Enn ein áætlunin í skúffuna Grímur Atlason skrifar 16. júní 2023 11:01 Í lok síðustu viku samþykkti Alþingi fjármálaáætlun ríkisfjármála til næstu fjögurra ára. Nokkrum dögum áður hafði sama þing samþykkt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára og var kostnaður við hana áætlaður í kringum þrjá milljarða. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætluninni. Það sorglega er að allir vissu að nær engir peningar yrðu settir í þessa áætlun. Bara hrein og tær sýndarmennska. Þetta er auðvitað afleitt en sýnir forgangsröðunina svart á hvítu: Geðheilbrigðismál eru því miður afgangsstærð og hafa verið um langt árabil - það þarf ekki annað en að horfa til aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum 2016 til 2020 til að finna sambærilegar vanefndir. Áætlanir í geðheilbrigðismálum virðast fyrst og fremst vera tímasóun og vanvirðing við okkur öll og ekki síst þau sem þurfa að takast á við geðrænar áskoranir. Afleiðingar geðrænna áskoranna eru allt um kring í samfélaginu: Fíkn, örorka, vanvirkni, skólaforðun, atvinnuleysi, fordómar, sambandsslit, brottfall úr skólum, fátækt, einangrun, jaðarsetning, ofbeldi, sjálfsskaði, ótímabær dauðsföll og svo mætti lengi telja. Nær öll okkar orka og fjármagn í geðheilbrigðismálum fer því miður í að kljást við þessar afleiðingar en nær ekkert er sett í orsakirnar. Aðgerðaáætlunin, sem samþykkt var í þinginu í síðustu viku, var skref í þá átt að vinna meira með orsakaþætti en áður hefur verið gert. Það eru því enn meiri vonbrigði að enn og aftur samþykki Alþingi ófjármagnaðar aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Fyrir nokkrum vikum var bent á nöturlegar staðreyndir í tengslum við ótímabær dauðaföll vegna sjálfskaða. Voru dauðsföll barna og ungs fólks vegna sjálfsvíga og ofskömmtunar lyfja alveg sérstaklega sláandi. Tugir einstaklinga hafa fallið fyrir eigin hendi eða vegna ofskömmtunar lyfja það sem af er ári. Til samanburðar hefur á sama tíma einn einstaklingur látist í bílslysi. Aðrar staðreyndir sem benda til þess að við séum á rangri leið er geðlyfjanotkun. Hér eru nokkur dæmi um þá uppgjöf og ráðaleysi sem virðist einkenna geðheilbrigðismálin á Íslandi: 15,7% þjóðarinnar tekur þunglyndislyf. 47% fleiri en í Svíþjóð og 127% fleiri en í Noregi. 3,5% barna á aldrinum 0 til 14 ára tekur þunglyndislyf en það er 1740% fleiri en í Danmörku og 2400% fleiri en í Noregi. 16,2% ungmenna á aldrinum 15 til 24 ára tekur þunglyndislyf en það er 318% fleiri en í Noregi og 305% fleiri en í Danmörku. Árið 2013 tóku 0,95% barna á aldrinum 6 til 17 ára svefn og róandi lyf, árið 2022 var hlutfallið 6,2%. Það er aukning upp á 551%. Árið 2013 tóku 2,5% barna á aldrinum 6 til 17 ára þunglyndislyf, árið 2022 var hlutfallið 5,3%. Það er aukning upp á 110%. Það er kominn tími á að geðheilbrigðismál verði raunverulega sett á oddinn. Að ríkisstjórn, Alþingi og sveitarstjórnir færi málaflokkinn úr afgangsflokki í forgangsflokk. Afleiðingar þess að gera ekkert og slá hlutunum endalaust á frest eru svo sannarlega farnar að bíta fast. Við verðum að bregðast við! Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku samþykkti Alþingi fjármálaáætlun ríkisfjármála til næstu fjögurra ára. Nokkrum dögum áður hafði sama þing samþykkt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára og var kostnaður við hana áætlaður í kringum þrjá milljarða. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætluninni. Það sorglega er að allir vissu að nær engir peningar yrðu settir í þessa áætlun. Bara hrein og tær sýndarmennska. Þetta er auðvitað afleitt en sýnir forgangsröðunina svart á hvítu: Geðheilbrigðismál eru því miður afgangsstærð og hafa verið um langt árabil - það þarf ekki annað en að horfa til aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum 2016 til 2020 til að finna sambærilegar vanefndir. Áætlanir í geðheilbrigðismálum virðast fyrst og fremst vera tímasóun og vanvirðing við okkur öll og ekki síst þau sem þurfa að takast á við geðrænar áskoranir. Afleiðingar geðrænna áskoranna eru allt um kring í samfélaginu: Fíkn, örorka, vanvirkni, skólaforðun, atvinnuleysi, fordómar, sambandsslit, brottfall úr skólum, fátækt, einangrun, jaðarsetning, ofbeldi, sjálfsskaði, ótímabær dauðsföll og svo mætti lengi telja. Nær öll okkar orka og fjármagn í geðheilbrigðismálum fer því miður í að kljást við þessar afleiðingar en nær ekkert er sett í orsakirnar. Aðgerðaáætlunin, sem samþykkt var í þinginu í síðustu viku, var skref í þá átt að vinna meira með orsakaþætti en áður hefur verið gert. Það eru því enn meiri vonbrigði að enn og aftur samþykki Alþingi ófjármagnaðar aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Fyrir nokkrum vikum var bent á nöturlegar staðreyndir í tengslum við ótímabær dauðaföll vegna sjálfskaða. Voru dauðsföll barna og ungs fólks vegna sjálfsvíga og ofskömmtunar lyfja alveg sérstaklega sláandi. Tugir einstaklinga hafa fallið fyrir eigin hendi eða vegna ofskömmtunar lyfja það sem af er ári. Til samanburðar hefur á sama tíma einn einstaklingur látist í bílslysi. Aðrar staðreyndir sem benda til þess að við séum á rangri leið er geðlyfjanotkun. Hér eru nokkur dæmi um þá uppgjöf og ráðaleysi sem virðist einkenna geðheilbrigðismálin á Íslandi: 15,7% þjóðarinnar tekur þunglyndislyf. 47% fleiri en í Svíþjóð og 127% fleiri en í Noregi. 3,5% barna á aldrinum 0 til 14 ára tekur þunglyndislyf en það er 1740% fleiri en í Danmörku og 2400% fleiri en í Noregi. 16,2% ungmenna á aldrinum 15 til 24 ára tekur þunglyndislyf en það er 318% fleiri en í Noregi og 305% fleiri en í Danmörku. Árið 2013 tóku 0,95% barna á aldrinum 6 til 17 ára svefn og róandi lyf, árið 2022 var hlutfallið 6,2%. Það er aukning upp á 551%. Árið 2013 tóku 2,5% barna á aldrinum 6 til 17 ára þunglyndislyf, árið 2022 var hlutfallið 5,3%. Það er aukning upp á 110%. Það er kominn tími á að geðheilbrigðismál verði raunverulega sett á oddinn. Að ríkisstjórn, Alþingi og sveitarstjórnir færi málaflokkinn úr afgangsflokki í forgangsflokk. Afleiðingar þess að gera ekkert og slá hlutunum endalaust á frest eru svo sannarlega farnar að bíta fast. Við verðum að bregðast við! Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun