Aukið afhendingaröryggi og ný tækifæri til atvinnuuppbyggingar Anna Sigga Lúðvíksdóttir skrifar 12. júní 2023 13:30 Holtavörðuheiðarlína 3, línan sem liggja mun frá Blöndu að Holtavörðuheiði, er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu byggðalínunnar og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Fyrirhugað er að byggja nýtt 220 kV tengivirki á Holtavörðuheiði. Ekki er búið að ákveða línuleiðina en valkostir eru settir fram í matsáætlun sem nú er í kynningu hjá Skipulagsstofnun og er kynningarfrestur til 14. júlí. Meginmarkmið með byggingu línunnar er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum, atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggða. Nú þegar höfum við hjá Landsneti tekið í notkun tvær línur sem tilheyra nýrri kynslóð, þ.e. Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3. Ásamt þeim eru tvær aðrar í undirbúningi, Blöndulína 3 og Holtavörðuheiðarlína 1. Með línunum sem þegar eru komnar í rekstur og þeim sem eru í undirbúningi verður til afkastamikil 220 kV tenging frá Austurlandi, norður fyrir og að Suðurlandi og út á Suðurnes. Mun sú tenging auka afhendingargetu á landsvísu, bæta nýtingu núverandi virkjana og vatnasvæða og skapa þannig tækifæri á atvinnuuppbyggingu og innleiðingu orkuskipta um landið allt. Margir valkostir í umhverfismat Matsáætlun fyrir umhverfismat línunnar fjallar um það hvernig á að standa að umhverfismatinu og greinir frá öllum valkostum sem verða rannsakaðir og í framhaldinu bornir saman m.t.t. umhverfisáhrifa. Þrír megin valkostir eru lagðir til í matsáætlun ásamt minniháttar útfærslum hvers þeirra. Einn valkosturinn fer meðfram núverandi línuleið byggðalínunnar, frá Hrútafirði, að Laxárvatni og þaðan að Blönduvirkjun, en sá valkostur fer frá fyrirhuguðu nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tveir valkostir eru þvert yfir heiðarnar á milli Holtavörðuheiðar og Blöndu. Í sumar munu því á svæðinu fara fram viðamestu rannsóknir sem Landsnet hefur lagt í hingað til. Kílómetrarnir sem þarf að fara um til rannsókna eru margir, eða um 330 km talsins, og er stór hluti af svæðinu torfær. Rannsaka þarf umhverfisþætti eins og gróðurfar, vatnalíf og fugla. Einnig verða gerðar rannsóknir á fornleifum og gerðar greiningar á landbúnaði, landslagi, víðernum og ferðaþjónustu. Hægt er sjá valkostina sem um ræðir á kortasjá verkefnis á www.landsnet.is . Verkefnið heitir „Holtavörðuheiði-Blanda“. Samtal og kynningafundir Við hjá Landsneti höfum átt í góðu samtali við hagaðila á svæðinu í vetur; sveitarfélögin, landeigendur og verkefnaráð línunnar. Verkefnaráð er samansett af hagaðilum af svæðinu eins og veiðifélögum, afréttarfélögun, samtökum sveitarfélaga, atvinnusamtökum, ferðaþjónustufyrirtækjum, fræðasamfélaginu o.fl. Kynningarfundir á verkefninu hafa verið haldnir ásamt vinnustofum um valkosti. Margar góðar hugmyndir komu fram á vinnustofunum og gagnlegar umræður. Að vinnustofum loknum voru allar hugmyndir um mögulega valkosti sem komu fram teknar saman og helstu áskoranir og ávinningur þeirra greindar. Við þessa valkostagreiningu lögðum við til grundvallar viðmið og byggt á þeim voru valkostunum gefnar einkunnir. Að því loknu fékkst niðurstaða um það hvaða línuleiðavalkostir ætlunin er að meta í umhverfismati. Nánar má kynna sér þróun og hvernig komist var að niðurstöðu um valkosti í matsáætluninni og á heimasíðu Landsnets. Niðurstöður valkostagreiningar voru kynntar í mars á opnum fundi á Laugarbakka og Blönduósi. Mikil bót fyrir nærsamfélagið Með þessari nýju tengingu munu skapast mikil tækifæri fyrir íbúa á áhrifasvæði línunnar, aukið framboð af raforku fyrir orkuskipti ásamt tækifæri til að byggja upp nýja atvinnustarfsemi. Núverandi línur munu standa áfram og fá þá nýtt hlutverk sem svæðisbundið flutningskerfi. Það gerir það að verkum að afhendingargeta raforku á svæðinu frá Hrútatungu að Blönduósi mun aukast mikið frá því sem nú er en í núverandi kerfi er ekki mögulegt að bæta við raforkunotkun sem neinu nemur. Við hjá Landsneti þökkum öllum sem hafa tekið þátt í samtalinu, hlökkum til frekara samtals og viljum hvetja öll sem láta sig þetta mikilvæga verkefni varða til að mæta á kynningarfundi, senda inn umsagnir við matsáætlun og skrá sig á póstlista verkefnis. Höfundur er verkefnastjóri undirbúnings fjárfestingaverka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Holtavörðuheiðarlína 3, línan sem liggja mun frá Blöndu að Holtavörðuheiði, er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu byggðalínunnar og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Fyrirhugað er að byggja nýtt 220 kV tengivirki á Holtavörðuheiði. Ekki er búið að ákveða línuleiðina en valkostir eru settir fram í matsáætlun sem nú er í kynningu hjá Skipulagsstofnun og er kynningarfrestur til 14. júlí. Meginmarkmið með byggingu línunnar er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum, atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggða. Nú þegar höfum við hjá Landsneti tekið í notkun tvær línur sem tilheyra nýrri kynslóð, þ.e. Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3. Ásamt þeim eru tvær aðrar í undirbúningi, Blöndulína 3 og Holtavörðuheiðarlína 1. Með línunum sem þegar eru komnar í rekstur og þeim sem eru í undirbúningi verður til afkastamikil 220 kV tenging frá Austurlandi, norður fyrir og að Suðurlandi og út á Suðurnes. Mun sú tenging auka afhendingargetu á landsvísu, bæta nýtingu núverandi virkjana og vatnasvæða og skapa þannig tækifæri á atvinnuuppbyggingu og innleiðingu orkuskipta um landið allt. Margir valkostir í umhverfismat Matsáætlun fyrir umhverfismat línunnar fjallar um það hvernig á að standa að umhverfismatinu og greinir frá öllum valkostum sem verða rannsakaðir og í framhaldinu bornir saman m.t.t. umhverfisáhrifa. Þrír megin valkostir eru lagðir til í matsáætlun ásamt minniháttar útfærslum hvers þeirra. Einn valkosturinn fer meðfram núverandi línuleið byggðalínunnar, frá Hrútafirði, að Laxárvatni og þaðan að Blönduvirkjun, en sá valkostur fer frá fyrirhuguðu nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tveir valkostir eru þvert yfir heiðarnar á milli Holtavörðuheiðar og Blöndu. Í sumar munu því á svæðinu fara fram viðamestu rannsóknir sem Landsnet hefur lagt í hingað til. Kílómetrarnir sem þarf að fara um til rannsókna eru margir, eða um 330 km talsins, og er stór hluti af svæðinu torfær. Rannsaka þarf umhverfisþætti eins og gróðurfar, vatnalíf og fugla. Einnig verða gerðar rannsóknir á fornleifum og gerðar greiningar á landbúnaði, landslagi, víðernum og ferðaþjónustu. Hægt er sjá valkostina sem um ræðir á kortasjá verkefnis á www.landsnet.is . Verkefnið heitir „Holtavörðuheiði-Blanda“. Samtal og kynningafundir Við hjá Landsneti höfum átt í góðu samtali við hagaðila á svæðinu í vetur; sveitarfélögin, landeigendur og verkefnaráð línunnar. Verkefnaráð er samansett af hagaðilum af svæðinu eins og veiðifélögum, afréttarfélögun, samtökum sveitarfélaga, atvinnusamtökum, ferðaþjónustufyrirtækjum, fræðasamfélaginu o.fl. Kynningarfundir á verkefninu hafa verið haldnir ásamt vinnustofum um valkosti. Margar góðar hugmyndir komu fram á vinnustofunum og gagnlegar umræður. Að vinnustofum loknum voru allar hugmyndir um mögulega valkosti sem komu fram teknar saman og helstu áskoranir og ávinningur þeirra greindar. Við þessa valkostagreiningu lögðum við til grundvallar viðmið og byggt á þeim voru valkostunum gefnar einkunnir. Að því loknu fékkst niðurstaða um það hvaða línuleiðavalkostir ætlunin er að meta í umhverfismati. Nánar má kynna sér þróun og hvernig komist var að niðurstöðu um valkosti í matsáætluninni og á heimasíðu Landsnets. Niðurstöður valkostagreiningar voru kynntar í mars á opnum fundi á Laugarbakka og Blönduósi. Mikil bót fyrir nærsamfélagið Með þessari nýju tengingu munu skapast mikil tækifæri fyrir íbúa á áhrifasvæði línunnar, aukið framboð af raforku fyrir orkuskipti ásamt tækifæri til að byggja upp nýja atvinnustarfsemi. Núverandi línur munu standa áfram og fá þá nýtt hlutverk sem svæðisbundið flutningskerfi. Það gerir það að verkum að afhendingargeta raforku á svæðinu frá Hrútatungu að Blönduósi mun aukast mikið frá því sem nú er en í núverandi kerfi er ekki mögulegt að bæta við raforkunotkun sem neinu nemur. Við hjá Landsneti þökkum öllum sem hafa tekið þátt í samtalinu, hlökkum til frekara samtals og viljum hvetja öll sem láta sig þetta mikilvæga verkefni varða til að mæta á kynningarfundi, senda inn umsagnir við matsáætlun og skrá sig á póstlista verkefnis. Höfundur er verkefnastjóri undirbúnings fjárfestingaverka.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar