Finnur: Við erum bara mjög stoltir af tímabilinu Siggeir Ævarsson skrifar 18. maí 2023 22:45 Finnur var þungur á brún í leikslok en nokkuð léttur þegar hann mætti í viðtal, stoltur af sínum mönnum og árangri tímabilsins Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara sportið sem maður valdi sér. Stundum vinnur maður og stundur tapar þú í þessu. Mér fannst við gera nóg hérna undir lok til að vinna. Stólarnir búnir að vera mjög góðir allan leikinn og þetta var bara 50/50 allan tímann. Svo gera þeir vel að koma til baka, Woods setur stór víti trekk í trekk og var svona kannski bara maðurinn.“ Sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir eins stigs tap hans manna gegn Tindastóli í oddaleik úrslitaviðureignar Subway-deildar karla. Leikurinn byrjaði ágætlega hjá Valsmönnum og virtust Stólarnir ennþá vera með frammistöðuna í síðasta leik á bakvið eyrað. Sóknarlega gekk fátt upp en Finnur sagði að það hefði verið varnarleikur gestanna sem kom þeim inn í leikinn á ný. „Bara með varnarleik. Þessi leikur var ekkert ósvipaður hinum leikjunum, bara 50/50 fram og til baka. Við vissum alveg að þótt að við myndum komast einhverjum stigum yfir þá myndu þeir koma til baka. Undir lokin er þetta bara jafn leikur og einhver „moment“ en svo datt þetta þeirra megin.“ Valsmenn þurftu að klára síðustu sekúndur leiksins án Kristófer Acox sem fékk sína fimmtu villu rétt fyrir leikslok. Það hlýtur að hafa haft töluverð áhrif á leikskipulagið? „Kannski ekki leikskipulagið, en auðvitað er Kristófer einn okkar besti varnarmaður og það hefði verið betra að vera með hann inn á. Við töpum leiknum ekkert á því. Ég held að þetta hafi verið þannig leikur að þú getur ekkert bent á eitthvað eitt atriði. Íþróttirnar eru bara þannig að það eru svo mörg augnablik og mikið af hlutum sem geta farið úrskeiðis. Stólarnir unnu hérna með einu stigi og þannig er það!“ Ef Valsmenn gera upp tímabilið, mega þeir ekki vera svona um það bil 90% ánægðir með niðurstöðuna? „Við erum bara mjög stoltir af tímabilinu. Við hefðum viljað þennan og mikil vonbrigði að vera komnir þetta nálægt, tala nú ekki um að eiga bara nokkrar sekúndur hér í að klára hann. En við erum mjög stoltir af þessu tímabili. Við erum deildarmeistar, bikararmeistar, meistarar meistaranna og við förum hérna í svakalega úrslitaviðureign. Hún datt ekki okkar megin, eitt augnablik einhversstaðar annarsstaðar og hún hefði dottað okkar megin.“ „Heilt yfir bara mjög ánægður með þetta tímabil. Gott framhald frá tímabilinu í fyrra. Við missum reynslumikla menn eins og Pavel og Jacob. Fáum inn stráka eins og Aron og Ozzy sem sumir settu spurningamerki við en báðir frábærir í úrslitakeppninni. Þetta snýst ekkert endilega alltaf um að vinna. Auðvitað viltu vinna en ef þú ert þarna í kring og í séns þá ertu að gera eitthvað vel.“ Finnur sagðist strax vera farinn að huga að framhaldinu, það væri bara áfram gakk og jafnvel rúmlega það. „Við erum búnir að festa nokkra leikmenn hjá okkur og höldum áfram ótrauðir og bætum vonandi í og gerum betur.“ Margir fuglar hafa verið að hvísla að Finnur verði næsti þjálfari Keflavíkur. Það var ekki hægt að enda þetta viðtal og tímabil án þess að spyrja Finn út í þennan orðróm, og Finnur gat ekki annað en hlegið. „Allir með þessa spurningu! Ég er samningsbundinn Val og stefni að því að vera hér áfram. Það er planið mitt eins og staðan er í dag.“ Valur Tindastóll Subway-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Sjá meira
Sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir eins stigs tap hans manna gegn Tindastóli í oddaleik úrslitaviðureignar Subway-deildar karla. Leikurinn byrjaði ágætlega hjá Valsmönnum og virtust Stólarnir ennþá vera með frammistöðuna í síðasta leik á bakvið eyrað. Sóknarlega gekk fátt upp en Finnur sagði að það hefði verið varnarleikur gestanna sem kom þeim inn í leikinn á ný. „Bara með varnarleik. Þessi leikur var ekkert ósvipaður hinum leikjunum, bara 50/50 fram og til baka. Við vissum alveg að þótt að við myndum komast einhverjum stigum yfir þá myndu þeir koma til baka. Undir lokin er þetta bara jafn leikur og einhver „moment“ en svo datt þetta þeirra megin.“ Valsmenn þurftu að klára síðustu sekúndur leiksins án Kristófer Acox sem fékk sína fimmtu villu rétt fyrir leikslok. Það hlýtur að hafa haft töluverð áhrif á leikskipulagið? „Kannski ekki leikskipulagið, en auðvitað er Kristófer einn okkar besti varnarmaður og það hefði verið betra að vera með hann inn á. Við töpum leiknum ekkert á því. Ég held að þetta hafi verið þannig leikur að þú getur ekkert bent á eitthvað eitt atriði. Íþróttirnar eru bara þannig að það eru svo mörg augnablik og mikið af hlutum sem geta farið úrskeiðis. Stólarnir unnu hérna með einu stigi og þannig er það!“ Ef Valsmenn gera upp tímabilið, mega þeir ekki vera svona um það bil 90% ánægðir með niðurstöðuna? „Við erum bara mjög stoltir af tímabilinu. Við hefðum viljað þennan og mikil vonbrigði að vera komnir þetta nálægt, tala nú ekki um að eiga bara nokkrar sekúndur hér í að klára hann. En við erum mjög stoltir af þessu tímabili. Við erum deildarmeistar, bikararmeistar, meistarar meistaranna og við förum hérna í svakalega úrslitaviðureign. Hún datt ekki okkar megin, eitt augnablik einhversstaðar annarsstaðar og hún hefði dottað okkar megin.“ „Heilt yfir bara mjög ánægður með þetta tímabil. Gott framhald frá tímabilinu í fyrra. Við missum reynslumikla menn eins og Pavel og Jacob. Fáum inn stráka eins og Aron og Ozzy sem sumir settu spurningamerki við en báðir frábærir í úrslitakeppninni. Þetta snýst ekkert endilega alltaf um að vinna. Auðvitað viltu vinna en ef þú ert þarna í kring og í séns þá ertu að gera eitthvað vel.“ Finnur sagðist strax vera farinn að huga að framhaldinu, það væri bara áfram gakk og jafnvel rúmlega það. „Við erum búnir að festa nokkra leikmenn hjá okkur og höldum áfram ótrauðir og bætum vonandi í og gerum betur.“ Margir fuglar hafa verið að hvísla að Finnur verði næsti þjálfari Keflavíkur. Það var ekki hægt að enda þetta viðtal og tímabil án þess að spyrja Finn út í þennan orðróm, og Finnur gat ekki annað en hlegið. „Allir með þessa spurningu! Ég er samningsbundinn Val og stefni að því að vera hér áfram. Það er planið mitt eins og staðan er í dag.“
Valur Tindastóll Subway-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn