Varmadælu-rafbílar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 6. júní 2023 17:30 Hvað eiga varmadælur og rafbílar nú sameiginlegt? Ekki mikið nema hvað í nýjustu rafbílum er varmadæla í miðstöðinni til að spara raforku og auka þannig drægnina á köldum dögum. Varmadæla er einmitt töfratæki sem sparar raforku til hitunar Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann, gríðarlega auðlind sem sér yfir 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Aðrir, sem ekki hafa aðgang að jarðhita, þurfa hinsvegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikil og talsverður hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Líta má á þessa raforku til hitunar sem vannýtta auðlind vegna þess að auðveldlega má draga úr henni með uppsetningu varmadæla. Það er nefnilega ekki skynsamleg orkunýting að nota hágæða raforku til að mynda lággæða hitaorku og þar að auki er hitunarþörf íbúða mest þegar raforkukerfið hefur minnstu framleiðslugetuna. Virkni varmadæla Varmadælur nota umhverfishita frá lofti, láði eða legi í lokuðu dælukerfi. Þannig er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna. Bein rafhitun skilar hinsvegar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í kerfið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörf með mun færri kWst af hágæða raforku. Varmadæluvirkjanir Afkastageta raforkukerfisins skerðist ekkert með uppsetningu varmadæla sem þýðir að þær kWst sem sparast má nota í aðra uppbyggingu eða til að mæta aukinn raforkuþörf til framtíðar. Tökum dæmi: Bóndi á Snæfellsnesi notar 40.000 kWst í beina rafhitun. Til að lækka orkukostnaðinn hjá sér setur hann upp varmadælu og minnkar með því raforkunotkun sína um t.d. 50% eða 20.000 kWst. Þessi einfalda framkvæmd bóndans hefur nákvæmlega sömu áhrif og bygging virkjunar sem getur framleitt 20.000 kWst. Bóndinn hefur því „frelsað“ 20.000 kWst sem nota má annars staðar t.d. til að anna almennri raforkunotkun 4-5 nýbygginga í Reykjavík eða ársnotkun 8 rafbíla. Sem sagt önnur tenging milli rafbíla og varmadæla. Nú eru orkuskipti í fullum gangi og um 43 þúsund bifreiðar á götunum sem hægt er að stinga í samband. Við þann fjölda má svo bæta við þúsundum rafhjóla og rafskúta sem líka þurfa sitt. Græn raforka er verðmæt afurð og hver kWst sem sparast við rafhitun má nota í annað og því má segja að raforkusparnaður með varmadælum sé ódýrasta leiðin til að “virkja” til grænnar raforkuframleiðslu. Varmadælu uppsetningar hafa tekið rækilega við sér með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Með breytingunum var kerfið einfaldað og umsýsla gerð skilvirkari. Notendur geta nú fengið helming af tækjakostnaði varmadæla frá ríkinu og uppsetning á slíkum búnaði hefur engin áhrif á niðurgreiðslurétt þeirra. Nokkur sveitarfélög hafa einnig sett upp eigið styrkjakerfi sem bætist við styrkinn frá ríkinu og gerir framkvæmdina enn hagkvæmari. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna varmadælu hjá framsýnum íbúa á rafhituðu svæði. Nánar verður fjallað varmadælur og önnur orkumál á ársfundi Orkustofnunar, föstudaginn 9. júní kl. 9 í Hörpu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað eiga varmadælur og rafbílar nú sameiginlegt? Ekki mikið nema hvað í nýjustu rafbílum er varmadæla í miðstöðinni til að spara raforku og auka þannig drægnina á köldum dögum. Varmadæla er einmitt töfratæki sem sparar raforku til hitunar Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann, gríðarlega auðlind sem sér yfir 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Aðrir, sem ekki hafa aðgang að jarðhita, þurfa hinsvegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikil og talsverður hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Líta má á þessa raforku til hitunar sem vannýtta auðlind vegna þess að auðveldlega má draga úr henni með uppsetningu varmadæla. Það er nefnilega ekki skynsamleg orkunýting að nota hágæða raforku til að mynda lággæða hitaorku og þar að auki er hitunarþörf íbúða mest þegar raforkukerfið hefur minnstu framleiðslugetuna. Virkni varmadæla Varmadælur nota umhverfishita frá lofti, láði eða legi í lokuðu dælukerfi. Þannig er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna. Bein rafhitun skilar hinsvegar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í kerfið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörf með mun færri kWst af hágæða raforku. Varmadæluvirkjanir Afkastageta raforkukerfisins skerðist ekkert með uppsetningu varmadæla sem þýðir að þær kWst sem sparast má nota í aðra uppbyggingu eða til að mæta aukinn raforkuþörf til framtíðar. Tökum dæmi: Bóndi á Snæfellsnesi notar 40.000 kWst í beina rafhitun. Til að lækka orkukostnaðinn hjá sér setur hann upp varmadælu og minnkar með því raforkunotkun sína um t.d. 50% eða 20.000 kWst. Þessi einfalda framkvæmd bóndans hefur nákvæmlega sömu áhrif og bygging virkjunar sem getur framleitt 20.000 kWst. Bóndinn hefur því „frelsað“ 20.000 kWst sem nota má annars staðar t.d. til að anna almennri raforkunotkun 4-5 nýbygginga í Reykjavík eða ársnotkun 8 rafbíla. Sem sagt önnur tenging milli rafbíla og varmadæla. Nú eru orkuskipti í fullum gangi og um 43 þúsund bifreiðar á götunum sem hægt er að stinga í samband. Við þann fjölda má svo bæta við þúsundum rafhjóla og rafskúta sem líka þurfa sitt. Græn raforka er verðmæt afurð og hver kWst sem sparast við rafhitun má nota í annað og því má segja að raforkusparnaður með varmadælum sé ódýrasta leiðin til að “virkja” til grænnar raforkuframleiðslu. Varmadælu uppsetningar hafa tekið rækilega við sér með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Með breytingunum var kerfið einfaldað og umsýsla gerð skilvirkari. Notendur geta nú fengið helming af tækjakostnaði varmadæla frá ríkinu og uppsetning á slíkum búnaði hefur engin áhrif á niðurgreiðslurétt þeirra. Nokkur sveitarfélög hafa einnig sett upp eigið styrkjakerfi sem bætist við styrkinn frá ríkinu og gerir framkvæmdina enn hagkvæmari. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna varmadælu hjá framsýnum íbúa á rafhituðu svæði. Nánar verður fjallað varmadælur og önnur orkumál á ársfundi Orkustofnunar, föstudaginn 9. júní kl. 9 í Hörpu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar