Slær met sem baðfatamódel á níræðisaldri Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. maí 2023 17:47 Martha Stewart er ansi glæsileg í baðfataútgáfu Sports Illustrated. Hér má sjá hana sitja fyrir á sjálfri forsíðunni og síðan stinga sér til sunds í silfurlituðum sundbol. Skjáskot/Instagram Sjónvarpskonan Martha Stewart prýðir forsíðu baðfataútgáfu tímaritsins Sports Illustrated fyrir árið 2023. Það gerir hana að elstu forsíðustúlku tímaritsins frá upphafi en hún verður 82 ára í ágúst. Sports Illustrated tilkynnti á mánudag hvaða fyrirsætur yrðu á forsíðu baðfataútgáfunnar þetta árið en þær verða fjórar. Ásamt Mörthu Stewart á forsíðunni verða leikkonan Megan Fox, fyrirsætan Brooks Nader og söngkonan Kim Petras sem er aðeins önnur trans manneskjan til að vera á forsíðunni. Hollywood-leikkonan Megan Fox, súpermódelið Brooks Nader og þýska söngkonan Kim Petras eru líka á forsíðu baðfataútgáfunnar í ár.Samsett mynd Á forsíðunni sjálfri situr hin 81 árs gamla Martha Stewart fyrir í hvítum sundbol vafin í gulllituð klæði. Inni í tímaritinu má síðan sjá myndir af Stewart í silfurlituðum sundbol að koma upp úr Karabíska hafinu og í rauðum hálsbandskjól í Dóminíkanska lýðveldinu. Stewart tók sig vel út í rauðum kjól á myndum tímaritsins.Skjáskot/Instagram Söguleg forsíða Aðspurð út í ákvörðunina að slá til og vera á forsíðunni sagði Stewart að sér fyndist tilhugsunin um að vera elsta fyrirsæta á forsíðu tímaritsins ansi góð. Almennt sagðist hún ekki hugsa mikið um aldur en sér fyndist þessi forsíða söguleg að því leyti. Þá sagðist hún einnig hafa setið fyrir á forsíðunni til að sanna að maður gæti litið vel út og liðið vel á hvaða aldri sem er. Hér má sjá brot af viðtali við Stewart á Youtube-síðu Sports Illustrated. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-W6zMFDCrqo">watch on YouTube</a> „Aldur er ekki úrslitaþáttur hvað varðar vinskap eða velgengni, heldur það sem fólk gerir, hvernig fólk hugsar, hvernig fólk hagar sér. Það er það sem er mikilvægt og ekki aldur manns,“ sagði Stewart í viðtalinu. Þetta er þó alls ekki fyrsta fyrirsætugigg Stewart. Þegar hún var ung að árum á sjöunda áratugnum sat hún fyrir hjá fjölda tískufyrirtækja, þar á meðal hjá Chanel. Martha Stewart starfaði sem fyrirsæta á sjöunda áratugnum.Samsett mynd Hollywood Bandaríkin Eldri borgarar Tengdar fréttir Stjörnurnar sem hafa setið inni Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. 30. september 2020 11:30 Marta Stewart og Snoop Dogg gera allt vitlaust í nýjum matreiðsluþætti Föstudaginn 3. mars hefur göngu sína nýr matreiðsluþáttur, Martha & Snoop's Potluck Dinner Party, á Stöð 2 þar sem Marthu Stewart og rapparinn Snoop Dogg fara með aðalhlutverkin. 20. febrúar 2017 13:30 Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1. mars 2007 10:58 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Sports Illustrated tilkynnti á mánudag hvaða fyrirsætur yrðu á forsíðu baðfataútgáfunnar þetta árið en þær verða fjórar. Ásamt Mörthu Stewart á forsíðunni verða leikkonan Megan Fox, fyrirsætan Brooks Nader og söngkonan Kim Petras sem er aðeins önnur trans manneskjan til að vera á forsíðunni. Hollywood-leikkonan Megan Fox, súpermódelið Brooks Nader og þýska söngkonan Kim Petras eru líka á forsíðu baðfataútgáfunnar í ár.Samsett mynd Á forsíðunni sjálfri situr hin 81 árs gamla Martha Stewart fyrir í hvítum sundbol vafin í gulllituð klæði. Inni í tímaritinu má síðan sjá myndir af Stewart í silfurlituðum sundbol að koma upp úr Karabíska hafinu og í rauðum hálsbandskjól í Dóminíkanska lýðveldinu. Stewart tók sig vel út í rauðum kjól á myndum tímaritsins.Skjáskot/Instagram Söguleg forsíða Aðspurð út í ákvörðunina að slá til og vera á forsíðunni sagði Stewart að sér fyndist tilhugsunin um að vera elsta fyrirsæta á forsíðu tímaritsins ansi góð. Almennt sagðist hún ekki hugsa mikið um aldur en sér fyndist þessi forsíða söguleg að því leyti. Þá sagðist hún einnig hafa setið fyrir á forsíðunni til að sanna að maður gæti litið vel út og liðið vel á hvaða aldri sem er. Hér má sjá brot af viðtali við Stewart á Youtube-síðu Sports Illustrated. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-W6zMFDCrqo">watch on YouTube</a> „Aldur er ekki úrslitaþáttur hvað varðar vinskap eða velgengni, heldur það sem fólk gerir, hvernig fólk hugsar, hvernig fólk hagar sér. Það er það sem er mikilvægt og ekki aldur manns,“ sagði Stewart í viðtalinu. Þetta er þó alls ekki fyrsta fyrirsætugigg Stewart. Þegar hún var ung að árum á sjöunda áratugnum sat hún fyrir hjá fjölda tískufyrirtækja, þar á meðal hjá Chanel. Martha Stewart starfaði sem fyrirsæta á sjöunda áratugnum.Samsett mynd
Hollywood Bandaríkin Eldri borgarar Tengdar fréttir Stjörnurnar sem hafa setið inni Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. 30. september 2020 11:30 Marta Stewart og Snoop Dogg gera allt vitlaust í nýjum matreiðsluþætti Föstudaginn 3. mars hefur göngu sína nýr matreiðsluþáttur, Martha & Snoop's Potluck Dinner Party, á Stöð 2 þar sem Marthu Stewart og rapparinn Snoop Dogg fara með aðalhlutverkin. 20. febrúar 2017 13:30 Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1. mars 2007 10:58 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Stjörnurnar sem hafa setið inni Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. 30. september 2020 11:30
Marta Stewart og Snoop Dogg gera allt vitlaust í nýjum matreiðsluþætti Föstudaginn 3. mars hefur göngu sína nýr matreiðsluþáttur, Martha & Snoop's Potluck Dinner Party, á Stöð 2 þar sem Marthu Stewart og rapparinn Snoop Dogg fara með aðalhlutverkin. 20. febrúar 2017 13:30
Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1. mars 2007 10:58