„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2023 17:01 Dagbjartur útskrifaðist úr Klettaskóla í gær. Aðsend Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. Dagbjartur Sigurður Ólafsson er sextán ára og útskrifaðist úr 10. bekk í gær. Alla jafna er það ungu fólki mikið gleðiefni að klára sína lögboðnu tíu ára menntum og halda, í flestum tilfellum, í framhaldsskóla. Staðan í tilfelli Dagbjarts er heldur flóknari. Hann er með heilkenni sem veldur þroskahömlun og einhverfu. Hann er einn úr hópi sextán barna sem útskrifuðust í ár úr Klettaskóla, sem er sérskóli fyrir börn með þroskahömlun. Hann, ásamt fjórum öðrum úr hópnum, hefur ekki fengiði inni í framhaldsskóla fyrir haustið, að sögn móður hans, Gyðu Sigríðar Björnsdóttur. Hún segir málið stinga. „Að þessi börn sem að eru búin að vera í sérskóla frá því að þau voru sex ára, eru með mjög miklar þarfir, að það sé ekki bara búið að gera þessar ráðstafanir fyrir löngu.“ Veit ekki hvenær málið skýrist Í vor hafi hún fengið upplýsingar um að ekki væri víst hvort hægt yrði að tryggja Dagbjarti skólavist í haust. Gyða hafi síðar fengið þau svör frá Menntamálastofnun að honum hefði verið hafnað um skólavist, en verið væri að leita leiða til að leysa málið. Í síðustu viku hafi nýjustu upplýsingar verið þær að unnið sé að málinu. Svör gætu borist í lok júní, eða í byrjun ágúst. Gyða segir málið ekki nýtt af nálinni. „Ég er alveg búin að fylgjast með sambærilegum fréttum næstum því á hverju ári, þar sem upp koma svona mál og maður bindur alltaf vonir við að þetta verði þá leyst og að næsti árgangur þurfi ekki að lenda í sömu stöðu en svo er það bara raunin,“ segir Gyða. Hangir annars heima Hún bendir á að Dagbjartur eigi rétt á sömu tækifærum og önnur börn til að læra, njóta lífsins og takast á við eitthvað nýtt. Ef ekki verði leyst úr málinu verði foreldrar hans einfaldlega að vera heima með hann löngum stundum í haust, og þar með frá vinnu. Það sé heldur ekki Dagbjarti til góðs. „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga.“ Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Dagbjartur Sigurður Ólafsson er sextán ára og útskrifaðist úr 10. bekk í gær. Alla jafna er það ungu fólki mikið gleðiefni að klára sína lögboðnu tíu ára menntum og halda, í flestum tilfellum, í framhaldsskóla. Staðan í tilfelli Dagbjarts er heldur flóknari. Hann er með heilkenni sem veldur þroskahömlun og einhverfu. Hann er einn úr hópi sextán barna sem útskrifuðust í ár úr Klettaskóla, sem er sérskóli fyrir börn með þroskahömlun. Hann, ásamt fjórum öðrum úr hópnum, hefur ekki fengiði inni í framhaldsskóla fyrir haustið, að sögn móður hans, Gyðu Sigríðar Björnsdóttur. Hún segir málið stinga. „Að þessi börn sem að eru búin að vera í sérskóla frá því að þau voru sex ára, eru með mjög miklar þarfir, að það sé ekki bara búið að gera þessar ráðstafanir fyrir löngu.“ Veit ekki hvenær málið skýrist Í vor hafi hún fengið upplýsingar um að ekki væri víst hvort hægt yrði að tryggja Dagbjarti skólavist í haust. Gyða hafi síðar fengið þau svör frá Menntamálastofnun að honum hefði verið hafnað um skólavist, en verið væri að leita leiða til að leysa málið. Í síðustu viku hafi nýjustu upplýsingar verið þær að unnið sé að málinu. Svör gætu borist í lok júní, eða í byrjun ágúst. Gyða segir málið ekki nýtt af nálinni. „Ég er alveg búin að fylgjast með sambærilegum fréttum næstum því á hverju ári, þar sem upp koma svona mál og maður bindur alltaf vonir við að þetta verði þá leyst og að næsti árgangur þurfi ekki að lenda í sömu stöðu en svo er það bara raunin,“ segir Gyða. Hangir annars heima Hún bendir á að Dagbjartur eigi rétt á sömu tækifærum og önnur börn til að læra, njóta lífsins og takast á við eitthvað nýtt. Ef ekki verði leyst úr málinu verði foreldrar hans einfaldlega að vera heima með hann löngum stundum í haust, og þar með frá vinnu. Það sé heldur ekki Dagbjarti til góðs. „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga.“
Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira