Segir notkun samfélagsmiðla geta skaðað börn Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2023 10:34 Tveir þriðju ungmenna í Bandaríkjunum segjast nota samfélagsmiðla daglega og einn þriðji segir notkunina stanslausa. Getty Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga. Samhliða útgáfu álitsins skrifaði Murthy grein í Washington Post þar sem hann sagði meðal annars að það væri ekki lengur hægt að hunsa þann mögulega skaða sem samfélagsmiðlar eru að valda milljónum barna og fjölskyldna í Bandaríkjunum. Murthy segir að á ferðum sínum um landið og í samtölum við foreldra spyrji flestir hann út í samfélagsmiðla og hvort þeir séu öruggir fyrir börn. Þá segir hann foreldra segja uppeldið erfiðara en áður vegna tækni og samfélagsmiðla. Einni þriðji ungmenna stöðugt á samfélagsmiðlum Í áliti Landlæknis, sem finna má hér, kemur fram að um 95 prósent táninga sem eru þrettán til sautján ára gamlir séu á samfélagsmiðlum. Þar af skoði tveir þriðju samfélagsmiðla daglega og einn þriðji nærri því stanslaust. „Foreldrar segja mér að þau horfi á börn sín loka sig af inn í herbergi og verja klukkustundum fyrir framan skjái með endalaust flæði af fullkomnum líkömum og óraunhæfum fyrirmyndum sem fær þau til að skammast sín og skemmir sjálfstraust þeirra,“ skrifaði Murthy í áðurnefnda grein. Dr. Vivek Murthy, landlæknir Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Um álitið sagði hann að í grunninn snerist málið um að ekki væri hægt að segja að samfélagsmiðlar væru nægilega öruggir fyrir börn og táninga. Þvert á móti litu dagsins ljós sífellt meiri vísbendingar um að samfélagsmiðlar hafi neikvæð áhrif á þróun heila ungmenna og geðheilsu þeirra. Börn geta grætt á notkun samfélagsmiðla, þar sem þeir gera þeim kleift að tengjast ættingjum og vinum á auðveldan hátt, tjá sig og leita að stuðningi. Þau eru einnig líklegri til að verða fyrir einelti á samfélagsmiðlum en í raunheimi. Kallar eftir auknum rannsóknum Í áliti landlæknis kallar hann eftir því að tæknifyrirtæki geri meira í að meta mögulegan skaða sem samfélagsmiðlar valda börnum og veita rannsakendum meiri aðgang að gögnum fyrirtækjanna svo hægt sé að rannsaka það betur. Þá kallar hann einnig eftir aðgerðum ráðamanna til að verja ungmenni frá skaðlegu efni á samfélagsmiðlum og setja lágmarksaldur á samfélagsmiðla. Lagðar eru fram tillögur í álitinu sem foreldrar og ungmenni geti haft í huga. Ein snýr að því að ungmenni eiga að leita sér hjálpar ef þau, eða einhver sem þau þekkja, hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá samfélagsmiðlum. Þá sé gott að takmarka skjátíma og alfarið banna hann minnst klukkustund fyrir svefn. Einnig sé gott að banna snjalltæki á matmálstímum og öðrum stundum sem fjölskyldur koma saman. Ungmennum er einnig ráðlagt að takmarka hvaða upplýsingum þau deila á samfélagsmiðlum og leyna því ekki ef þau verða fyrir áreiti eða einelti. Áhugasamir geta kynnt sér álit landlæknis Bandaríkjanna og ráðleggingar frekar hér á vef embættisins. Bandaríkin Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Samhliða útgáfu álitsins skrifaði Murthy grein í Washington Post þar sem hann sagði meðal annars að það væri ekki lengur hægt að hunsa þann mögulega skaða sem samfélagsmiðlar eru að valda milljónum barna og fjölskyldna í Bandaríkjunum. Murthy segir að á ferðum sínum um landið og í samtölum við foreldra spyrji flestir hann út í samfélagsmiðla og hvort þeir séu öruggir fyrir börn. Þá segir hann foreldra segja uppeldið erfiðara en áður vegna tækni og samfélagsmiðla. Einni þriðji ungmenna stöðugt á samfélagsmiðlum Í áliti Landlæknis, sem finna má hér, kemur fram að um 95 prósent táninga sem eru þrettán til sautján ára gamlir séu á samfélagsmiðlum. Þar af skoði tveir þriðju samfélagsmiðla daglega og einn þriðji nærri því stanslaust. „Foreldrar segja mér að þau horfi á börn sín loka sig af inn í herbergi og verja klukkustundum fyrir framan skjái með endalaust flæði af fullkomnum líkömum og óraunhæfum fyrirmyndum sem fær þau til að skammast sín og skemmir sjálfstraust þeirra,“ skrifaði Murthy í áðurnefnda grein. Dr. Vivek Murthy, landlæknir Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Um álitið sagði hann að í grunninn snerist málið um að ekki væri hægt að segja að samfélagsmiðlar væru nægilega öruggir fyrir börn og táninga. Þvert á móti litu dagsins ljós sífellt meiri vísbendingar um að samfélagsmiðlar hafi neikvæð áhrif á þróun heila ungmenna og geðheilsu þeirra. Börn geta grætt á notkun samfélagsmiðla, þar sem þeir gera þeim kleift að tengjast ættingjum og vinum á auðveldan hátt, tjá sig og leita að stuðningi. Þau eru einnig líklegri til að verða fyrir einelti á samfélagsmiðlum en í raunheimi. Kallar eftir auknum rannsóknum Í áliti landlæknis kallar hann eftir því að tæknifyrirtæki geri meira í að meta mögulegan skaða sem samfélagsmiðlar valda börnum og veita rannsakendum meiri aðgang að gögnum fyrirtækjanna svo hægt sé að rannsaka það betur. Þá kallar hann einnig eftir aðgerðum ráðamanna til að verja ungmenni frá skaðlegu efni á samfélagsmiðlum og setja lágmarksaldur á samfélagsmiðla. Lagðar eru fram tillögur í álitinu sem foreldrar og ungmenni geti haft í huga. Ein snýr að því að ungmenni eiga að leita sér hjálpar ef þau, eða einhver sem þau þekkja, hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá samfélagsmiðlum. Þá sé gott að takmarka skjátíma og alfarið banna hann minnst klukkustund fyrir svefn. Einnig sé gott að banna snjalltæki á matmálstímum og öðrum stundum sem fjölskyldur koma saman. Ungmennum er einnig ráðlagt að takmarka hvaða upplýsingum þau deila á samfélagsmiðlum og leyna því ekki ef þau verða fyrir áreiti eða einelti. Áhugasamir geta kynnt sér álit landlæknis Bandaríkjanna og ráðleggingar frekar hér á vef embættisins.
Bandaríkin Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna