„Það eru allir foreldrar eins og hauslausar hænur“ Máni Snær Þorláksson skrifar 1. júní 2023 11:31 Ósk Gunnarsdóttir og Magnea Guðmundsdóttir ræddu um áhrifin sem verkfall BSRB hefur haft á líf þeirra. Báðar eiga þær börn í Kópavogi. Bylgjan Tvær mæður sem eiga börn í Kópavogi segja verkföllin hafa raskað lífi þeirra og barnanna þeirra. Umræða um verkföllin hefur ekki verið nógu mikil að þeirra mati. Þær styðja félagsfólk BSRB í verkföllunum. „Þetta lítur ekki vel út. Okkur líður eins og það sé ekki nein umræða í gangi og ekki neitt að gerast,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, móðir barns í sérkennslu. Stuðningsfulltrúarnir á sérkennsludeildinni séu allir í verkfalli og því hafi sonur hennar nánast ekkert náð að mæta í skólann í verkfallinu. „Það er náttúrulega þannig að svona röskun á rútínu fyrir börn er alltaf erfið og ég tala nú ekki um börn með sérþarfir, það hefur mikil áhrif á þau líka.“ Sonur Magneu er fimmtán ára gamall og er með einhverfu. „Hann er ekki eins og annað fimmtán ára barn, ég get ekki skilið hann eftir einan heima,“ segir hún. „Svo á ég annan sem er ellefu ára, þetta hefur nánast engin áhrif á hann af því hann er með sinn bekkjarkennara sem kennir honum á daginn.“ Í lausu lofti Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona á FM957, er með þriggja ára dóttur sína á leikskóla í Kópavogi. „Mín upplifun sem foreldri er að þetta kom allt í einu,“ segir hún. Skortur hafi verið á upplýsingum um verkföllin og foreldrum sagt að fylgjast með fréttum. Verkföllin hafa sett starfið á leikskólanum úr skorðum. Ósk segist hafa fengið tölvupóst þar sem fram kom að dóttir hennar væri í ákveðnum hóp, hún ætti því að mæta fyrir hádegi einhverja daga en eftir hádegi aðra daga. Þá þurfi alltaf að sækja börnin í hádegishlénu. „Fyrir mitt leyti er þetta þannig að maður er í gjörsamlega lausu lofti,“ segir Ósk. „Maður þarf að sækja barnið sitt, raska þeirra rútínu og hvernig barnið mitt er búið að takast á þessu síðustu tvær vikur, hún er ekki að fíla þetta.“ Ósk segir dóttur sína þurfa rútínu en skortur sé á henni í verkföllunum. Það sé til að mynda erfitt að fara með hana aftur á leikskólann eftir að hún er sótt í hádegishlénu. „Þá vill hún ekkert fara inn á leikskólann, eðlilega. En maður skilar henni, hún er hágrátandi, ekki sátt og er í rauninni bara ekki lík sjálfri sér. Þessi úlfatími er svona sinnum hundrað, það er einhvern veginn skapið á henni, hún er tæp. Maður finnur það bara sjálfur sem fullorðinn einstaklingur að þegar maður dettur úr rútínu, það er bara mjög óþægilegt. Suma dagana þá sækjum við hana í hádeginu, aðra daga má hún ekki fara fyrir hádegi, það er engin rútína í þessu rútínuleysi.“ „Þau eru að sjá um æskuna“ Magnea og Ósk segjast báðar hafa samúð með fólkinu sem er í verkföllum. „Það er ekki eins og það séu há laun sem er verið að óska eftir, það er líka verið að óska eftir að það sama gildi fyrir alla,“ segir Magnea. „Þetta snýst aldrei um starfsmennina eða neitt þannig, það þarf að semja. Þau eru að sjá um æskuna, börnin okkar.“ Ósk grípur í sama streng: „Þetta er fólk sem er í leikskólum að sinna mjög krefjandi vinnu, að ala upp börnin okkar. Þau eru meira með börnunum okkar en við foreldrar, það er bara staðreynd. Þau eiga bara að fá mannsæmandi laun, það er ekki verið að biðja um háar tölur.“ Þá segir Ósk að henni finnist umræðan um verkföllin hafa verið lítil: „Það eru allir foreldrar eins og hauslausar hænur.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Bítið Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira
„Þetta lítur ekki vel út. Okkur líður eins og það sé ekki nein umræða í gangi og ekki neitt að gerast,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, móðir barns í sérkennslu. Stuðningsfulltrúarnir á sérkennsludeildinni séu allir í verkfalli og því hafi sonur hennar nánast ekkert náð að mæta í skólann í verkfallinu. „Það er náttúrulega þannig að svona röskun á rútínu fyrir börn er alltaf erfið og ég tala nú ekki um börn með sérþarfir, það hefur mikil áhrif á þau líka.“ Sonur Magneu er fimmtán ára gamall og er með einhverfu. „Hann er ekki eins og annað fimmtán ára barn, ég get ekki skilið hann eftir einan heima,“ segir hún. „Svo á ég annan sem er ellefu ára, þetta hefur nánast engin áhrif á hann af því hann er með sinn bekkjarkennara sem kennir honum á daginn.“ Í lausu lofti Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona á FM957, er með þriggja ára dóttur sína á leikskóla í Kópavogi. „Mín upplifun sem foreldri er að þetta kom allt í einu,“ segir hún. Skortur hafi verið á upplýsingum um verkföllin og foreldrum sagt að fylgjast með fréttum. Verkföllin hafa sett starfið á leikskólanum úr skorðum. Ósk segist hafa fengið tölvupóst þar sem fram kom að dóttir hennar væri í ákveðnum hóp, hún ætti því að mæta fyrir hádegi einhverja daga en eftir hádegi aðra daga. Þá þurfi alltaf að sækja börnin í hádegishlénu. „Fyrir mitt leyti er þetta þannig að maður er í gjörsamlega lausu lofti,“ segir Ósk. „Maður þarf að sækja barnið sitt, raska þeirra rútínu og hvernig barnið mitt er búið að takast á þessu síðustu tvær vikur, hún er ekki að fíla þetta.“ Ósk segir dóttur sína þurfa rútínu en skortur sé á henni í verkföllunum. Það sé til að mynda erfitt að fara með hana aftur á leikskólann eftir að hún er sótt í hádegishlénu. „Þá vill hún ekkert fara inn á leikskólann, eðlilega. En maður skilar henni, hún er hágrátandi, ekki sátt og er í rauninni bara ekki lík sjálfri sér. Þessi úlfatími er svona sinnum hundrað, það er einhvern veginn skapið á henni, hún er tæp. Maður finnur það bara sjálfur sem fullorðinn einstaklingur að þegar maður dettur úr rútínu, það er bara mjög óþægilegt. Suma dagana þá sækjum við hana í hádeginu, aðra daga má hún ekki fara fyrir hádegi, það er engin rútína í þessu rútínuleysi.“ „Þau eru að sjá um æskuna“ Magnea og Ósk segjast báðar hafa samúð með fólkinu sem er í verkföllum. „Það er ekki eins og það séu há laun sem er verið að óska eftir, það er líka verið að óska eftir að það sama gildi fyrir alla,“ segir Magnea. „Þetta snýst aldrei um starfsmennina eða neitt þannig, það þarf að semja. Þau eru að sjá um æskuna, börnin okkar.“ Ósk grípur í sama streng: „Þetta er fólk sem er í leikskólum að sinna mjög krefjandi vinnu, að ala upp börnin okkar. Þau eru meira með börnunum okkar en við foreldrar, það er bara staðreynd. Þau eiga bara að fá mannsæmandi laun, það er ekki verið að biðja um háar tölur.“ Þá segir Ósk að henni finnist umræðan um verkföllin hafa verið lítil: „Það eru allir foreldrar eins og hauslausar hænur.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Bítið Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira