Vísað frá neyðarskýli og svipti sig lífi skömmu síðar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2023 21:01 Neyðarskýlið Lindargötu, fyrir heimilislausa karlmenn. vísir Heimilislausum manni var ítrekað vísað frá neyðarskýli í Reykjavík að kröfu Hafnarfjarðarbæjar og svipti sig lífi skömmu síðar. Systir mannsins segir hann hafa upplifað niðurlægingu og skilningsleysi. Frá þessu greinir Heimildin. Þar er haft eftir systur mannsins sem segir fjárhagsvandræði hafa leitt til dauða mannsins. Í umfjöllunini kemur fram að þann 1. maí hafi gistináttagjald í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar, fyrir fólk með lögheimili utan borgarinnar hækkað um 119 prósent þann 1 maí: úr 21 þúsund krónum í 46 þúsund. Reykjavík er eina sveitarfélagið á Íslandi sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk. „Peningar og samráðsleysi milli sveitarfélaga urðu til þess að bróðir minn er látinn,“ er haft eftir systurinni. Maðurinn hafi komið í neyðarskýlið föstudagskvöldið 26. maí en fengið synjun um gistingu. Starfsfólk hafi fengið þær upplýsingar að tilteknum einstaklingum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum skyldi vísað frá ef þeir kæmu þangað í leit að skjóli. „Þetta var í minnst þriðja skipti sem honum var vísað frá. Ég talaði við hann á laugardeginum og við ætluðum að hittast og fá okkur kaffi. Hann svaraði síðan aldrei þegar ég hringdi aftur. Ég vissi ekkert um hann fyrr en spítalinn hringdi,“ segir systirin að auki. Fólk hafi komið að manninum meðvitundarlausum eftir alvarlega sjálfsvígstilraun og var maðurinn fluttur á sjúkrahús í kjölfarið. Systirin segir manninn aldrei hafa komist til lífs eða meðvitundar aftur. Hann var úrskurðaður látinn 1. júní. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur einnig fram að maðurinn hafi upplifað skilningsleysi og vanvirðingu. Ýmislegt hafi verið reynt til að fá hjálp í kerfinu og mikið hafi tekið á manninn að hafa verið neitað um gistingu í neyðarskýlinu, sem hann hafi upplifað sem niðurlægingu. Málefni heimilislausra Heilbrigðismál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Frá þessu greinir Heimildin. Þar er haft eftir systur mannsins sem segir fjárhagsvandræði hafa leitt til dauða mannsins. Í umfjöllunini kemur fram að þann 1. maí hafi gistináttagjald í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar, fyrir fólk með lögheimili utan borgarinnar hækkað um 119 prósent þann 1 maí: úr 21 þúsund krónum í 46 þúsund. Reykjavík er eina sveitarfélagið á Íslandi sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk. „Peningar og samráðsleysi milli sveitarfélaga urðu til þess að bróðir minn er látinn,“ er haft eftir systurinni. Maðurinn hafi komið í neyðarskýlið föstudagskvöldið 26. maí en fengið synjun um gistingu. Starfsfólk hafi fengið þær upplýsingar að tilteknum einstaklingum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum skyldi vísað frá ef þeir kæmu þangað í leit að skjóli. „Þetta var í minnst þriðja skipti sem honum var vísað frá. Ég talaði við hann á laugardeginum og við ætluðum að hittast og fá okkur kaffi. Hann svaraði síðan aldrei þegar ég hringdi aftur. Ég vissi ekkert um hann fyrr en spítalinn hringdi,“ segir systirin að auki. Fólk hafi komið að manninum meðvitundarlausum eftir alvarlega sjálfsvígstilraun og var maðurinn fluttur á sjúkrahús í kjölfarið. Systirin segir manninn aldrei hafa komist til lífs eða meðvitundar aftur. Hann var úrskurðaður látinn 1. júní. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur einnig fram að maðurinn hafi upplifað skilningsleysi og vanvirðingu. Ýmislegt hafi verið reynt til að fá hjálp í kerfinu og mikið hafi tekið á manninn að hafa verið neitað um gistingu í neyðarskýlinu, sem hann hafi upplifað sem niðurlægingu.
Málefni heimilislausra Heilbrigðismál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent