Myndaveisla: Mögnuð tilþrif á meistaramótinu í götubolta Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júní 2023 10:58 Það var mikið í húfi á Klambratúni um helgina. Anton Brink Íslandsmeistaramótið í götubolta í boði X-ins 977 fór fram um helgina á Klambratúni í Reykjavík. Tuttugu lið tóku þátt og spiluðu upp á verðlaunafé sem samtals nam 242 þúsund krónum. Búið var að lofa sólskini á laugardag og fór því um marga þegar fyrstu leikirnir fóru fram í skúrum. Fljótlega rættist úr veðurspánni og sólin skein á keppendur það sem eftir lifði móts. Mikið var um falleg tilþrif en sömuleiðis eitthvað um bellibrögð hjá leikmönnum, enda fleira leyfilegt í götubolta en hefðbundnum körfubolta. Tómas Steindórsson, útvarpsmaður og körfuboltasérfræðingur, stjórnaði mótinu með tryggri hendi og að hætti X-ins var spilað undir þungarokkstónlist. „Þetta gekk mjög vel, veðrið lék við okkur og leikmenn létu ekki kappið bera fegurðina ofurliði,“ sagði Tómas í stuttu samtali við Vísi að móti loknu. Svo fór að liðið Hoops I did it again sigraði mótið nokkuð örugglega eftir sigur á Fasteignafélaginu, sem lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti varð liðið Subway sem hafði betur gegn Kokkalandsliðinu í leik um þriðja sætið. Hér að neðan má sjá myndir frá mótinu. Sigurvegararnir, Hoops I did it again.Anton Brink Tómas Steindórsson lagði línurnar fyrir leikmenn; sókn dæmir, „make it, take it“, fyrsta lið upp í ellefu vinnur, eða það sem er yfir að leiktíma loknum.Anton Brink Frá úrslitaeinvíginu.Anton Brink Ökklabrjótur festist á filmu.Anton Brink Svokölluð þreföldun.anton brink Lið mættu hvaðanæva að, eitt frá Þorlákshöfn.Anton Brink Liðið yfivigt, í Skagatreyjum, lét til sín taka.Anton Brink Fasteignafélagið, sem spilaði í Newcastle treyjum, sækir að körfunni. Barist um hvern einasta bolta.Anton Brink Anton Brink Körfubolti X977 Samkvæmislífið Reykjavík Tengdar fréttir Tommi Steindórs stýrir Streetballmóti á Klambratúni X977 fagnar sumrinu með alvöru götuboltastemningu á Klambratúni þann 11. júní. 2. júní 2022 08:48 Myndaveisla frá Íslandsmeistaramótinu í Streetball um helgina Útvarpsstöðin X977 og KKÍ stóðu fyrir Íslandsmeistaramótinu í Streetball síðastliðinn laugardag og segja aðstandendur mótsins þátttökuna hafa verið gríðarlega góða og færri hafa komist að en vildu. 15. júní 2022 10:03 Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
Búið var að lofa sólskini á laugardag og fór því um marga þegar fyrstu leikirnir fóru fram í skúrum. Fljótlega rættist úr veðurspánni og sólin skein á keppendur það sem eftir lifði móts. Mikið var um falleg tilþrif en sömuleiðis eitthvað um bellibrögð hjá leikmönnum, enda fleira leyfilegt í götubolta en hefðbundnum körfubolta. Tómas Steindórsson, útvarpsmaður og körfuboltasérfræðingur, stjórnaði mótinu með tryggri hendi og að hætti X-ins var spilað undir þungarokkstónlist. „Þetta gekk mjög vel, veðrið lék við okkur og leikmenn létu ekki kappið bera fegurðina ofurliði,“ sagði Tómas í stuttu samtali við Vísi að móti loknu. Svo fór að liðið Hoops I did it again sigraði mótið nokkuð örugglega eftir sigur á Fasteignafélaginu, sem lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti varð liðið Subway sem hafði betur gegn Kokkalandsliðinu í leik um þriðja sætið. Hér að neðan má sjá myndir frá mótinu. Sigurvegararnir, Hoops I did it again.Anton Brink Tómas Steindórsson lagði línurnar fyrir leikmenn; sókn dæmir, „make it, take it“, fyrsta lið upp í ellefu vinnur, eða það sem er yfir að leiktíma loknum.Anton Brink Frá úrslitaeinvíginu.Anton Brink Ökklabrjótur festist á filmu.Anton Brink Svokölluð þreföldun.anton brink Lið mættu hvaðanæva að, eitt frá Þorlákshöfn.Anton Brink Liðið yfivigt, í Skagatreyjum, lét til sín taka.Anton Brink Fasteignafélagið, sem spilaði í Newcastle treyjum, sækir að körfunni. Barist um hvern einasta bolta.Anton Brink Anton Brink
Körfubolti X977 Samkvæmislífið Reykjavík Tengdar fréttir Tommi Steindórs stýrir Streetballmóti á Klambratúni X977 fagnar sumrinu með alvöru götuboltastemningu á Klambratúni þann 11. júní. 2. júní 2022 08:48 Myndaveisla frá Íslandsmeistaramótinu í Streetball um helgina Útvarpsstöðin X977 og KKÍ stóðu fyrir Íslandsmeistaramótinu í Streetball síðastliðinn laugardag og segja aðstandendur mótsins þátttökuna hafa verið gríðarlega góða og færri hafa komist að en vildu. 15. júní 2022 10:03 Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
Tommi Steindórs stýrir Streetballmóti á Klambratúni X977 fagnar sumrinu með alvöru götuboltastemningu á Klambratúni þann 11. júní. 2. júní 2022 08:48
Myndaveisla frá Íslandsmeistaramótinu í Streetball um helgina Útvarpsstöðin X977 og KKÍ stóðu fyrir Íslandsmeistaramótinu í Streetball síðastliðinn laugardag og segja aðstandendur mótsins þátttökuna hafa verið gríðarlega góða og færri hafa komist að en vildu. 15. júní 2022 10:03