Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2023 23:40 Gestum býðst að skoða flugvélar í návígi. Myndin er frá flugsýningu árið 2019. Sigurður Kristjánsson „Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins. „Stjarna sýningarinnar verður listflugmaðurinn Luke Penner en hann er mikill Íslandsvinur sem hefur kennt fjölmörgum Íslendingum listflug á síðastliðnum árum,“ segir Matthías en nánar má fræðast um hann hér. Stærsta flugvélin á sýningunni verður væntanlega TF-PLC, 214 sæta Airbus A321 farþegaþota flugfélagsins Play. Hún er jafnframt sú nýjasta í flugflota Íslendinga, kom til landsins beint úr flugvélaverksmiðju Airbus í Hamborg í fyrrakvöld. Hún mun lenda á Reykjavíkurflugvelli en einnig taka sýningarflug yfir borginni. Nýjasta flugvél íslenska flugflotans, Airbus A321, sem afhent var Play í Hamborg á miðvikudag, verður til sýnis á Reykjavíkurflugvelli.KMU Forystumenn Flugmálafélagsins freista þess að fá Boeing P-8 Poseidon kafbátaleitarflugvél frá bandaríska hernum á sýninguna en slíkar vélar hafa jafnan haft viðveru á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri. Þátttaka kafbátaleitarvélar hefur þó ekki verið staðfest en aðalflugbrautin í Reykjavík er nægilega stór fyrir slíka flugvél, sem er í raun hernaðarútgáfa af Boeing 737-800. Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, verður bæði til sýnis á jörðinni og á lofti. Það verður í fyrsta sinn sem almenningi gefst kostur á því að skoða vélina á flugsýningu. Listflug verður sýnt á svifflugu.Sigurður Kristjánsson Af öðrum sýningaratriðum má nefna þyrluflug, listflug á svifflugu og tog á svifflugu, kappflug dróna, fisflug, gírókopta, svifvæng, paramótor og flugtök og lendingar svokallaðra STOL-véla, sem þurfa óvenju stutta braut. Icelandair sýnir Dash-vél úr innanlandsfluginu, Landhelgisgæslan mætir á svæðið og einnig vél Isavia. Elsta flugvélin verður sennilega tvívængjan TF-OLD, sem var smíðuð árið 1946. Sýningarsvæðið á flugvellinum við Loftleiðahótelið verður opnað klukkan 12 á hádegi en flugsýningin hefst klukkan 13. Aðgangur er ókeypis. Nánar má fræðast um sýninguna á sérstakri heimasíðu. Mælt er með því að fólk mæti snemma til að tryggja sér bílastæði sem finna má víða í nágrenninu. Hér má sjá svipmyndir frá flugsýningu árið 2018: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Airbus Boeing Play Icelandair Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 31. maí 2019 22:10 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
„Stjarna sýningarinnar verður listflugmaðurinn Luke Penner en hann er mikill Íslandsvinur sem hefur kennt fjölmörgum Íslendingum listflug á síðastliðnum árum,“ segir Matthías en nánar má fræðast um hann hér. Stærsta flugvélin á sýningunni verður væntanlega TF-PLC, 214 sæta Airbus A321 farþegaþota flugfélagsins Play. Hún er jafnframt sú nýjasta í flugflota Íslendinga, kom til landsins beint úr flugvélaverksmiðju Airbus í Hamborg í fyrrakvöld. Hún mun lenda á Reykjavíkurflugvelli en einnig taka sýningarflug yfir borginni. Nýjasta flugvél íslenska flugflotans, Airbus A321, sem afhent var Play í Hamborg á miðvikudag, verður til sýnis á Reykjavíkurflugvelli.KMU Forystumenn Flugmálafélagsins freista þess að fá Boeing P-8 Poseidon kafbátaleitarflugvél frá bandaríska hernum á sýninguna en slíkar vélar hafa jafnan haft viðveru á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri. Þátttaka kafbátaleitarvélar hefur þó ekki verið staðfest en aðalflugbrautin í Reykjavík er nægilega stór fyrir slíka flugvél, sem er í raun hernaðarútgáfa af Boeing 737-800. Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, verður bæði til sýnis á jörðinni og á lofti. Það verður í fyrsta sinn sem almenningi gefst kostur á því að skoða vélina á flugsýningu. Listflug verður sýnt á svifflugu.Sigurður Kristjánsson Af öðrum sýningaratriðum má nefna þyrluflug, listflug á svifflugu og tog á svifflugu, kappflug dróna, fisflug, gírókopta, svifvæng, paramótor og flugtök og lendingar svokallaðra STOL-véla, sem þurfa óvenju stutta braut. Icelandair sýnir Dash-vél úr innanlandsfluginu, Landhelgisgæslan mætir á svæðið og einnig vél Isavia. Elsta flugvélin verður sennilega tvívængjan TF-OLD, sem var smíðuð árið 1946. Sýningarsvæðið á flugvellinum við Loftleiðahótelið verður opnað klukkan 12 á hádegi en flugsýningin hefst klukkan 13. Aðgangur er ókeypis. Nánar má fræðast um sýninguna á sérstakri heimasíðu. Mælt er með því að fólk mæti snemma til að tryggja sér bílastæði sem finna má víða í nágrenninu. Hér má sjá svipmyndir frá flugsýningu árið 2018:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Airbus Boeing Play Icelandair Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 31. maí 2019 22:10 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33
Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 31. maí 2019 22:10