Flutt inn í smáhýsin í Laugardal á næstu dögum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júní 2023 11:49 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að mörg handtök þurfi til að koma hýsunum í gagnið. Vísir/Arnar/Vilhelm Búið er að úthluta fimm smáhýsum í Laugardal til heimilislausra í Reykjavík. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir þann langa tíma sem húsin stóðu auð en formaður velferðarráðs segir það hafa tekið eðlilegan tíma að úthluta hýsunum. Smáhýsi sem reist voru fyrr á árinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík hafa staðið auð síðan undir lok febrúar. Fyrir helgi var þeim úthlutað til fimm heimilislausra einstaklinga sem fá tilkynningu um nýja húsnæðið þeirra seinna í vikunni. Smáhýsin hafa verið í deiglunni síðustu daga þar sem heimilislausum fannst tíminn sem leið frá því að þau voru reist og þar til þau voru orðin íbúðarhæf ansi langur. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera ansi ánægjulegt að geta afhent fólki hýsin og segist skilja það að fólk hafi verið orðið ansi óþreyjufullt þrátt fyrir að hún telji að þetta hafi allt tekið ansi eðlilegan tíma. „Ég skil vel að fólk sé óþreyjufullt, það erum við öll. Það verður ótrúlega gaman að sjá einhvern flytja þarna inn og vonandi eignast nýtt tækifæri til að eiga heimili,“ segir Heiða Björg. Fimm einstaklingar munu flytja inn í hýsin og fækkar þá á fimmtíu manna biðlista borgarinnar yfir fólk án heimilis. Heiða segir áhugann á hýsunum í Laugardal hafa verið frekar mikinn. „Við höfum ekki oft fundið fyrir svona miklum áhuga á ákveðinni staðsetningu sem sannfærir okkur um að þessi staðsetning er góð og hugnast fólki sem er í þessari stöðu. Þannig við erum mjög spennt að sjá hvernig þetta gengur. Frá áramótum höfum við úthlutað fjórtán manns. Þannig núna bætast þessir fimm við. Það hefur aðeins fækkað á biðlistanum og við sjáum það líka sem ákveðinn árangur. En auðvitað er fimmtíu mikið. Fimmtíu manns sem bíða eftir húsnæði er fimmtíu manns of mikið,“ segir Heiða Björg. Á dagskrá borgarinnar er að reisa enn fleiri hýsi. „Það er komin staðsetning fyrir öll húsin og vel yfir helmingur þeirra er nú þegar risin og verið flutt inn í þau. Það gengur bara býsna vel. Þau eru dreifð um borgina. Kannski á minna áberandi stöðum en akkúrat þessi hús sem eru á frekar fjölförnum stað. En það er mismunandi sem hentar hverjum. Það eru hús bæði í austurhluta borgarinnar, vesturhluta og í kringum Laugardalinn. Önnur hús sem hafa gengið bara prýðilega,“ segir Heiða Björg. Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15. febrúar 2023 08:00 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Smáhýsi sem reist voru fyrr á árinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík hafa staðið auð síðan undir lok febrúar. Fyrir helgi var þeim úthlutað til fimm heimilislausra einstaklinga sem fá tilkynningu um nýja húsnæðið þeirra seinna í vikunni. Smáhýsin hafa verið í deiglunni síðustu daga þar sem heimilislausum fannst tíminn sem leið frá því að þau voru reist og þar til þau voru orðin íbúðarhæf ansi langur. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera ansi ánægjulegt að geta afhent fólki hýsin og segist skilja það að fólk hafi verið orðið ansi óþreyjufullt þrátt fyrir að hún telji að þetta hafi allt tekið ansi eðlilegan tíma. „Ég skil vel að fólk sé óþreyjufullt, það erum við öll. Það verður ótrúlega gaman að sjá einhvern flytja þarna inn og vonandi eignast nýtt tækifæri til að eiga heimili,“ segir Heiða Björg. Fimm einstaklingar munu flytja inn í hýsin og fækkar þá á fimmtíu manna biðlista borgarinnar yfir fólk án heimilis. Heiða segir áhugann á hýsunum í Laugardal hafa verið frekar mikinn. „Við höfum ekki oft fundið fyrir svona miklum áhuga á ákveðinni staðsetningu sem sannfærir okkur um að þessi staðsetning er góð og hugnast fólki sem er í þessari stöðu. Þannig við erum mjög spennt að sjá hvernig þetta gengur. Frá áramótum höfum við úthlutað fjórtán manns. Þannig núna bætast þessir fimm við. Það hefur aðeins fækkað á biðlistanum og við sjáum það líka sem ákveðinn árangur. En auðvitað er fimmtíu mikið. Fimmtíu manns sem bíða eftir húsnæði er fimmtíu manns of mikið,“ segir Heiða Björg. Á dagskrá borgarinnar er að reisa enn fleiri hýsi. „Það er komin staðsetning fyrir öll húsin og vel yfir helmingur þeirra er nú þegar risin og verið flutt inn í þau. Það gengur bara býsna vel. Þau eru dreifð um borgina. Kannski á minna áberandi stöðum en akkúrat þessi hús sem eru á frekar fjölförnum stað. En það er mismunandi sem hentar hverjum. Það eru hús bæði í austurhluta borgarinnar, vesturhluta og í kringum Laugardalinn. Önnur hús sem hafa gengið bara prýðilega,“ segir Heiða Björg.
Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15. febrúar 2023 08:00 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15. febrúar 2023 08:00
Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01