Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2023 13:02 Frá vinstri: Agne Petkeviciute, Guðgeir Ingi Kanneworff Steindórsson, Rúnar Pierre Heriveaux yfirkokkur á ÓX og Þráinn Freyr Vigfússon stofnandi og einn eigenda ÓX. Aðsend Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. Þráinn Freyr Vigfússon er nýkominn frá Turku, elstu borg Finnlands, þar sem matreiðslufólk í fremsta gæðaflokki fékk Michelinstjörnuna eftirsóttu. Þráinn er einn af eigendum veitingastaðanna Óx og Súmak sem standa við Laugarveg en Óx fékk í gær Michelin stjörnuna og þá mælir Michelin sérstaklega með veitingastaðnum Sumac sem þykir líka mikil áfangi í heimi matreiðslunnar. „Þetta er náttúrulega í fyrsta skipti sem við erum að fara á hátíðina með stjörnuna þannig að það er gott að fá skilaboðin. Okkur var boðið út og þá þýddi það náttúrulega að við værum að halda henni [Michelinstjörnunni]. Auðvitað var það mjög sætt og líka mikill sigur að Sumac hélt líka sínum status sem einn af þeim stöðum sem Michelin mælir með. Það er mjög sætt að báðir staðirnir séu áfram í bókinni, eins og maður segir. Þráni og matreiðslumönnum á Óx var boðið á athöfnina í Turku en matreiðslumenn nokkurra veitingastaða voru fengnir til að elda ofan í gestina og var Óx einn af þeim. „Við vorum með íslenskan rófurétt sem við erum með á matseðlinum hjá okkur á Óx.“ Lengi vel var Óx í sama húsnæði og Sumac en Óx var fluttur í nýtt húsnæði hinum megin við götuna, Laugarveg 55, í nóvember síðastliðnum. Þegar Michelinstjörnu-veitingastaðir loka eiga þeir á hættu að missa stjörnuna sína en það var öðruvísi í tilviki Óx því staðurinn lokaði raunverulega aldrei, heldur var honum skellt í lás á laugardegi á gamla staðnum og opnað á nýjum stað á miðvikudegi. „Þeir treystu því að við værum að gera þetta til að gera staðinn betri og til að gera meira upp úr upplifuninni að koma á Óx. Út frá því held ég að við höfum fengið hana í fyrra og það er gaman að nýja staðsetningin hafi haldið. Við bara stefnum á að gera betur, eins og alltaf og á hverjum degi,“ segir Þráinn einbeittur. Heilt ferðalag að snæða á Óx Þráinn lýsir upplifuninni að snæða á Óx sem ákveðnu ferðalagi. Gestir staðarins mæta við innganginn að Laugarvegi 55 og er hleypt inn eftir að bjöllu er hringt. „Þá gengur þú inn dimman gang og niður í garð og þaðan inn í stofu sem er í rauninni eins og að vera kominn aftur í tímann til ársins 1976. Þaðan er farið inn í annað rými og þá ertu kominn á Óx. Ég held að okkur hafi tekist að búa til umhverfi sem er eftirminnilegt fyrir alla sem koma til okkar en númer eitt, tvö og þrjú snýst þetta alltaf um matinn. Við erum alltaf að reyna að gera betur og búa til nýtt bragð sem mun lifa í minni gestanna.“ Matur Veitingastaðir Menning Michelin Reykjavík Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Koks hélt tveimur Michelin-stjörnum eftir flutninginn til Grænlands Færeyski veitingastaðurinn Koks, sem starfræktur er tímabundið í Ilimanaq, suður af Ilulissat á Grænlandi, heldur tveimur Michelin-stjörnum sínum. 13. júní 2023 10:39 Moss í Grindavík fær Michelin stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. 12. júní 2023 16:48 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Þráinn Freyr Vigfússon er nýkominn frá Turku, elstu borg Finnlands, þar sem matreiðslufólk í fremsta gæðaflokki fékk Michelinstjörnuna eftirsóttu. Þráinn er einn af eigendum veitingastaðanna Óx og Súmak sem standa við Laugarveg en Óx fékk í gær Michelin stjörnuna og þá mælir Michelin sérstaklega með veitingastaðnum Sumac sem þykir líka mikil áfangi í heimi matreiðslunnar. „Þetta er náttúrulega í fyrsta skipti sem við erum að fara á hátíðina með stjörnuna þannig að það er gott að fá skilaboðin. Okkur var boðið út og þá þýddi það náttúrulega að við værum að halda henni [Michelinstjörnunni]. Auðvitað var það mjög sætt og líka mikill sigur að Sumac hélt líka sínum status sem einn af þeim stöðum sem Michelin mælir með. Það er mjög sætt að báðir staðirnir séu áfram í bókinni, eins og maður segir. Þráni og matreiðslumönnum á Óx var boðið á athöfnina í Turku en matreiðslumenn nokkurra veitingastaða voru fengnir til að elda ofan í gestina og var Óx einn af þeim. „Við vorum með íslenskan rófurétt sem við erum með á matseðlinum hjá okkur á Óx.“ Lengi vel var Óx í sama húsnæði og Sumac en Óx var fluttur í nýtt húsnæði hinum megin við götuna, Laugarveg 55, í nóvember síðastliðnum. Þegar Michelinstjörnu-veitingastaðir loka eiga þeir á hættu að missa stjörnuna sína en það var öðruvísi í tilviki Óx því staðurinn lokaði raunverulega aldrei, heldur var honum skellt í lás á laugardegi á gamla staðnum og opnað á nýjum stað á miðvikudegi. „Þeir treystu því að við værum að gera þetta til að gera staðinn betri og til að gera meira upp úr upplifuninni að koma á Óx. Út frá því held ég að við höfum fengið hana í fyrra og það er gaman að nýja staðsetningin hafi haldið. Við bara stefnum á að gera betur, eins og alltaf og á hverjum degi,“ segir Þráinn einbeittur. Heilt ferðalag að snæða á Óx Þráinn lýsir upplifuninni að snæða á Óx sem ákveðnu ferðalagi. Gestir staðarins mæta við innganginn að Laugarvegi 55 og er hleypt inn eftir að bjöllu er hringt. „Þá gengur þú inn dimman gang og niður í garð og þaðan inn í stofu sem er í rauninni eins og að vera kominn aftur í tímann til ársins 1976. Þaðan er farið inn í annað rými og þá ertu kominn á Óx. Ég held að okkur hafi tekist að búa til umhverfi sem er eftirminnilegt fyrir alla sem koma til okkar en númer eitt, tvö og þrjú snýst þetta alltaf um matinn. Við erum alltaf að reyna að gera betur og búa til nýtt bragð sem mun lifa í minni gestanna.“
Matur Veitingastaðir Menning Michelin Reykjavík Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Koks hélt tveimur Michelin-stjörnum eftir flutninginn til Grænlands Færeyski veitingastaðurinn Koks, sem starfræktur er tímabundið í Ilimanaq, suður af Ilulissat á Grænlandi, heldur tveimur Michelin-stjörnum sínum. 13. júní 2023 10:39 Moss í Grindavík fær Michelin stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. 12. júní 2023 16:48 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Koks hélt tveimur Michelin-stjörnum eftir flutninginn til Grænlands Færeyski veitingastaðurinn Koks, sem starfræktur er tímabundið í Ilimanaq, suður af Ilulissat á Grænlandi, heldur tveimur Michelin-stjörnum sínum. 13. júní 2023 10:39
Moss í Grindavík fær Michelin stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. 12. júní 2023 16:48