Finnur: Við erum bara mjög stoltir af tímabilinu Siggeir Ævarsson skrifar 18. maí 2023 22:45 Finnur var þungur á brún í leikslok en nokkuð léttur þegar hann mætti í viðtal, stoltur af sínum mönnum og árangri tímabilsins Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara sportið sem maður valdi sér. Stundum vinnur maður og stundur tapar þú í þessu. Mér fannst við gera nóg hérna undir lok til að vinna. Stólarnir búnir að vera mjög góðir allan leikinn og þetta var bara 50/50 allan tímann. Svo gera þeir vel að koma til baka, Woods setur stór víti trekk í trekk og var svona kannski bara maðurinn.“ Sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir eins stigs tap hans manna gegn Tindastóli í oddaleik úrslitaviðureignar Subway-deildar karla. Leikurinn byrjaði ágætlega hjá Valsmönnum og virtust Stólarnir ennþá vera með frammistöðuna í síðasta leik á bakvið eyrað. Sóknarlega gekk fátt upp en Finnur sagði að það hefði verið varnarleikur gestanna sem kom þeim inn í leikinn á ný. „Bara með varnarleik. Þessi leikur var ekkert ósvipaður hinum leikjunum, bara 50/50 fram og til baka. Við vissum alveg að þótt að við myndum komast einhverjum stigum yfir þá myndu þeir koma til baka. Undir lokin er þetta bara jafn leikur og einhver „moment“ en svo datt þetta þeirra megin.“ Valsmenn þurftu að klára síðustu sekúndur leiksins án Kristófer Acox sem fékk sína fimmtu villu rétt fyrir leikslok. Það hlýtur að hafa haft töluverð áhrif á leikskipulagið? „Kannski ekki leikskipulagið, en auðvitað er Kristófer einn okkar besti varnarmaður og það hefði verið betra að vera með hann inn á. Við töpum leiknum ekkert á því. Ég held að þetta hafi verið þannig leikur að þú getur ekkert bent á eitthvað eitt atriði. Íþróttirnar eru bara þannig að það eru svo mörg augnablik og mikið af hlutum sem geta farið úrskeiðis. Stólarnir unnu hérna með einu stigi og þannig er það!“ Ef Valsmenn gera upp tímabilið, mega þeir ekki vera svona um það bil 90% ánægðir með niðurstöðuna? „Við erum bara mjög stoltir af tímabilinu. Við hefðum viljað þennan og mikil vonbrigði að vera komnir þetta nálægt, tala nú ekki um að eiga bara nokkrar sekúndur hér í að klára hann. En við erum mjög stoltir af þessu tímabili. Við erum deildarmeistar, bikararmeistar, meistarar meistaranna og við förum hérna í svakalega úrslitaviðureign. Hún datt ekki okkar megin, eitt augnablik einhversstaðar annarsstaðar og hún hefði dottað okkar megin.“ „Heilt yfir bara mjög ánægður með þetta tímabil. Gott framhald frá tímabilinu í fyrra. Við missum reynslumikla menn eins og Pavel og Jacob. Fáum inn stráka eins og Aron og Ozzy sem sumir settu spurningamerki við en báðir frábærir í úrslitakeppninni. Þetta snýst ekkert endilega alltaf um að vinna. Auðvitað viltu vinna en ef þú ert þarna í kring og í séns þá ertu að gera eitthvað vel.“ Finnur sagðist strax vera farinn að huga að framhaldinu, það væri bara áfram gakk og jafnvel rúmlega það. „Við erum búnir að festa nokkra leikmenn hjá okkur og höldum áfram ótrauðir og bætum vonandi í og gerum betur.“ Margir fuglar hafa verið að hvísla að Finnur verði næsti þjálfari Keflavíkur. Það var ekki hægt að enda þetta viðtal og tímabil án þess að spyrja Finn út í þennan orðróm, og Finnur gat ekki annað en hlegið. „Allir með þessa spurningu! Ég er samningsbundinn Val og stefni að því að vera hér áfram. Það er planið mitt eins og staðan er í dag.“ Valur Tindastóll Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira
Sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir eins stigs tap hans manna gegn Tindastóli í oddaleik úrslitaviðureignar Subway-deildar karla. Leikurinn byrjaði ágætlega hjá Valsmönnum og virtust Stólarnir ennþá vera með frammistöðuna í síðasta leik á bakvið eyrað. Sóknarlega gekk fátt upp en Finnur sagði að það hefði verið varnarleikur gestanna sem kom þeim inn í leikinn á ný. „Bara með varnarleik. Þessi leikur var ekkert ósvipaður hinum leikjunum, bara 50/50 fram og til baka. Við vissum alveg að þótt að við myndum komast einhverjum stigum yfir þá myndu þeir koma til baka. Undir lokin er þetta bara jafn leikur og einhver „moment“ en svo datt þetta þeirra megin.“ Valsmenn þurftu að klára síðustu sekúndur leiksins án Kristófer Acox sem fékk sína fimmtu villu rétt fyrir leikslok. Það hlýtur að hafa haft töluverð áhrif á leikskipulagið? „Kannski ekki leikskipulagið, en auðvitað er Kristófer einn okkar besti varnarmaður og það hefði verið betra að vera með hann inn á. Við töpum leiknum ekkert á því. Ég held að þetta hafi verið þannig leikur að þú getur ekkert bent á eitthvað eitt atriði. Íþróttirnar eru bara þannig að það eru svo mörg augnablik og mikið af hlutum sem geta farið úrskeiðis. Stólarnir unnu hérna með einu stigi og þannig er það!“ Ef Valsmenn gera upp tímabilið, mega þeir ekki vera svona um það bil 90% ánægðir með niðurstöðuna? „Við erum bara mjög stoltir af tímabilinu. Við hefðum viljað þennan og mikil vonbrigði að vera komnir þetta nálægt, tala nú ekki um að eiga bara nokkrar sekúndur hér í að klára hann. En við erum mjög stoltir af þessu tímabili. Við erum deildarmeistar, bikararmeistar, meistarar meistaranna og við förum hérna í svakalega úrslitaviðureign. Hún datt ekki okkar megin, eitt augnablik einhversstaðar annarsstaðar og hún hefði dottað okkar megin.“ „Heilt yfir bara mjög ánægður með þetta tímabil. Gott framhald frá tímabilinu í fyrra. Við missum reynslumikla menn eins og Pavel og Jacob. Fáum inn stráka eins og Aron og Ozzy sem sumir settu spurningamerki við en báðir frábærir í úrslitakeppninni. Þetta snýst ekkert endilega alltaf um að vinna. Auðvitað viltu vinna en ef þú ert þarna í kring og í séns þá ertu að gera eitthvað vel.“ Finnur sagðist strax vera farinn að huga að framhaldinu, það væri bara áfram gakk og jafnvel rúmlega það. „Við erum búnir að festa nokkra leikmenn hjá okkur og höldum áfram ótrauðir og bætum vonandi í og gerum betur.“ Margir fuglar hafa verið að hvísla að Finnur verði næsti þjálfari Keflavíkur. Það var ekki hægt að enda þetta viðtal og tímabil án þess að spyrja Finn út í þennan orðróm, og Finnur gat ekki annað en hlegið. „Allir með þessa spurningu! Ég er samningsbundinn Val og stefni að því að vera hér áfram. Það er planið mitt eins og staðan er í dag.“
Valur Tindastóll Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira