Ferðaþjónustan og stöðugleikinn Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 13. júní 2023 09:00 Árið 2012 komu hingað til lands um 650 þúsund ferðamenn. Þeim hafði fjölgað svo hratt árin á undan að ferðaþjónustan leitaði ráða hjá Boston Consulting Group um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Hinir erlendu ráðgjafar töldu að hingað gætu komið 1,5 milljónir ferðamanna árið 2023 en lögðu fram viðvörunarorð um margt þurfi að laga til að taka á móti slíkum fjölda. Bæta þyrfti innviði, byggja þyrfti upp nýja áfangastaði og afla þyrfti tekna frá atvinnugreinni. Einn ráðgjafanna varaði Íslendinga við að láta græðgi og skammtímasjónarmið ráða för og stefna að of hraðri fjölgun ferðamanna. Svo virðist sem ráðgjafarnir hafi talað fyrir daufum eyrum. Fáeinum árum eftir skýrslu ráðgjafanna, komu hingað 2,2 milljónir ferðamanna með tilheyrandi álagi á innviði. Jafnframt var ekki ráðist í almenna gjaldtöku í greininni enda voru fyrirtæki í ferðaþjónustu því alfarið mótfallin. Ferðaþjónustan þensluvaldur í hagkerfinu Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Á síðasta ári fluttu til landsins yfir 10 þúsund manns til að starfa á vinnumarkaði á sama tíma og mikill skortur er á húsnæði hér á landi. Mikil fjölgun ferðamanna hefur veruleg áhrif á hagkerfið, Seðlabankinn metur að vextir þurfi að verða enn hærri ef fjölgun ferðamanna verður umfram þeirra grunnsviðsmynd. Ef horft er á metnaðarfull áform Isavia, má búast við að áframhaldandi fjölgun á næstu árum. Er óeðlilegt að spurt sé, þola innviðir viðvarandi vöxt í fjölda ferðamanna? Er eðlilegt að greinin búi við skattalegar ívilnanir og að ferðamenn greiði ekki komugjald inn í landið? Verkalýðshreyfingin þekkir vel neikvæð áhrif hraðrar aukningar ferðamanna. Í rannsókn hagdeildar ASÍ frá árinu 2019 mátti sjá að helmingur krafna vegna launaþjófnaðar voru tengdar ferðaþjónustu. Störf í ferðaþjónustu eru gjarnan lægra launuð ásamt því að vera líklegri til að vera hlutastörf eða tímabundin störf. Hröð fólksfjölgun hefur ýtt undir óleyfisbúsetu hér á landi þar sem stór hópur býr við slæman húsakost. Ferðaþjónustan dró hagkerfið úr fjármálahruninu Það er staðreynd að ferðaþjónustan átti stóran þátt í að draga íslenskt hagkerfi hratt úr fjármálahruninu. Hún jók útflutningstekjur og skapaði fjölda nýrra og fjölbreyttra starfa um allt land. Það er einnig óumdeilt að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar hefur haft í för með sér ýmsa vaxtaverki og neikvæð hliðaráhrif. Forystufólk Samtaka Ferðaþjónustunnar lítur því miður á að þeir sem bendi á þessar staðreyndir séu að finna ferðaþjónustu allt til foráttu. Óháð því er nauðsynlegt að tekin sé umræða um framtíð ferðaþjónustunnar og áhrif hennar á vinnumarkaði og hagkerfið í heild. Ísland á að taka á móti ferðamönnum og þeim sem hingað koma til að starfa í greininni. Ísland á að hins vegar að gera það vel. Of hraður vöxtur einnar atvinnugreinar getur aukið áhættu þjóðarbúsins. Það er hvorki atvinnugreininni né Íslandi til góða að innviðir standi ekki undir fjölda ferðamanna. Það er heldur ekki ásættanlegt að launafólk í greininni geti ekki búið við góðan húsakost og góð starfsskilyrði. Ferðaþjónustan á að vaxa og dafna en pössum að hafa viðvörunarorð hinna erlendu ráðgjafa í huga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kjaramál ASÍ Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 komu hingað til lands um 650 þúsund ferðamenn. Þeim hafði fjölgað svo hratt árin á undan að ferðaþjónustan leitaði ráða hjá Boston Consulting Group um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Hinir erlendu ráðgjafar töldu að hingað gætu komið 1,5 milljónir ferðamanna árið 2023 en lögðu fram viðvörunarorð um margt þurfi að laga til að taka á móti slíkum fjölda. Bæta þyrfti innviði, byggja þyrfti upp nýja áfangastaði og afla þyrfti tekna frá atvinnugreinni. Einn ráðgjafanna varaði Íslendinga við að láta græðgi og skammtímasjónarmið ráða för og stefna að of hraðri fjölgun ferðamanna. Svo virðist sem ráðgjafarnir hafi talað fyrir daufum eyrum. Fáeinum árum eftir skýrslu ráðgjafanna, komu hingað 2,2 milljónir ferðamanna með tilheyrandi álagi á innviði. Jafnframt var ekki ráðist í almenna gjaldtöku í greininni enda voru fyrirtæki í ferðaþjónustu því alfarið mótfallin. Ferðaþjónustan þensluvaldur í hagkerfinu Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Á síðasta ári fluttu til landsins yfir 10 þúsund manns til að starfa á vinnumarkaði á sama tíma og mikill skortur er á húsnæði hér á landi. Mikil fjölgun ferðamanna hefur veruleg áhrif á hagkerfið, Seðlabankinn metur að vextir þurfi að verða enn hærri ef fjölgun ferðamanna verður umfram þeirra grunnsviðsmynd. Ef horft er á metnaðarfull áform Isavia, má búast við að áframhaldandi fjölgun á næstu árum. Er óeðlilegt að spurt sé, þola innviðir viðvarandi vöxt í fjölda ferðamanna? Er eðlilegt að greinin búi við skattalegar ívilnanir og að ferðamenn greiði ekki komugjald inn í landið? Verkalýðshreyfingin þekkir vel neikvæð áhrif hraðrar aukningar ferðamanna. Í rannsókn hagdeildar ASÍ frá árinu 2019 mátti sjá að helmingur krafna vegna launaþjófnaðar voru tengdar ferðaþjónustu. Störf í ferðaþjónustu eru gjarnan lægra launuð ásamt því að vera líklegri til að vera hlutastörf eða tímabundin störf. Hröð fólksfjölgun hefur ýtt undir óleyfisbúsetu hér á landi þar sem stór hópur býr við slæman húsakost. Ferðaþjónustan dró hagkerfið úr fjármálahruninu Það er staðreynd að ferðaþjónustan átti stóran þátt í að draga íslenskt hagkerfi hratt úr fjármálahruninu. Hún jók útflutningstekjur og skapaði fjölda nýrra og fjölbreyttra starfa um allt land. Það er einnig óumdeilt að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar hefur haft í för með sér ýmsa vaxtaverki og neikvæð hliðaráhrif. Forystufólk Samtaka Ferðaþjónustunnar lítur því miður á að þeir sem bendi á þessar staðreyndir séu að finna ferðaþjónustu allt til foráttu. Óháð því er nauðsynlegt að tekin sé umræða um framtíð ferðaþjónustunnar og áhrif hennar á vinnumarkaði og hagkerfið í heild. Ísland á að taka á móti ferðamönnum og þeim sem hingað koma til að starfa í greininni. Ísland á að hins vegar að gera það vel. Of hraður vöxtur einnar atvinnugreinar getur aukið áhættu þjóðarbúsins. Það er hvorki atvinnugreininni né Íslandi til góða að innviðir standi ekki undir fjölda ferðamanna. Það er heldur ekki ásættanlegt að launafólk í greininni geti ekki búið við góðan húsakost og góð starfsskilyrði. Ferðaþjónustan á að vaxa og dafna en pössum að hafa viðvörunarorð hinna erlendu ráðgjafa í huga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun