„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2023 17:01 Dagbjartur útskrifaðist úr Klettaskóla í gær. Aðsend Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. Dagbjartur Sigurður Ólafsson er sextán ára og útskrifaðist úr 10. bekk í gær. Alla jafna er það ungu fólki mikið gleðiefni að klára sína lögboðnu tíu ára menntum og halda, í flestum tilfellum, í framhaldsskóla. Staðan í tilfelli Dagbjarts er heldur flóknari. Hann er með heilkenni sem veldur þroskahömlun og einhverfu. Hann er einn úr hópi sextán barna sem útskrifuðust í ár úr Klettaskóla, sem er sérskóli fyrir börn með þroskahömlun. Hann, ásamt fjórum öðrum úr hópnum, hefur ekki fengiði inni í framhaldsskóla fyrir haustið, að sögn móður hans, Gyðu Sigríðar Björnsdóttur. Hún segir málið stinga. „Að þessi börn sem að eru búin að vera í sérskóla frá því að þau voru sex ára, eru með mjög miklar þarfir, að það sé ekki bara búið að gera þessar ráðstafanir fyrir löngu.“ Veit ekki hvenær málið skýrist Í vor hafi hún fengið upplýsingar um að ekki væri víst hvort hægt yrði að tryggja Dagbjarti skólavist í haust. Gyða hafi síðar fengið þau svör frá Menntamálastofnun að honum hefði verið hafnað um skólavist, en verið væri að leita leiða til að leysa málið. Í síðustu viku hafi nýjustu upplýsingar verið þær að unnið sé að málinu. Svör gætu borist í lok júní, eða í byrjun ágúst. Gyða segir málið ekki nýtt af nálinni. „Ég er alveg búin að fylgjast með sambærilegum fréttum næstum því á hverju ári, þar sem upp koma svona mál og maður bindur alltaf vonir við að þetta verði þá leyst og að næsti árgangur þurfi ekki að lenda í sömu stöðu en svo er það bara raunin,“ segir Gyða. Hangir annars heima Hún bendir á að Dagbjartur eigi rétt á sömu tækifærum og önnur börn til að læra, njóta lífsins og takast á við eitthvað nýtt. Ef ekki verði leyst úr málinu verði foreldrar hans einfaldlega að vera heima með hann löngum stundum í haust, og þar með frá vinnu. Það sé heldur ekki Dagbjarti til góðs. „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga.“ Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Dagbjartur Sigurður Ólafsson er sextán ára og útskrifaðist úr 10. bekk í gær. Alla jafna er það ungu fólki mikið gleðiefni að klára sína lögboðnu tíu ára menntum og halda, í flestum tilfellum, í framhaldsskóla. Staðan í tilfelli Dagbjarts er heldur flóknari. Hann er með heilkenni sem veldur þroskahömlun og einhverfu. Hann er einn úr hópi sextán barna sem útskrifuðust í ár úr Klettaskóla, sem er sérskóli fyrir börn með þroskahömlun. Hann, ásamt fjórum öðrum úr hópnum, hefur ekki fengiði inni í framhaldsskóla fyrir haustið, að sögn móður hans, Gyðu Sigríðar Björnsdóttur. Hún segir málið stinga. „Að þessi börn sem að eru búin að vera í sérskóla frá því að þau voru sex ára, eru með mjög miklar þarfir, að það sé ekki bara búið að gera þessar ráðstafanir fyrir löngu.“ Veit ekki hvenær málið skýrist Í vor hafi hún fengið upplýsingar um að ekki væri víst hvort hægt yrði að tryggja Dagbjarti skólavist í haust. Gyða hafi síðar fengið þau svör frá Menntamálastofnun að honum hefði verið hafnað um skólavist, en verið væri að leita leiða til að leysa málið. Í síðustu viku hafi nýjustu upplýsingar verið þær að unnið sé að málinu. Svör gætu borist í lok júní, eða í byrjun ágúst. Gyða segir málið ekki nýtt af nálinni. „Ég er alveg búin að fylgjast með sambærilegum fréttum næstum því á hverju ári, þar sem upp koma svona mál og maður bindur alltaf vonir við að þetta verði þá leyst og að næsti árgangur þurfi ekki að lenda í sömu stöðu en svo er það bara raunin,“ segir Gyða. Hangir annars heima Hún bendir á að Dagbjartur eigi rétt á sömu tækifærum og önnur börn til að læra, njóta lífsins og takast á við eitthvað nýtt. Ef ekki verði leyst úr málinu verði foreldrar hans einfaldlega að vera heima með hann löngum stundum í haust, og þar með frá vinnu. Það sé heldur ekki Dagbjarti til góðs. „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga.“
Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira