Varmadælu-rafbílar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 6. júní 2023 17:30 Hvað eiga varmadælur og rafbílar nú sameiginlegt? Ekki mikið nema hvað í nýjustu rafbílum er varmadæla í miðstöðinni til að spara raforku og auka þannig drægnina á köldum dögum. Varmadæla er einmitt töfratæki sem sparar raforku til hitunar Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann, gríðarlega auðlind sem sér yfir 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Aðrir, sem ekki hafa aðgang að jarðhita, þurfa hinsvegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikil og talsverður hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Líta má á þessa raforku til hitunar sem vannýtta auðlind vegna þess að auðveldlega má draga úr henni með uppsetningu varmadæla. Það er nefnilega ekki skynsamleg orkunýting að nota hágæða raforku til að mynda lággæða hitaorku og þar að auki er hitunarþörf íbúða mest þegar raforkukerfið hefur minnstu framleiðslugetuna. Virkni varmadæla Varmadælur nota umhverfishita frá lofti, láði eða legi í lokuðu dælukerfi. Þannig er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna. Bein rafhitun skilar hinsvegar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í kerfið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörf með mun færri kWst af hágæða raforku. Varmadæluvirkjanir Afkastageta raforkukerfisins skerðist ekkert með uppsetningu varmadæla sem þýðir að þær kWst sem sparast má nota í aðra uppbyggingu eða til að mæta aukinn raforkuþörf til framtíðar. Tökum dæmi: Bóndi á Snæfellsnesi notar 40.000 kWst í beina rafhitun. Til að lækka orkukostnaðinn hjá sér setur hann upp varmadælu og minnkar með því raforkunotkun sína um t.d. 50% eða 20.000 kWst. Þessi einfalda framkvæmd bóndans hefur nákvæmlega sömu áhrif og bygging virkjunar sem getur framleitt 20.000 kWst. Bóndinn hefur því „frelsað“ 20.000 kWst sem nota má annars staðar t.d. til að anna almennri raforkunotkun 4-5 nýbygginga í Reykjavík eða ársnotkun 8 rafbíla. Sem sagt önnur tenging milli rafbíla og varmadæla. Nú eru orkuskipti í fullum gangi og um 43 þúsund bifreiðar á götunum sem hægt er að stinga í samband. Við þann fjölda má svo bæta við þúsundum rafhjóla og rafskúta sem líka þurfa sitt. Græn raforka er verðmæt afurð og hver kWst sem sparast við rafhitun má nota í annað og því má segja að raforkusparnaður með varmadælum sé ódýrasta leiðin til að “virkja” til grænnar raforkuframleiðslu. Varmadælu uppsetningar hafa tekið rækilega við sér með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Með breytingunum var kerfið einfaldað og umsýsla gerð skilvirkari. Notendur geta nú fengið helming af tækjakostnaði varmadæla frá ríkinu og uppsetning á slíkum búnaði hefur engin áhrif á niðurgreiðslurétt þeirra. Nokkur sveitarfélög hafa einnig sett upp eigið styrkjakerfi sem bætist við styrkinn frá ríkinu og gerir framkvæmdina enn hagkvæmari. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna varmadælu hjá framsýnum íbúa á rafhituðu svæði. Nánar verður fjallað varmadælur og önnur orkumál á ársfundi Orkustofnunar, föstudaginn 9. júní kl. 9 í Hörpu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað eiga varmadælur og rafbílar nú sameiginlegt? Ekki mikið nema hvað í nýjustu rafbílum er varmadæla í miðstöðinni til að spara raforku og auka þannig drægnina á köldum dögum. Varmadæla er einmitt töfratæki sem sparar raforku til hitunar Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann, gríðarlega auðlind sem sér yfir 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Aðrir, sem ekki hafa aðgang að jarðhita, þurfa hinsvegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikil og talsverður hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Líta má á þessa raforku til hitunar sem vannýtta auðlind vegna þess að auðveldlega má draga úr henni með uppsetningu varmadæla. Það er nefnilega ekki skynsamleg orkunýting að nota hágæða raforku til að mynda lággæða hitaorku og þar að auki er hitunarþörf íbúða mest þegar raforkukerfið hefur minnstu framleiðslugetuna. Virkni varmadæla Varmadælur nota umhverfishita frá lofti, láði eða legi í lokuðu dælukerfi. Þannig er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna. Bein rafhitun skilar hinsvegar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í kerfið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörf með mun færri kWst af hágæða raforku. Varmadæluvirkjanir Afkastageta raforkukerfisins skerðist ekkert með uppsetningu varmadæla sem þýðir að þær kWst sem sparast má nota í aðra uppbyggingu eða til að mæta aukinn raforkuþörf til framtíðar. Tökum dæmi: Bóndi á Snæfellsnesi notar 40.000 kWst í beina rafhitun. Til að lækka orkukostnaðinn hjá sér setur hann upp varmadælu og minnkar með því raforkunotkun sína um t.d. 50% eða 20.000 kWst. Þessi einfalda framkvæmd bóndans hefur nákvæmlega sömu áhrif og bygging virkjunar sem getur framleitt 20.000 kWst. Bóndinn hefur því „frelsað“ 20.000 kWst sem nota má annars staðar t.d. til að anna almennri raforkunotkun 4-5 nýbygginga í Reykjavík eða ársnotkun 8 rafbíla. Sem sagt önnur tenging milli rafbíla og varmadæla. Nú eru orkuskipti í fullum gangi og um 43 þúsund bifreiðar á götunum sem hægt er að stinga í samband. Við þann fjölda má svo bæta við þúsundum rafhjóla og rafskúta sem líka þurfa sitt. Græn raforka er verðmæt afurð og hver kWst sem sparast við rafhitun má nota í annað og því má segja að raforkusparnaður með varmadælum sé ódýrasta leiðin til að “virkja” til grænnar raforkuframleiðslu. Varmadælu uppsetningar hafa tekið rækilega við sér með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Með breytingunum var kerfið einfaldað og umsýsla gerð skilvirkari. Notendur geta nú fengið helming af tækjakostnaði varmadæla frá ríkinu og uppsetning á slíkum búnaði hefur engin áhrif á niðurgreiðslurétt þeirra. Nokkur sveitarfélög hafa einnig sett upp eigið styrkjakerfi sem bætist við styrkinn frá ríkinu og gerir framkvæmdina enn hagkvæmari. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna varmadælu hjá framsýnum íbúa á rafhituðu svæði. Nánar verður fjallað varmadælur og önnur orkumál á ársfundi Orkustofnunar, föstudaginn 9. júní kl. 9 í Hörpu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun