Ferðaþjónustan og stöðugleikinn Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 13. júní 2023 09:00 Árið 2012 komu hingað til lands um 650 þúsund ferðamenn. Þeim hafði fjölgað svo hratt árin á undan að ferðaþjónustan leitaði ráða hjá Boston Consulting Group um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Hinir erlendu ráðgjafar töldu að hingað gætu komið 1,5 milljónir ferðamanna árið 2023 en lögðu fram viðvörunarorð um margt þurfi að laga til að taka á móti slíkum fjölda. Bæta þyrfti innviði, byggja þyrfti upp nýja áfangastaði og afla þyrfti tekna frá atvinnugreinni. Einn ráðgjafanna varaði Íslendinga við að láta græðgi og skammtímasjónarmið ráða för og stefna að of hraðri fjölgun ferðamanna. Svo virðist sem ráðgjafarnir hafi talað fyrir daufum eyrum. Fáeinum árum eftir skýrslu ráðgjafanna, komu hingað 2,2 milljónir ferðamanna með tilheyrandi álagi á innviði. Jafnframt var ekki ráðist í almenna gjaldtöku í greininni enda voru fyrirtæki í ferðaþjónustu því alfarið mótfallin. Ferðaþjónustan þensluvaldur í hagkerfinu Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Á síðasta ári fluttu til landsins yfir 10 þúsund manns til að starfa á vinnumarkaði á sama tíma og mikill skortur er á húsnæði hér á landi. Mikil fjölgun ferðamanna hefur veruleg áhrif á hagkerfið, Seðlabankinn metur að vextir þurfi að verða enn hærri ef fjölgun ferðamanna verður umfram þeirra grunnsviðsmynd. Ef horft er á metnaðarfull áform Isavia, má búast við að áframhaldandi fjölgun á næstu árum. Er óeðlilegt að spurt sé, þola innviðir viðvarandi vöxt í fjölda ferðamanna? Er eðlilegt að greinin búi við skattalegar ívilnanir og að ferðamenn greiði ekki komugjald inn í landið? Verkalýðshreyfingin þekkir vel neikvæð áhrif hraðrar aukningar ferðamanna. Í rannsókn hagdeildar ASÍ frá árinu 2019 mátti sjá að helmingur krafna vegna launaþjófnaðar voru tengdar ferðaþjónustu. Störf í ferðaþjónustu eru gjarnan lægra launuð ásamt því að vera líklegri til að vera hlutastörf eða tímabundin störf. Hröð fólksfjölgun hefur ýtt undir óleyfisbúsetu hér á landi þar sem stór hópur býr við slæman húsakost. Ferðaþjónustan dró hagkerfið úr fjármálahruninu Það er staðreynd að ferðaþjónustan átti stóran þátt í að draga íslenskt hagkerfi hratt úr fjármálahruninu. Hún jók útflutningstekjur og skapaði fjölda nýrra og fjölbreyttra starfa um allt land. Það er einnig óumdeilt að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar hefur haft í för með sér ýmsa vaxtaverki og neikvæð hliðaráhrif. Forystufólk Samtaka Ferðaþjónustunnar lítur því miður á að þeir sem bendi á þessar staðreyndir séu að finna ferðaþjónustu allt til foráttu. Óháð því er nauðsynlegt að tekin sé umræða um framtíð ferðaþjónustunnar og áhrif hennar á vinnumarkaði og hagkerfið í heild. Ísland á að taka á móti ferðamönnum og þeim sem hingað koma til að starfa í greininni. Ísland á að hins vegar að gera það vel. Of hraður vöxtur einnar atvinnugreinar getur aukið áhættu þjóðarbúsins. Það er hvorki atvinnugreininni né Íslandi til góða að innviðir standi ekki undir fjölda ferðamanna. Það er heldur ekki ásættanlegt að launafólk í greininni geti ekki búið við góðan húsakost og góð starfsskilyrði. Ferðaþjónustan á að vaxa og dafna en pössum að hafa viðvörunarorð hinna erlendu ráðgjafa í huga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kjaramál ASÍ Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 komu hingað til lands um 650 þúsund ferðamenn. Þeim hafði fjölgað svo hratt árin á undan að ferðaþjónustan leitaði ráða hjá Boston Consulting Group um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Hinir erlendu ráðgjafar töldu að hingað gætu komið 1,5 milljónir ferðamanna árið 2023 en lögðu fram viðvörunarorð um margt þurfi að laga til að taka á móti slíkum fjölda. Bæta þyrfti innviði, byggja þyrfti upp nýja áfangastaði og afla þyrfti tekna frá atvinnugreinni. Einn ráðgjafanna varaði Íslendinga við að láta græðgi og skammtímasjónarmið ráða för og stefna að of hraðri fjölgun ferðamanna. Svo virðist sem ráðgjafarnir hafi talað fyrir daufum eyrum. Fáeinum árum eftir skýrslu ráðgjafanna, komu hingað 2,2 milljónir ferðamanna með tilheyrandi álagi á innviði. Jafnframt var ekki ráðist í almenna gjaldtöku í greininni enda voru fyrirtæki í ferðaþjónustu því alfarið mótfallin. Ferðaþjónustan þensluvaldur í hagkerfinu Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Á síðasta ári fluttu til landsins yfir 10 þúsund manns til að starfa á vinnumarkaði á sama tíma og mikill skortur er á húsnæði hér á landi. Mikil fjölgun ferðamanna hefur veruleg áhrif á hagkerfið, Seðlabankinn metur að vextir þurfi að verða enn hærri ef fjölgun ferðamanna verður umfram þeirra grunnsviðsmynd. Ef horft er á metnaðarfull áform Isavia, má búast við að áframhaldandi fjölgun á næstu árum. Er óeðlilegt að spurt sé, þola innviðir viðvarandi vöxt í fjölda ferðamanna? Er eðlilegt að greinin búi við skattalegar ívilnanir og að ferðamenn greiði ekki komugjald inn í landið? Verkalýðshreyfingin þekkir vel neikvæð áhrif hraðrar aukningar ferðamanna. Í rannsókn hagdeildar ASÍ frá árinu 2019 mátti sjá að helmingur krafna vegna launaþjófnaðar voru tengdar ferðaþjónustu. Störf í ferðaþjónustu eru gjarnan lægra launuð ásamt því að vera líklegri til að vera hlutastörf eða tímabundin störf. Hröð fólksfjölgun hefur ýtt undir óleyfisbúsetu hér á landi þar sem stór hópur býr við slæman húsakost. Ferðaþjónustan dró hagkerfið úr fjármálahruninu Það er staðreynd að ferðaþjónustan átti stóran þátt í að draga íslenskt hagkerfi hratt úr fjármálahruninu. Hún jók útflutningstekjur og skapaði fjölda nýrra og fjölbreyttra starfa um allt land. Það er einnig óumdeilt að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar hefur haft í för með sér ýmsa vaxtaverki og neikvæð hliðaráhrif. Forystufólk Samtaka Ferðaþjónustunnar lítur því miður á að þeir sem bendi á þessar staðreyndir séu að finna ferðaþjónustu allt til foráttu. Óháð því er nauðsynlegt að tekin sé umræða um framtíð ferðaþjónustunnar og áhrif hennar á vinnumarkaði og hagkerfið í heild. Ísland á að taka á móti ferðamönnum og þeim sem hingað koma til að starfa í greininni. Ísland á að hins vegar að gera það vel. Of hraður vöxtur einnar atvinnugreinar getur aukið áhættu þjóðarbúsins. Það er hvorki atvinnugreininni né Íslandi til góða að innviðir standi ekki undir fjölda ferðamanna. Það er heldur ekki ásættanlegt að launafólk í greininni geti ekki búið við góðan húsakost og góð starfsskilyrði. Ferðaþjónustan á að vaxa og dafna en pössum að hafa viðvörunarorð hinna erlendu ráðgjafa í huga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun