„Það eru allir foreldrar eins og hauslausar hænur“ Máni Snær Þorláksson skrifar 1. júní 2023 11:31 Ósk Gunnarsdóttir og Magnea Guðmundsdóttir ræddu um áhrifin sem verkfall BSRB hefur haft á líf þeirra. Báðar eiga þær börn í Kópavogi. Bylgjan Tvær mæður sem eiga börn í Kópavogi segja verkföllin hafa raskað lífi þeirra og barnanna þeirra. Umræða um verkföllin hefur ekki verið nógu mikil að þeirra mati. Þær styðja félagsfólk BSRB í verkföllunum. „Þetta lítur ekki vel út. Okkur líður eins og það sé ekki nein umræða í gangi og ekki neitt að gerast,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, móðir barns í sérkennslu. Stuðningsfulltrúarnir á sérkennsludeildinni séu allir í verkfalli og því hafi sonur hennar nánast ekkert náð að mæta í skólann í verkfallinu. „Það er náttúrulega þannig að svona röskun á rútínu fyrir börn er alltaf erfið og ég tala nú ekki um börn með sérþarfir, það hefur mikil áhrif á þau líka.“ Sonur Magneu er fimmtán ára gamall og er með einhverfu. „Hann er ekki eins og annað fimmtán ára barn, ég get ekki skilið hann eftir einan heima,“ segir hún. „Svo á ég annan sem er ellefu ára, þetta hefur nánast engin áhrif á hann af því hann er með sinn bekkjarkennara sem kennir honum á daginn.“ Í lausu lofti Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona á FM957, er með þriggja ára dóttur sína á leikskóla í Kópavogi. „Mín upplifun sem foreldri er að þetta kom allt í einu,“ segir hún. Skortur hafi verið á upplýsingum um verkföllin og foreldrum sagt að fylgjast með fréttum. Verkföllin hafa sett starfið á leikskólanum úr skorðum. Ósk segist hafa fengið tölvupóst þar sem fram kom að dóttir hennar væri í ákveðnum hóp, hún ætti því að mæta fyrir hádegi einhverja daga en eftir hádegi aðra daga. Þá þurfi alltaf að sækja börnin í hádegishlénu. „Fyrir mitt leyti er þetta þannig að maður er í gjörsamlega lausu lofti,“ segir Ósk. „Maður þarf að sækja barnið sitt, raska þeirra rútínu og hvernig barnið mitt er búið að takast á þessu síðustu tvær vikur, hún er ekki að fíla þetta.“ Ósk segir dóttur sína þurfa rútínu en skortur sé á henni í verkföllunum. Það sé til að mynda erfitt að fara með hana aftur á leikskólann eftir að hún er sótt í hádegishlénu. „Þá vill hún ekkert fara inn á leikskólann, eðlilega. En maður skilar henni, hún er hágrátandi, ekki sátt og er í rauninni bara ekki lík sjálfri sér. Þessi úlfatími er svona sinnum hundrað, það er einhvern veginn skapið á henni, hún er tæp. Maður finnur það bara sjálfur sem fullorðinn einstaklingur að þegar maður dettur úr rútínu, það er bara mjög óþægilegt. Suma dagana þá sækjum við hana í hádeginu, aðra daga má hún ekki fara fyrir hádegi, það er engin rútína í þessu rútínuleysi.“ „Þau eru að sjá um æskuna“ Magnea og Ósk segjast báðar hafa samúð með fólkinu sem er í verkföllum. „Það er ekki eins og það séu há laun sem er verið að óska eftir, það er líka verið að óska eftir að það sama gildi fyrir alla,“ segir Magnea. „Þetta snýst aldrei um starfsmennina eða neitt þannig, það þarf að semja. Þau eru að sjá um æskuna, börnin okkar.“ Ósk grípur í sama streng: „Þetta er fólk sem er í leikskólum að sinna mjög krefjandi vinnu, að ala upp börnin okkar. Þau eru meira með börnunum okkar en við foreldrar, það er bara staðreynd. Þau eiga bara að fá mannsæmandi laun, það er ekki verið að biðja um háar tölur.“ Þá segir Ósk að henni finnist umræðan um verkföllin hafa verið lítil: „Það eru allir foreldrar eins og hauslausar hænur.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Bítið Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
„Þetta lítur ekki vel út. Okkur líður eins og það sé ekki nein umræða í gangi og ekki neitt að gerast,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, móðir barns í sérkennslu. Stuðningsfulltrúarnir á sérkennsludeildinni séu allir í verkfalli og því hafi sonur hennar nánast ekkert náð að mæta í skólann í verkfallinu. „Það er náttúrulega þannig að svona röskun á rútínu fyrir börn er alltaf erfið og ég tala nú ekki um börn með sérþarfir, það hefur mikil áhrif á þau líka.“ Sonur Magneu er fimmtán ára gamall og er með einhverfu. „Hann er ekki eins og annað fimmtán ára barn, ég get ekki skilið hann eftir einan heima,“ segir hún. „Svo á ég annan sem er ellefu ára, þetta hefur nánast engin áhrif á hann af því hann er með sinn bekkjarkennara sem kennir honum á daginn.“ Í lausu lofti Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona á FM957, er með þriggja ára dóttur sína á leikskóla í Kópavogi. „Mín upplifun sem foreldri er að þetta kom allt í einu,“ segir hún. Skortur hafi verið á upplýsingum um verkföllin og foreldrum sagt að fylgjast með fréttum. Verkföllin hafa sett starfið á leikskólanum úr skorðum. Ósk segist hafa fengið tölvupóst þar sem fram kom að dóttir hennar væri í ákveðnum hóp, hún ætti því að mæta fyrir hádegi einhverja daga en eftir hádegi aðra daga. Þá þurfi alltaf að sækja börnin í hádegishlénu. „Fyrir mitt leyti er þetta þannig að maður er í gjörsamlega lausu lofti,“ segir Ósk. „Maður þarf að sækja barnið sitt, raska þeirra rútínu og hvernig barnið mitt er búið að takast á þessu síðustu tvær vikur, hún er ekki að fíla þetta.“ Ósk segir dóttur sína þurfa rútínu en skortur sé á henni í verkföllunum. Það sé til að mynda erfitt að fara með hana aftur á leikskólann eftir að hún er sótt í hádegishlénu. „Þá vill hún ekkert fara inn á leikskólann, eðlilega. En maður skilar henni, hún er hágrátandi, ekki sátt og er í rauninni bara ekki lík sjálfri sér. Þessi úlfatími er svona sinnum hundrað, það er einhvern veginn skapið á henni, hún er tæp. Maður finnur það bara sjálfur sem fullorðinn einstaklingur að þegar maður dettur úr rútínu, það er bara mjög óþægilegt. Suma dagana þá sækjum við hana í hádeginu, aðra daga má hún ekki fara fyrir hádegi, það er engin rútína í þessu rútínuleysi.“ „Þau eru að sjá um æskuna“ Magnea og Ósk segjast báðar hafa samúð með fólkinu sem er í verkföllum. „Það er ekki eins og það séu há laun sem er verið að óska eftir, það er líka verið að óska eftir að það sama gildi fyrir alla,“ segir Magnea. „Þetta snýst aldrei um starfsmennina eða neitt þannig, það þarf að semja. Þau eru að sjá um æskuna, börnin okkar.“ Ósk grípur í sama streng: „Þetta er fólk sem er í leikskólum að sinna mjög krefjandi vinnu, að ala upp börnin okkar. Þau eru meira með börnunum okkar en við foreldrar, það er bara staðreynd. Þau eiga bara að fá mannsæmandi laun, það er ekki verið að biðja um háar tölur.“ Þá segir Ósk að henni finnist umræðan um verkföllin hafa verið lítil: „Það eru allir foreldrar eins og hauslausar hænur.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Bítið Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent