Undirbúningur framkvæmda í uppnám Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2023 22:55 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Steingrímur Dúi Másson Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. Talsmaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, sem var á meðal níu kærenda, fagnar niðurstöðunni og vonar að virkjunin sé núna úr sögunni. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2: Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að leyfisveitandinn Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Undibúningur hefur auðvitað staðið mjög lengi, vandað mjög til hans og farið eftir tilmælum. Þannig það virðast hafa verið ágallar hjá Orkustofnun en við eigum eftir að kynna okkur þetta betur,“ segir Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar í samtali við fréttastofu. „Við vonum að þetta taki ekki of langan tíma. Það er ljóst að það verða seinkanir og það er slæmt þar sem það er þörf fyrir endurnýjanlegri orku í samfélaginu og svona framkvæmdir taka að minnsta kosti fjögur ár. Frekari seinkanir seinka þá því bara að það verði orka til afhendingar fyrir þau verkefni sem samfélagið vill ráðast í.“ Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. „Markmiðið var að það yrði opnað í sumar og gengið til samninga til lægstbjóðanda. Við þurfum bara að meta stöðuna en þetta mun setja þetta allt í uppnám, geri ég ráð fyrir,“ segir Hörður. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir úrskurðinn koma eins og þrumu úr heiðskíru lofti og hann væri mikil vonbrigði. Strax yrði farið í það að greina stöðuna. Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkuskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. 15. júní 2023 19:35 Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. Talsmaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, sem var á meðal níu kærenda, fagnar niðurstöðunni og vonar að virkjunin sé núna úr sögunni. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2: Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að leyfisveitandinn Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Undibúningur hefur auðvitað staðið mjög lengi, vandað mjög til hans og farið eftir tilmælum. Þannig það virðast hafa verið ágallar hjá Orkustofnun en við eigum eftir að kynna okkur þetta betur,“ segir Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar í samtali við fréttastofu. „Við vonum að þetta taki ekki of langan tíma. Það er ljóst að það verða seinkanir og það er slæmt þar sem það er þörf fyrir endurnýjanlegri orku í samfélaginu og svona framkvæmdir taka að minnsta kosti fjögur ár. Frekari seinkanir seinka þá því bara að það verði orka til afhendingar fyrir þau verkefni sem samfélagið vill ráðast í.“ Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. „Markmiðið var að það yrði opnað í sumar og gengið til samninga til lægstbjóðanda. Við þurfum bara að meta stöðuna en þetta mun setja þetta allt í uppnám, geri ég ráð fyrir,“ segir Hörður. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir úrskurðinn koma eins og þrumu úr heiðskíru lofti og hann væri mikil vonbrigði. Strax yrði farið í það að greina stöðuna.
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkuskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. 15. júní 2023 19:35 Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. 15. júní 2023 19:35
Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08