„Það var blint fyrir mig en eiginlega ekki fyrir hann,“ segir Miley í viðtalinu. Hún segir þau hafa byrjað að rugla saman reitum fyrir „nokkrum sumrum“ síðan. Um er að ræða fyrsta skiptið sem söngkonan talar opinberlega um Morando sem kærasta sinn.
Miley virðist hafa verið smá efins með að fara á stefnumótið á sínum tíma. „Ég hugsaði: Það versta sem getur gerst er að ég fer,“ segir hún í viðtalinu. Það er þó ljóst að það versta gerðist ekki þar sem þau Morando eru saman í dag.
Morando hringdi í Miley þegar hún var í viðtalinu og spilaðist þá lagið Tyrone eftir Erykah Badu sem hringitónn. Miley sagðist kalla þetta „kynæsandi kærasta hringitóninn“ sinn.
Þá tók Miley fram að hún væri venjulega ekki með síma á sér. „Kærastinn minn er með sinn síma og ég tek minn ekki með,“ segir hún.