Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 3-1 | Heimamenn kláruðu dæmið í lokin Sverrir Mar Smárason skrifar 5. júní 2023 23:00 Gísli Eyjólfsson kom inn af bekknum og breytti gangi mála. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á FH. Staðan var jöfn þegar venjulegur leiktími var að renna sitt skeið en Blikar kláruðu dæmið í blálok leiksins. Bæði lið gerðu margar breytingar á byrjunarliði sínu frá því í síðasta deildarleik. FH gerði 4 breytingar og Blikar 6. Meðal þeirra sem komu inn hjá Breiðablik var Jason Daði Svanþórsson sem þurfti svo að fara af velli vegna meiðsla eftir hálftíma leik. Jason hefur verið að glíma við meiðsli í upphafi móts. Leikurinn fór fjörlega af stað. Gestirnir mættu í hárri pressu gegn heimamönnum í Breiðablik. Eftir að hafa unnið boltann nokkrum sinnum skilaði pressan sér á 11. mínútu þegar Kjartan Kári fékk boltann út til hægri og var fljótur að senda góða fyrirgjöf inn í teiginn. Úlfur Ágúst var fyrstur að átta sig, komst á undan Antoni Ara, markverði Blika, í boltann og boltinn í netinu. Breiðablik gekk áfram illa að spila út úr vörninni en um miðjan hálfleik tóku blikar yfir leikinn og færðu sig ofar á völlinn. Hins vegar var varnaleikur FH vel skipulagður í fyrri hálfleiknum og hálfleikstölur því 0-1 gestunum í vil. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, gerði tvær breytingar í hálfleik. Hann tók út Ágúst Orra Þorsteinsson og Alexander Helga Sigurðsson fyrir Gísla Eyjólfsson og Klæmint Olsen sem áttu eftir að skipta sköpum. Blikar mættu öflugri út í síðari hálfleikinn og sóttu mikið til að byrja með. Á 69. mínútu tókst þeim að skora og gerði það varamaðurinn Klæmint Olsen eftir fyrirgjöf frá Ágústi Eðvaldi. Eftir jöfnunarmarkið voru Blikar með öll völd á vellinum og FH gekk illa að halda boltanum innan síns liðs. Breiðablik fékk dauðafæri rétt fyrir lok venjulegs leiktíma þegar Viktor Karl náði skoti að marki en á leiðinni stöðvaði Klæmint Olsen það og kom sér í dauðafæri en Sindri Kristinn í marki FH varði meistaralega frá honum. Allt stefndi í framlengingu þegar Davíð Ingvarsson fékk boltann vinstra megin í teig FH, tók sér góðan tíma áður en hann reyndi bara skot að marki sem fór í gegnum allan pakkann og endaði í netinu fjær. Breiðablik komið í 2-1 á 92. mínútu leiksins. Eggert Gunnþór Jónsson, sem hafði komið inná sem varamaður fyrir FH á 65. mínútu vegna meiðsla Jóhanns Ægis, fékk að líta beint rautt spjald á fimmtu mínútu uppbótartíma fyrir tæklingu á Viktori Karli. Það var ekki það síðasta sem gerðist í leiknum því að á níundu mínútu uppbótartíma prjónaði Gísli Eyjólfsson sig í gegnum alla vörn FH og lagði boltann fyrir markið á Klæmint Olsen sem skoraði sitt annað mark og þriðja mark Breiðabliks. Lokatölur 3-1 og Breiðablik áfram í bikarnum. Af hverju vann Breiðablik? Þeir fundu bara lausnirnar, voru þolinmóðir og höfðu sjálfstraust til þess að halda áfram að banka á þá þrátt fyrir að fyrsta klukkutímann hafi gengið illa að skapa sér marktækifæri. FH setti góða hápressu í fyrri hálfleik en náði ekki að halda henni nægilega lengi. Það sem ég er að reyna að segja er að Blikar unnu leikinn vegna gæða og trú á eigin gæði. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH var Ástbjörn Þórðarson frábær í leiknum. Lokaði hægri væng FH sama hver mætti honum. Átti spretti fram völlinn eins og hann á til. Úlfur Ágúst og Kjartan Kári hættulegir sömuleiðis lengi vel. Hjá Breiðabliki voru það varamennirnir tveir sem komu inná í hálfleik sem stóðu upp úr, Gísli Eyjólfs og Klæmint Olsen. Þeir loka þessum leik. Ágúst Eðvald fær kall hér fyrir síðari hálfleikinn en ég hef lengi talað fyrir því að hann eigi að spila á hægri kannti sem hann gerði í síðari hálfleik og gerði vel. Hvað mætti betur fara? FH verður að hafa sterkara plan b þegar þeir mæta Blikum í deildinni á laugardaginn næsta. Þegar þeir geta ekki lengur hápressað með háa varnarlínu þá verða þeir að geta haldið út eða jafnvel hvílt sig í stutta stund til þess að stíga svo aftur upp á völlinn. Hvað gerist næst? Blikar verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin, svo einfalt er það. Annars mætast þessi lið í deildinni aftur í næsta leik. Heimir Guðjónsson: Við erum á réttri leið Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni fyrr í sumar.Vísir/Diego Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var svekktur í leikslok en vildi meina að liðið gæti tekið margt gott úr leiknum. “Aldrei gott að tapa en við getum tekið margt jákvætt út úr leiknum. Spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, létum boltann ganga vel og opnuðum þá. Í seinni hálfleik vantaði að halda áfram á sömu braut. Opnanirnar voru til staðar en við vorum ekki alveg nógu klókir að koma okkur í þessar stöður,” sagði Heimir. “Við erum á réttri leið og höfum talað um það að vera að búa til nýtt lið sem tekur tíma. Það er stutt á milli í fótbolta og við þurfum að halda áfram á æfingasvæðinu og mæta klárir í næsta leik á móti Breiðablik á laugardaginn,” sagði Heimir. Heimir gerði breytingu á 65. mínútu þegar Eggert Gunnþór kom inná fyrir Jóhann Ægi. Áhugavert að breyta um hafsent í stöðunni 1-0 og nokkrum mínútum síðar jafnaði Breiðablik. Heimir varð að gera þá breytingu. “Þetta var ekki taktískt, hann var kominn með gult spjald og búinn að fá tvö höfuðhögg. Jói var búinn aðs tanda sig mjög vel en við mátums töðuna á þessum tímapunkti þannig að hann þyrfti að fá hvíld. Eggert kom inn og stóð sig mjög vel eins og honum er lagið,” sagði Heimir. Mjólkurbikar karla Breiðablik FH Fótbolti Íslenski boltinn
Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á FH. Staðan var jöfn þegar venjulegur leiktími var að renna sitt skeið en Blikar kláruðu dæmið í blálok leiksins. Bæði lið gerðu margar breytingar á byrjunarliði sínu frá því í síðasta deildarleik. FH gerði 4 breytingar og Blikar 6. Meðal þeirra sem komu inn hjá Breiðablik var Jason Daði Svanþórsson sem þurfti svo að fara af velli vegna meiðsla eftir hálftíma leik. Jason hefur verið að glíma við meiðsli í upphafi móts. Leikurinn fór fjörlega af stað. Gestirnir mættu í hárri pressu gegn heimamönnum í Breiðablik. Eftir að hafa unnið boltann nokkrum sinnum skilaði pressan sér á 11. mínútu þegar Kjartan Kári fékk boltann út til hægri og var fljótur að senda góða fyrirgjöf inn í teiginn. Úlfur Ágúst var fyrstur að átta sig, komst á undan Antoni Ara, markverði Blika, í boltann og boltinn í netinu. Breiðablik gekk áfram illa að spila út úr vörninni en um miðjan hálfleik tóku blikar yfir leikinn og færðu sig ofar á völlinn. Hins vegar var varnaleikur FH vel skipulagður í fyrri hálfleiknum og hálfleikstölur því 0-1 gestunum í vil. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, gerði tvær breytingar í hálfleik. Hann tók út Ágúst Orra Þorsteinsson og Alexander Helga Sigurðsson fyrir Gísla Eyjólfsson og Klæmint Olsen sem áttu eftir að skipta sköpum. Blikar mættu öflugri út í síðari hálfleikinn og sóttu mikið til að byrja með. Á 69. mínútu tókst þeim að skora og gerði það varamaðurinn Klæmint Olsen eftir fyrirgjöf frá Ágústi Eðvaldi. Eftir jöfnunarmarkið voru Blikar með öll völd á vellinum og FH gekk illa að halda boltanum innan síns liðs. Breiðablik fékk dauðafæri rétt fyrir lok venjulegs leiktíma þegar Viktor Karl náði skoti að marki en á leiðinni stöðvaði Klæmint Olsen það og kom sér í dauðafæri en Sindri Kristinn í marki FH varði meistaralega frá honum. Allt stefndi í framlengingu þegar Davíð Ingvarsson fékk boltann vinstra megin í teig FH, tók sér góðan tíma áður en hann reyndi bara skot að marki sem fór í gegnum allan pakkann og endaði í netinu fjær. Breiðablik komið í 2-1 á 92. mínútu leiksins. Eggert Gunnþór Jónsson, sem hafði komið inná sem varamaður fyrir FH á 65. mínútu vegna meiðsla Jóhanns Ægis, fékk að líta beint rautt spjald á fimmtu mínútu uppbótartíma fyrir tæklingu á Viktori Karli. Það var ekki það síðasta sem gerðist í leiknum því að á níundu mínútu uppbótartíma prjónaði Gísli Eyjólfsson sig í gegnum alla vörn FH og lagði boltann fyrir markið á Klæmint Olsen sem skoraði sitt annað mark og þriðja mark Breiðabliks. Lokatölur 3-1 og Breiðablik áfram í bikarnum. Af hverju vann Breiðablik? Þeir fundu bara lausnirnar, voru þolinmóðir og höfðu sjálfstraust til þess að halda áfram að banka á þá þrátt fyrir að fyrsta klukkutímann hafi gengið illa að skapa sér marktækifæri. FH setti góða hápressu í fyrri hálfleik en náði ekki að halda henni nægilega lengi. Það sem ég er að reyna að segja er að Blikar unnu leikinn vegna gæða og trú á eigin gæði. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH var Ástbjörn Þórðarson frábær í leiknum. Lokaði hægri væng FH sama hver mætti honum. Átti spretti fram völlinn eins og hann á til. Úlfur Ágúst og Kjartan Kári hættulegir sömuleiðis lengi vel. Hjá Breiðabliki voru það varamennirnir tveir sem komu inná í hálfleik sem stóðu upp úr, Gísli Eyjólfs og Klæmint Olsen. Þeir loka þessum leik. Ágúst Eðvald fær kall hér fyrir síðari hálfleikinn en ég hef lengi talað fyrir því að hann eigi að spila á hægri kannti sem hann gerði í síðari hálfleik og gerði vel. Hvað mætti betur fara? FH verður að hafa sterkara plan b þegar þeir mæta Blikum í deildinni á laugardaginn næsta. Þegar þeir geta ekki lengur hápressað með háa varnarlínu þá verða þeir að geta haldið út eða jafnvel hvílt sig í stutta stund til þess að stíga svo aftur upp á völlinn. Hvað gerist næst? Blikar verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin, svo einfalt er það. Annars mætast þessi lið í deildinni aftur í næsta leik. Heimir Guðjónsson: Við erum á réttri leið Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni fyrr í sumar.Vísir/Diego Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var svekktur í leikslok en vildi meina að liðið gæti tekið margt gott úr leiknum. “Aldrei gott að tapa en við getum tekið margt jákvætt út úr leiknum. Spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, létum boltann ganga vel og opnuðum þá. Í seinni hálfleik vantaði að halda áfram á sömu braut. Opnanirnar voru til staðar en við vorum ekki alveg nógu klókir að koma okkur í þessar stöður,” sagði Heimir. “Við erum á réttri leið og höfum talað um það að vera að búa til nýtt lið sem tekur tíma. Það er stutt á milli í fótbolta og við þurfum að halda áfram á æfingasvæðinu og mæta klárir í næsta leik á móti Breiðablik á laugardaginn,” sagði Heimir. Heimir gerði breytingu á 65. mínútu þegar Eggert Gunnþór kom inná fyrir Jóhann Ægi. Áhugavert að breyta um hafsent í stöðunni 1-0 og nokkrum mínútum síðar jafnaði Breiðablik. Heimir varð að gera þá breytingu. “Þetta var ekki taktískt, hann var kominn með gult spjald og búinn að fá tvö höfuðhögg. Jói var búinn aðs tanda sig mjög vel en við mátums töðuna á þessum tímapunkti þannig að hann þyrfti að fá hvíld. Eggert kom inn og stóð sig mjög vel eins og honum er lagið,” sagði Heimir.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti