Staða lóðamála í Reykjavík Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 6. júní 2023 07:31 Það hefur verið dapurt að fylgjast með umræðunni um lóðamál í Reykjavík. Lögaðili segir engar lóðir að fá og engar óseldar lóðir séu til en starfsmaður borgarinnar þvertekur fyrir það í svari í Morgunblaðinu. Flokkur fólksins hefur látið sig þessi mál varða enda óþolandi hversu mikill framboðsskortur er í Reykjavík þrátt fyrir að byggt hafi verið talsvert. Vissulega hefur borgarbúum fjölgað mikið. Vandinn er að varla er lóð að fá hvorki fyrir einstaklinga né lögaðila. Samt má sjá á vefsjá borgarinnar tölu um að tæpar 2600 lóðir virðast vera til sölu og sagðar byggingarhæfar. Þegar rýnt er í kortið sjálft má reyndar eingöngu sjá agnarlítið brot af þeirri tölu. Í allri þessari umræðu mætti halda að gert sé ráð fyrir að lögaðilar eigi að kaupa lóðir sem eru í einkaeign. Hér er vísað í viðtal við Þorvald Gissurarson forstjóra ÞG Verks í Morgunblaðinu 5. júní þar sem hann spyr um þetta og segir jafnframt að „á þéttingarreitum er lóðaverð komið allt að og jafnvel yfir 200 þúsund krónur fyrir hvern byggðan fermetra að meðtöldum gjöldum sveitarfélagsins. Það samsvarar 20 milljónum á 100 fermetra íbúð“. Hvað er rétt? Er verið að hagræða sannleikanum þegar sagt er að það sé nóg framboð af lóðum í borginni? Fram hefur komið að lögaðilar bíði eftir að lóð sé boðin út. Enginn sé tekinn fram fyrir, ekki heldur þeir lögaðilar sem óska eftir lóðum til að byggja íbúðir sem hægt er að selja og/eða leigja á viðráðanlegu verði. Á meðan líður tíminn og sá hópur sem ekki hefur tryggt húsnæði sem það getur kallað heimili sitt stækkar. Þessi hópur er fólk sem er tekjulægst og aðrir viðkvæmir hópar. Fullyrða má að borgin úthlutar ekki lóðum í samræmi við þörf eins og lofað hefur verið. Framboðsskorturinn er borgarmeirihlutanum að kenna. Kallað er eftir loforði frá Framsóknarflokknum í aðdraganda kosninga en ekkert heyrist frá þeim bænum í þessum málum. Reynt að fá heiðarleg svör Flokkur fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um þessi mál og leggur fram fleiri á fimmtudag þegar borgarráð kemur saman. Það þurfa að koma skýr svör. Þéttingaráform meirihlutans hafa sett stein í götu þeirra sem vilja fá lóðir til að byggja íbúðir til að selja á viðráðanlegu. Við það er ekki hægt að una. Hinn 25. maí sl. lagði Flokkur fólksins í borgarstjórn fram þessar fyrirspurnir: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Getur verið að óhagnaðardrifin leigufélög séu stopp í sínum áætlunum vegna þess að lóðir í Reykjavík eru ýmist ekki tilbúnar eða hreinlega fást ekki?Jafnframt er óskað upplýsinga um hvort einstaklingar geti fengið lóð í Reykjavík, hvort sem það sé lóð fyrir eigið hús eða fjöleignarhús í samvinnu við aðra. Í fyrra þurfti Bjarg íbúðafélag að skila inn stofnframlögum vegna þess að lóðir þar sem byggja átti eru ekki tilbúnar. Bjarg íbúðafélag er óhagnaðardrifið leigufélag að danskri fyrirmynd sem byggja íbúðir sem seldar eru á viðráðanlegu verði. Þá sagði formaður VR lóðaskort standa í vegi fyrir uppbyggingu nýrra íbúða og kallað var eftir aðgerðum í húsnæðismálum. Spurt er nú hvort þessi sama staða sé uppi nú? Á fimmtudaginn næstkomandi leggur Flokkur fólksins fram í borgarráði eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um gildandi reglur og fyrirkomulag lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Óskað er eftir því að í svarinu komi fram allar þær leiðir sem unnt er að fara til að fá lóð úthlutaðri hjá borginni, hvaða skilyrði lögaðilar og einstaklingar þurfa að uppfylla til að geta fengið lóð. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um fjölda lóða sem hefur verið úthlutað á tímabilinu 2018 til dagsins í dag og hversu mörgum hefur verið úthlutað til einstaklinga og hversu mörgum til lögaðila. Þess er vænst að svar komi fljótt og að það verði heiðarlegt svar en ekki útúrsnúningur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það hefur verið dapurt að fylgjast með umræðunni um lóðamál í Reykjavík. Lögaðili segir engar lóðir að fá og engar óseldar lóðir séu til en starfsmaður borgarinnar þvertekur fyrir það í svari í Morgunblaðinu. Flokkur fólksins hefur látið sig þessi mál varða enda óþolandi hversu mikill framboðsskortur er í Reykjavík þrátt fyrir að byggt hafi verið talsvert. Vissulega hefur borgarbúum fjölgað mikið. Vandinn er að varla er lóð að fá hvorki fyrir einstaklinga né lögaðila. Samt má sjá á vefsjá borgarinnar tölu um að tæpar 2600 lóðir virðast vera til sölu og sagðar byggingarhæfar. Þegar rýnt er í kortið sjálft má reyndar eingöngu sjá agnarlítið brot af þeirri tölu. Í allri þessari umræðu mætti halda að gert sé ráð fyrir að lögaðilar eigi að kaupa lóðir sem eru í einkaeign. Hér er vísað í viðtal við Þorvald Gissurarson forstjóra ÞG Verks í Morgunblaðinu 5. júní þar sem hann spyr um þetta og segir jafnframt að „á þéttingarreitum er lóðaverð komið allt að og jafnvel yfir 200 þúsund krónur fyrir hvern byggðan fermetra að meðtöldum gjöldum sveitarfélagsins. Það samsvarar 20 milljónum á 100 fermetra íbúð“. Hvað er rétt? Er verið að hagræða sannleikanum þegar sagt er að það sé nóg framboð af lóðum í borginni? Fram hefur komið að lögaðilar bíði eftir að lóð sé boðin út. Enginn sé tekinn fram fyrir, ekki heldur þeir lögaðilar sem óska eftir lóðum til að byggja íbúðir sem hægt er að selja og/eða leigja á viðráðanlegu verði. Á meðan líður tíminn og sá hópur sem ekki hefur tryggt húsnæði sem það getur kallað heimili sitt stækkar. Þessi hópur er fólk sem er tekjulægst og aðrir viðkvæmir hópar. Fullyrða má að borgin úthlutar ekki lóðum í samræmi við þörf eins og lofað hefur verið. Framboðsskorturinn er borgarmeirihlutanum að kenna. Kallað er eftir loforði frá Framsóknarflokknum í aðdraganda kosninga en ekkert heyrist frá þeim bænum í þessum málum. Reynt að fá heiðarleg svör Flokkur fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um þessi mál og leggur fram fleiri á fimmtudag þegar borgarráð kemur saman. Það þurfa að koma skýr svör. Þéttingaráform meirihlutans hafa sett stein í götu þeirra sem vilja fá lóðir til að byggja íbúðir til að selja á viðráðanlegu. Við það er ekki hægt að una. Hinn 25. maí sl. lagði Flokkur fólksins í borgarstjórn fram þessar fyrirspurnir: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Getur verið að óhagnaðardrifin leigufélög séu stopp í sínum áætlunum vegna þess að lóðir í Reykjavík eru ýmist ekki tilbúnar eða hreinlega fást ekki?Jafnframt er óskað upplýsinga um hvort einstaklingar geti fengið lóð í Reykjavík, hvort sem það sé lóð fyrir eigið hús eða fjöleignarhús í samvinnu við aðra. Í fyrra þurfti Bjarg íbúðafélag að skila inn stofnframlögum vegna þess að lóðir þar sem byggja átti eru ekki tilbúnar. Bjarg íbúðafélag er óhagnaðardrifið leigufélag að danskri fyrirmynd sem byggja íbúðir sem seldar eru á viðráðanlegu verði. Þá sagði formaður VR lóðaskort standa í vegi fyrir uppbyggingu nýrra íbúða og kallað var eftir aðgerðum í húsnæðismálum. Spurt er nú hvort þessi sama staða sé uppi nú? Á fimmtudaginn næstkomandi leggur Flokkur fólksins fram í borgarráði eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um gildandi reglur og fyrirkomulag lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Óskað er eftir því að í svarinu komi fram allar þær leiðir sem unnt er að fara til að fá lóð úthlutaðri hjá borginni, hvaða skilyrði lögaðilar og einstaklingar þurfa að uppfylla til að geta fengið lóð. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um fjölda lóða sem hefur verið úthlutað á tímabilinu 2018 til dagsins í dag og hversu mörgum hefur verið úthlutað til einstaklinga og hversu mörgum til lögaðila. Þess er vænst að svar komi fljótt og að það verði heiðarlegt svar en ekki útúrsnúningur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar