Pink Floyd stjarna til rannsóknar vegna búnings Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 09:27 Waters hefur um áratuga skeið klæðst búningnum. Hérna er hann í Zurich í Sviss árið 2013. EPA Lögreglan í Þýskalandi hefur opnað sakamálarannsókn á breska tónlistarmanninum Roger Waters, fyrrverandi meðlim hljómsveitarinnar Pink Floyd. Er honum gefið að sök að hafa klæðst búning á sviði sem minnir á einkennisbúning nasista. Waters hefur klæðst búningnum á sviði í meira en þrjátíu ár. En hann er hluti af sviðsframkomu við tónlistina af Pink Floyd plötunni The Wall, sem kom út árið 1979. Það er að hann klæðir sig upp sem fasískan einræðisherra. Waters, sem er 79 ára gamall, var bassaleikari og einn af söngvurum sveitarinnar þangað til hann hætti árið 1985. Síðan þá hefur hann haldið úti sólóferli sínum þar sem hann spilar reglulega gömul Pink Floyd lög, sem hann samdi mörg sjálfur. Raskar almannafriði Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Waters klæðist búningnum í Þýskalandi. Meðal annars setti hann The Wall á svið í Berlín árið 1990. En þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan þar í landi hefur hann grunaðan um glæp, eins og fréttastofan CNN greinir frá. Búningurinn er hluti af sviðsframkomu í tengslum við flutning á The Wall plötunni.EPA Jennifer Bahle, talskona lögreglunnar í Berlín, segir að Waters sé til rannsóknar vegna tveggja tónleika. Þann 17. og 18. maí síðastliðinn. Er hann grunaður um að hafa brotið 140. grein þýskra hegningarlaga. „Klæðnaðurinn er talinn geta vegsamað eða réttlætt ofbeldisfulla einræðisstjórn nasistaflokksins á þann hátt að trufla frið fórnarlambanna og raska almannafriði,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Verður málið afhent saksóknara Berlínar. Oft í veseni Roger Waters hefur marg oft lent í vandræðum vegna skoðana sinna. Hann er dyggur stuðningsmaður Palestínu en hefur málflutningur hans oft bera keim af gyðingaandúð. Þá hefur hann einnig sagt að Atlantshafsbandalagið, NATO, hafi egnt Rússum til að ráðast inn í Úkraínu árið 2022. Vesturlönd ættu ekki að veita Úkraínumönnum vopn. Hefur tónleikum hans í Póllandi meðal annars verið aflýst vegna þessa. Tónlist Þýskaland Kynþáttafordómar Lögreglumál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Waters hefur klæðst búningnum á sviði í meira en þrjátíu ár. En hann er hluti af sviðsframkomu við tónlistina af Pink Floyd plötunni The Wall, sem kom út árið 1979. Það er að hann klæðir sig upp sem fasískan einræðisherra. Waters, sem er 79 ára gamall, var bassaleikari og einn af söngvurum sveitarinnar þangað til hann hætti árið 1985. Síðan þá hefur hann haldið úti sólóferli sínum þar sem hann spilar reglulega gömul Pink Floyd lög, sem hann samdi mörg sjálfur. Raskar almannafriði Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Waters klæðist búningnum í Þýskalandi. Meðal annars setti hann The Wall á svið í Berlín árið 1990. En þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan þar í landi hefur hann grunaðan um glæp, eins og fréttastofan CNN greinir frá. Búningurinn er hluti af sviðsframkomu í tengslum við flutning á The Wall plötunni.EPA Jennifer Bahle, talskona lögreglunnar í Berlín, segir að Waters sé til rannsóknar vegna tveggja tónleika. Þann 17. og 18. maí síðastliðinn. Er hann grunaður um að hafa brotið 140. grein þýskra hegningarlaga. „Klæðnaðurinn er talinn geta vegsamað eða réttlætt ofbeldisfulla einræðisstjórn nasistaflokksins á þann hátt að trufla frið fórnarlambanna og raska almannafriði,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Verður málið afhent saksóknara Berlínar. Oft í veseni Roger Waters hefur marg oft lent í vandræðum vegna skoðana sinna. Hann er dyggur stuðningsmaður Palestínu en hefur málflutningur hans oft bera keim af gyðingaandúð. Þá hefur hann einnig sagt að Atlantshafsbandalagið, NATO, hafi egnt Rússum til að ráðast inn í Úkraínu árið 2022. Vesturlönd ættu ekki að veita Úkraínumönnum vopn. Hefur tónleikum hans í Póllandi meðal annars verið aflýst vegna þessa.
Tónlist Þýskaland Kynþáttafordómar Lögreglumál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira