinu að spýta í lófana og ráðast í fullnægjandi aðgerðir í öllum geirum sem eru í samræmi við samdráttinn sem þarf að eiga sér stað strax á næstu örfáu árum. Við höfum beðið lengi eftir nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda og þarf hún, ásamt uppfærðum loftslagsmarkmiðum- og aðgerðum atvinnugeirana, að koma ekki seinna en í haust. Höfundar eru formenn Landverndar og Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Orkumál Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
„Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu græna, endurnýjanlega orku. Við notum um milljón tonn af olíu á ári og borgum 100 milljarða króna fyrir. Gætum við hætt því, fengið hreinna loft og bætt lífskjör á Íslandi í leiðinni?“ Þetta er það fyrsta sem kemur upp á vefnum orkuskipti.is. Við sem höfum kallað eftir aðgerðum í þágu loftslagsmála tökum heilshugar undir að stefna eigi að því að hætta alfarið notkun á olíu. Orðræða Samtaka Iðnaðarins og Samorku hafa verið á þann veginn að flöskuhálsinn sé raforkuþurrð og mikið er kallað eftir aukinni raforkuframleiðslu í þágu loftslagsmála. Þetta er hins vegar ekki í samræmi við það sem við sjáum raungerast um þessar mundir varðandi ráðstöfun á raforku.Viðskiptablaðið greindi frá því 8. júní sl. að Verne Global hafi ákveðið að tvöfalda áætlaða fjárfestingu í gagnaveri sínu í Reykjanesbæ fram til ársins 2027. Stefnt er að því að að orkunotkunin fari úr 40 megavöttum (MW) af uppsettu afli í yfir 96 MW. Síðan staðfestir forstjóri Landsvirkjunar að 120 MW sé ráðstafað í rafmynntagröft, meiri orku en öll heimili landsins nota til samans. Hvers vegna er þessu rafmagni forgangsraðað í gagnaver og rafmynntagröft en ekki í orkuskiptin sem er yfirlýst forgangsmál stjórnvalda? Hvað kemur til að hægt sé að ráðstafa 120 MW í rafmyntagröft á sama tíma og talað er um orkuþurrð? Í ljósi neyðarástands í loftslagsmálum og yfirlýsinga um hröð orkuskipti ætti að liggja beint við að sé orkan fyrir hendi væri henni ráðstafað í orkuskipti. Orkuskiptin eru mikilvægur þáttur í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en það eru líka margar aðrar breytingar sem snúa ekki að orkumálum sem þurfa að eiga sér stað til taka almennilega á loftslagsvandanum. Þessi staðreynd er eitthvað sem stjórnvöld virðast rétt svo vera að átta sig á núna en til þessa hafa orkuskiptin verið nánast það eina sem þau einblína á. Stórauka þarf áhersluna á samdrátt í losun frá landbúnaði, ferðaþjónustu, neyslu, ósjálfbærri landnotkun og byggingariðnaðinum svo eitthvað sé nefnt. Aðkoma atvinnulífsins mikilvæg en vantar aukinn metnað Það er gríðarlega mikilvægt að atvinnulífið komi með í þessa vegferð sem við sem samfélag þurfum að ganga í gegn um á allra næstu árum til að draga hratt og örugglega úr losun gróðurhúsalofttegunda og eru nýútgefnir loftslagsvegvísar atvinnulífsins skref í rétta átt. Hins vegar vekur það athygli að áætlaður samdráttur af vegvísunum er aðeins nefndur í 3 af 11 atvinnugeirum og ekkert heildarmat á áætluðum samdrætti er lagt fram. Við söknum þess mjög í þessum vegvísum að tekið séfram hvernig hver geiri fyrir sig stefnir að því að draga úr losun sinni með tölusettum markmiðum. Þessu þarf að bæta úr strax til að hægt sé að sjá hvaða breytinga er þörf á til að ná markmiðum og skuldbindingum. Svo þarf strax að ráðast í þær breytingar. Líklegt er að geirarnir þurfi að ráðast í dýpri kerfisbreytingar heldur en núverandi loftslagsvegvísar þeirra boða. Það mun ekki duga að halda áfram “business as usual” með smá breytingum hér og þar heldur þarf mjög líklega að umbreyta heilu atvinnugreinunum til að þær geti dregið nóg úr losun og á nógu stuttum tíma. Við krefjumst þess af stjórnvöldum og atvinnulífinu að spýta í lófana og ráðast í fullnægjandi aðgerðir í öllum geirum sem eru í samræmi við samdráttinn sem þarf að eiga sér stað strax á næstu örfáu árum. Við höfum beðið lengi eftir nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda og þarf hún, ásamt uppfærðum loftslagsmarkmiðum- og aðgerðum atvinnugeirana, að koma ekki seinna en í haust. Höfundar eru formenn Landverndar og Ungra umhverfissinna.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun