Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2023 15:44 Ljóstrað hefur verið upp um kynferðisbrot kaþólskra presta í fjölda landa á undanförnum árum. Spánn gengur nú í gegnum sitt eigið uppgjör á syndum kirkjunnar manna. Vísir/Getty Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni hafa verið í sviðsljósinu eftir að dagblaðið El País greindi frá fleir en tólf hundruð tilfellum árið 2021. Sambærileg uppgjör hafa átt sér stað víða annars staðar á undanförnum árum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Frakklandi og Írlandi. „Við viðurkennum þann skaða sem var valdið. Við viljum hjálpa öllum fórnarlömbunum, fylgja þeim á meðan sár þeirra gróa,“ sagði José Gabriel Vera, talsmaður spænsku biskupastefnunnar, þegar skýrsla um innri rannsókn kirkjunnar var kynnt í dag. Reuters-fréttastofan segir að skýrslan byggi á framburði fórnarlamba og hún sanni hvorki sekt né sakleysi kirkjunnar manna. Nærri því allir meintu gerendurnir voru karlar, flestir þeirra prestar. Meira en 63 prósent þeirra eru látin. Flest fórnarlömbin voru einnig karlar. Þrjú af hverjum fjórum brotum áttu sér stað fyrir árið 1990. Flest þeirra áttu sér stað í skólum, prestaskólum og safnaðarheimilum. Vera sagði að kirkjuna fýsti að vita hvað fór úrskeiðis við val á prestum og þjálfun þeirra. Ætlun hennar er að uppfæra skýrsluna reglulega. Telja ekki mark takandi á rannsókn kirkjunnar El País segir að raunverulegur fjöldi fórnarlamba kirkjunnar sé mun hærri. Skýrslan nái aðeins til brota sem hafa verið skráð frá 2019, ekki þeirra sem kirkjan hafði vitneskju um fyrir það. Rannsóknir á kynferðisofbeldi kaþólskra presta og annarra starfsmanna kirkjunnar í öðrum löndum hafa leitt í ljós að það hafi verið mun útbreiddara en skýrsla spænsku kirkjunnar gefur tilefni til að ætla. Í Frakklandi ályktaði opinber nefnd að um 330.000 börn hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi innan kirkjunnar á árunum 1950 til 2020. Í Portúgal taldi sérfræðinganefnd að hátt í fimm þúsund manns hefðu verið misnotaðir sem börn. Embætti umboðsmanns rannsakar einnig kynferðisbrotin að ósk spænska þingsins. Fyrr á þessu ári sagðist umboðsmaður hafa safnað framburði 445 fórnarlamba og að rannsóknin héldi áfram. Ríkissaksóknari Spánar tjáði embættinu í fyrra að innri rannsókn kirkjunnar væri hlutdræg og að lítið væri hægt að byggja á henni. Biskupar kirkjunnar reyndu að halda eftir sönnunargögnum. Biskuparnir mótmæltu því, að sögn AP-fréttastofunnar. Spánn Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni hafa verið í sviðsljósinu eftir að dagblaðið El País greindi frá fleir en tólf hundruð tilfellum árið 2021. Sambærileg uppgjör hafa átt sér stað víða annars staðar á undanförnum árum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Frakklandi og Írlandi. „Við viðurkennum þann skaða sem var valdið. Við viljum hjálpa öllum fórnarlömbunum, fylgja þeim á meðan sár þeirra gróa,“ sagði José Gabriel Vera, talsmaður spænsku biskupastefnunnar, þegar skýrsla um innri rannsókn kirkjunnar var kynnt í dag. Reuters-fréttastofan segir að skýrslan byggi á framburði fórnarlamba og hún sanni hvorki sekt né sakleysi kirkjunnar manna. Nærri því allir meintu gerendurnir voru karlar, flestir þeirra prestar. Meira en 63 prósent þeirra eru látin. Flest fórnarlömbin voru einnig karlar. Þrjú af hverjum fjórum brotum áttu sér stað fyrir árið 1990. Flest þeirra áttu sér stað í skólum, prestaskólum og safnaðarheimilum. Vera sagði að kirkjuna fýsti að vita hvað fór úrskeiðis við val á prestum og þjálfun þeirra. Ætlun hennar er að uppfæra skýrsluna reglulega. Telja ekki mark takandi á rannsókn kirkjunnar El País segir að raunverulegur fjöldi fórnarlamba kirkjunnar sé mun hærri. Skýrslan nái aðeins til brota sem hafa verið skráð frá 2019, ekki þeirra sem kirkjan hafði vitneskju um fyrir það. Rannsóknir á kynferðisofbeldi kaþólskra presta og annarra starfsmanna kirkjunnar í öðrum löndum hafa leitt í ljós að það hafi verið mun útbreiddara en skýrsla spænsku kirkjunnar gefur tilefni til að ætla. Í Frakklandi ályktaði opinber nefnd að um 330.000 börn hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi innan kirkjunnar á árunum 1950 til 2020. Í Portúgal taldi sérfræðinganefnd að hátt í fimm þúsund manns hefðu verið misnotaðir sem börn. Embætti umboðsmanns rannsakar einnig kynferðisbrotin að ósk spænska þingsins. Fyrr á þessu ári sagðist umboðsmaður hafa safnað framburði 445 fórnarlamba og að rannsóknin héldi áfram. Ríkissaksóknari Spánar tjáði embættinu í fyrra að innri rannsókn kirkjunnar væri hlutdræg og að lítið væri hægt að byggja á henni. Biskupar kirkjunnar reyndu að halda eftir sönnunargögnum. Biskuparnir mótmæltu því, að sögn AP-fréttastofunnar.
Spánn Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira