Seinkaði Orlando ferðinni og varð Íslandsmeistari: Brotnaði niður á pallinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2023 09:30 Pétur Rúnar Birgisson átti erfitt með sig á verðlaunapallinum. S2 Sport Ef það var einhver Tindastólsmaður sem var búinn að bíða eftir að sá stóri kæmi á Krókinn þá væri það Herra Skagafjörður sem er búinn að vera með frá upphafi í þessu körfuboltaævintýri fyrir norðan. Pétur Rúnar Birgisson er búinn að vera lykilmaður í liði Tindastóls síðan hann var táningur og það sást vel á honum í leikslok hvað hann er búinn að bíða lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum. Pétur Rúnar var gestur á háborði Subway Körfuboltakvölds eftir leik þar sem hann ræddi við Hörð Unnsteinsson og sérfræðinga hans Teit Örlygsson og Hermann Hauksson. En hvernig er tilfinningin? „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég var bara í einhverri geðshræringu þarna eftir leikinn. Ég hélt ég myndi fara að gráta strax eftir leik en gerði það ekki. Svo náði ég augnsambandi við einn vininn minn og ég gjörsamlega brotnaði niður upp á sviðinu. Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg en ég er enn þá að reyna að meðtaka hana og taka þetta inn,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson. „Ég er ekki einu sinni búinn að ná öllum leikmönnunum okkar. Ég er ekki búinn að ná AD,“ sagði Pétur Rúnar. „Þetta er löng helgi Pétur,“ skaut þá Teitur Örlygsson inn í en hann varð tíu sinnum Íslandsmeistari á sínum ferli og þekkir þetta vel. „Ég átti að vera að fara til Orlando klukkan fimm í dag. Ég þurfti að seinka ferðinni,“ sagði Pétur hlæjandi. Hann sem betur fer frestaði ferðinni um nokkra daga og eyðir helginni væntanlega í sigurhátíð á Sauðárkróki. Pétur Rúnar fór líka yfir styrkleika Tindastólsliðið og hvernig Stólarnir fóru að þessu. Hann fékk hrós frá sérfræðingunum sem bentu líka á það að hann hafi bara hlaupið í hringi þegar leiktíminn rann út og Stólarnir voru orðnir meistarar. Það má sjá það og allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Pétur brotnaði niður á verðlaunapallinum Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Pétur Rúnar Birgisson er búinn að vera lykilmaður í liði Tindastóls síðan hann var táningur og það sást vel á honum í leikslok hvað hann er búinn að bíða lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum. Pétur Rúnar var gestur á háborði Subway Körfuboltakvölds eftir leik þar sem hann ræddi við Hörð Unnsteinsson og sérfræðinga hans Teit Örlygsson og Hermann Hauksson. En hvernig er tilfinningin? „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég var bara í einhverri geðshræringu þarna eftir leikinn. Ég hélt ég myndi fara að gráta strax eftir leik en gerði það ekki. Svo náði ég augnsambandi við einn vininn minn og ég gjörsamlega brotnaði niður upp á sviðinu. Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg en ég er enn þá að reyna að meðtaka hana og taka þetta inn,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson. „Ég er ekki einu sinni búinn að ná öllum leikmönnunum okkar. Ég er ekki búinn að ná AD,“ sagði Pétur Rúnar. „Þetta er löng helgi Pétur,“ skaut þá Teitur Örlygsson inn í en hann varð tíu sinnum Íslandsmeistari á sínum ferli og þekkir þetta vel. „Ég átti að vera að fara til Orlando klukkan fimm í dag. Ég þurfti að seinka ferðinni,“ sagði Pétur hlæjandi. Hann sem betur fer frestaði ferðinni um nokkra daga og eyðir helginni væntanlega í sigurhátíð á Sauðárkróki. Pétur Rúnar fór líka yfir styrkleika Tindastólsliðið og hvernig Stólarnir fóru að þessu. Hann fékk hrós frá sérfræðingunum sem bentu líka á það að hann hafi bara hlaupið í hringi þegar leiktíminn rann út og Stólarnir voru orðnir meistarar. Það má sjá það og allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Pétur brotnaði niður á verðlaunapallinum
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira