Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Landsvikjunar.
Greint var frá ákvörðun nefndarinnar í dag og hefur niðurfelling virkjunarleyfisins væntanlega þau áhrif að framkvæmdaleyfi, sem Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur samþykkt, verður einnig ógilt.
Sjá einnig: Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi
„Landsvirkjun mun leggja mat á það næstu daga hvað úrskurðurinn felur í sér og hversu mikil áhrif hann hefur á verkefnið,“ segir í tilkynningunni.
Úrskurðurinn komi á óvart „þar sem að leiðbeiningum Orkustofnunar um umsókn um virkjanaleyfi hefur verið fylgt í einu og öllu,“ eins og það er orðað. Gerir Landsvirkjun ráð fyrir því að fá frekari leiðbeiningar frá Orkustofnun um næstu skref.
„Mögulega seinkar þessi ákvörðun framkvæmdinni eitthvað. Það væru slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag sem stefnir að orkuskiptum en skortur á endurnýjanlegri orku er fyrirsjáanlegur á næstu árum.“