Verndum vatnið okkar Sigrún Tómasdóttir og Olgeir Örlygsson skrifa 16. júní 2023 10:31 Það má segja að 16.júní sé afmælisdagur vatnsveitu í Reykjavík en þann dag árið 1909 var vatni fyrst hleypt á vatnsleiðsluna til Reykjavíkur. Lagning vatnsveitunnar var stærsta einstaka framkvæmd sem ráðist hafði verið í á þessum tíma en allt að 250 manns unnu við verkið haustið 1908 en þetta var fyrir almenna vélvæðingu. Tilkoma vatnsveitu var gríðarlegt framfaraskref fyrir borgina. Vatnsgæðum var ábótavant í þeim brunnum sem notaðir voru fyrir stofnun vatnsveitunnar og sem dæmi frá þessum tíma veiktust margir af taugaveiki í Skuggahverfi árið 1906 vegna mengaðs drykkjarvatns. Brunnarnir gáfu lítið vatn þannig að vatnsskortur var viðvarandi og orðinn takmarkandi fyrir þróun borgarinnar. Þó að vatnið úr Gvendarbrunnum, og síðar vatn úr lokuðum borholum á svæðinu, væri alla jafna af mjög góðum gæðum var það ekki gallalaust og sýndu rannsóknir að óhreinindi gætu komist í vatnið í leysingum og flóðum og vegna dýralífs og annarra athafna á svæðinu. Frá upphafi var ljóst að takmarka yrði umferð við vatnsbólin til þess að tryggja vatnsgæði þeirra. Vatnsbólin liggja í opnum og sprungnum hraunum þar sem mengun getur átt greiða leið niður í grunnvatnið. Mikilvægt skref til að tryggja vatnsgæði framtíðarinnar var stigið þegar vatnsverndarsvæði voru skilgreind utan um vatnsbólin og aðrennslissvæði þeirra árið 1967 og staðfest 1969. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna hefur síðan verið endurskoðuð nokkrum sinnum, seinast árið 2015. Vatnsnotkun ekki aukist þrátt fyrir íbúafjölgun Fá svæði geta talið sig jafn heppin og höfuðborgarsvæðið þegar það kemur að aðgengi að hreinu og góðu drykkjarvatni. Öflun heilnæms drykkjarvatns er víða erfið og kostnaðarsöm. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hve lánsöm við erum og nýtum vatnið á ábyrgan hátt. Það er skemmtilegt að segja frá því að vatnsnotkun í Reykjavík hefur ekkert aukist síðustu 15 árin þrátt fyrir töluverða íbúafjölgun. Nýleg rannsókn sýndi fram á að íbúanotkun á höfuðborgarsvæðinu af köldu vatni er um 140 lítrar á dag sem er sambærilegt við notkun í nágrannalöndum. Við förum því almennt vel með vatnið okkar og megum vera stolt af því. Á þéttbýlum svæðum er algengt að neysluvatn hafi farið í gegnum umfangsmikla, margra þrepa meðhöndlun áður en fullnægjandi gæði nást. Vatnsforði er gjarnan staðsettur mjög nærri byggð, stórum landbúnaðarsvæðum eða mengandi iðnaði. Ekki er þörf fyrir neina meðhöndlun á vatninu frá Heiðmörk almennt. Í kjölfar örverumengunar vegna leysinga árið 2018 var þó ákveðið að lýsa vatn af neðra svæði Heiðmerkur með útfjólubláu ljósi til að óvirkja örverur. Rétt er að taka fram að lýsingartæki veita enga vörn gegn efna- eða olíumengun. Nýjar áskoranir með aukinni umferð Árið 1909 voru Gvendarbrunnar í töluverðri fjarlægð frá mannabyggðum. Samhliða því sem við stækkum sem samfélag þá nálgumst við þetta dýrmæta svæði og umferð ökutækja um svæðið og í nálægð þess eykst. Mikilvægt er að vera vakandi og gera sér grein fyrir því að aukinni umferð fylgir mengunarhætta en efna- eða olíuslys gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir vatnsbólin. Þessa hættu má lágmarka með því að leggja bílnum neðan við vatnsbólin eða skilja hann eftir heima þegar útivist er stunduð í Heiðmörk. Útivist og vatnsvernd geta sannarlega farið saman. Gnægð af góðu vatni hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar og efnahag. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að passa uppá vatnsverndarsvæðin okkar, ganga vel um þau og hafa vatnsvernd sem útgangspunkt í öllum framkvæmdum og skipulagsákvörðunum til þess að þessi mikilvæga auðlind verði sama fjöregg fyrir framtíðarkynslóðir eins og hún hefur verið fyrir okkur. Sigrún Tómasdóttir er sérfræðingur í jarðvísindum hjá OR. Olgeir Örlygsson er sérfræðingur vatnsveitu í öryggi og rekstri hjá Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Umhverfismál Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Það má segja að 16.júní sé afmælisdagur vatnsveitu í Reykjavík en þann dag árið 1909 var vatni fyrst hleypt á vatnsleiðsluna til Reykjavíkur. Lagning vatnsveitunnar var stærsta einstaka framkvæmd sem ráðist hafði verið í á þessum tíma en allt að 250 manns unnu við verkið haustið 1908 en þetta var fyrir almenna vélvæðingu. Tilkoma vatnsveitu var gríðarlegt framfaraskref fyrir borgina. Vatnsgæðum var ábótavant í þeim brunnum sem notaðir voru fyrir stofnun vatnsveitunnar og sem dæmi frá þessum tíma veiktust margir af taugaveiki í Skuggahverfi árið 1906 vegna mengaðs drykkjarvatns. Brunnarnir gáfu lítið vatn þannig að vatnsskortur var viðvarandi og orðinn takmarkandi fyrir þróun borgarinnar. Þó að vatnið úr Gvendarbrunnum, og síðar vatn úr lokuðum borholum á svæðinu, væri alla jafna af mjög góðum gæðum var það ekki gallalaust og sýndu rannsóknir að óhreinindi gætu komist í vatnið í leysingum og flóðum og vegna dýralífs og annarra athafna á svæðinu. Frá upphafi var ljóst að takmarka yrði umferð við vatnsbólin til þess að tryggja vatnsgæði þeirra. Vatnsbólin liggja í opnum og sprungnum hraunum þar sem mengun getur átt greiða leið niður í grunnvatnið. Mikilvægt skref til að tryggja vatnsgæði framtíðarinnar var stigið þegar vatnsverndarsvæði voru skilgreind utan um vatnsbólin og aðrennslissvæði þeirra árið 1967 og staðfest 1969. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna hefur síðan verið endurskoðuð nokkrum sinnum, seinast árið 2015. Vatnsnotkun ekki aukist þrátt fyrir íbúafjölgun Fá svæði geta talið sig jafn heppin og höfuðborgarsvæðið þegar það kemur að aðgengi að hreinu og góðu drykkjarvatni. Öflun heilnæms drykkjarvatns er víða erfið og kostnaðarsöm. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hve lánsöm við erum og nýtum vatnið á ábyrgan hátt. Það er skemmtilegt að segja frá því að vatnsnotkun í Reykjavík hefur ekkert aukist síðustu 15 árin þrátt fyrir töluverða íbúafjölgun. Nýleg rannsókn sýndi fram á að íbúanotkun á höfuðborgarsvæðinu af köldu vatni er um 140 lítrar á dag sem er sambærilegt við notkun í nágrannalöndum. Við förum því almennt vel með vatnið okkar og megum vera stolt af því. Á þéttbýlum svæðum er algengt að neysluvatn hafi farið í gegnum umfangsmikla, margra þrepa meðhöndlun áður en fullnægjandi gæði nást. Vatnsforði er gjarnan staðsettur mjög nærri byggð, stórum landbúnaðarsvæðum eða mengandi iðnaði. Ekki er þörf fyrir neina meðhöndlun á vatninu frá Heiðmörk almennt. Í kjölfar örverumengunar vegna leysinga árið 2018 var þó ákveðið að lýsa vatn af neðra svæði Heiðmerkur með útfjólubláu ljósi til að óvirkja örverur. Rétt er að taka fram að lýsingartæki veita enga vörn gegn efna- eða olíumengun. Nýjar áskoranir með aukinni umferð Árið 1909 voru Gvendarbrunnar í töluverðri fjarlægð frá mannabyggðum. Samhliða því sem við stækkum sem samfélag þá nálgumst við þetta dýrmæta svæði og umferð ökutækja um svæðið og í nálægð þess eykst. Mikilvægt er að vera vakandi og gera sér grein fyrir því að aukinni umferð fylgir mengunarhætta en efna- eða olíuslys gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir vatnsbólin. Þessa hættu má lágmarka með því að leggja bílnum neðan við vatnsbólin eða skilja hann eftir heima þegar útivist er stunduð í Heiðmörk. Útivist og vatnsvernd geta sannarlega farið saman. Gnægð af góðu vatni hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar og efnahag. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að passa uppá vatnsverndarsvæðin okkar, ganga vel um þau og hafa vatnsvernd sem útgangspunkt í öllum framkvæmdum og skipulagsákvörðunum til þess að þessi mikilvæga auðlind verði sama fjöregg fyrir framtíðarkynslóðir eins og hún hefur verið fyrir okkur. Sigrún Tómasdóttir er sérfræðingur í jarðvísindum hjá OR. Olgeir Örlygsson er sérfræðingur vatnsveitu í öryggi og rekstri hjá Veitum.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun