Stoltur gestgjafi Helga Vala Helgadóttir skrifar 16. maí 2023 16:01 Í dag er stór dagur í sögu Íslands en einnig stór dagur í sögu Evrópuráðsins þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins funda hér á landi, en aðeins þrisvar sinnum áður hafa leiðtogarnir komið saman til fundar frá stofnun ráðsins. Nú eru einhverjir sem gera sér ekki fulla grein fyrir tilurð Evrópuráðsins og fyrir hvað það stendur, halda jafnvel að Evrópuráð og Evrópusamband sé einn og sami hluturinn en svo er alls ekki. Til Evrópuráðsins var stofnað í maí 1949, í kjölfar seinni heimsstyrjaldar og eru aðildarríki þess nú 46, eftir að Rússum var vísað út úr Evrópuráðinu í kjölfar innrásar þeirra inn í Úkraínu. Hlutverk Evrópuráðsins breyttist nokkuð eftir lok Kalda stríðsins en fékk svo töluvert aukið vægi eftir innrás Rússa inn í Úkraínu á síðasta ári. Ísland gerðist aðili að Evrópuráðinu 1950. Meginhlutverk Evrópuráðsins er að efla samvinnu og ekki síður samkennd meðal aðildarríkjanna, með höfuðáherslu á mannréttindi, lýðræðislega stjórnarhætti, sammannleg gildi og almenn lífsgæði íbúa álfunnar, en þar á meðal eru umhverfismál, fjölmiðlar og réttarkerfið, menntun og menning og félagsleg réttindi grundvallarmál svo dæmi séu tekin. Samvinna Evrópuráðsríkjanna er í margskonar formi, gerðir eru alþjóðasamningar eins og Mannréttindasáttmáli Evrópu og félagsmálasáttmáli Evrópu sem hafa svo áhrif á löggjöf aðildarríkjanna og stjórnkerfið í hverju ríki. Þannig hafa þessir samningar haft afgerandi áhrif á lífsgæði okkar og verndað okkar grundvallarréttindi. Ísland er fullvalda ríki og í krafti fullveldis er það aðili að Evrópuráðinu. Ég tel það skipta máli að við séum einmitt virk í þessu samstarfi því við höfum margt að miðla og ég ber þá von í brjósti að út af þessum fundi komi skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda en ekki síður til rússneskra stjórnvalda um fordæmingu á árásarstríði þeirra á Úkraínu og mögulegum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni. Já, ég er stoltur gestgjafi og óska þeim sem halda utan um þennan risastóra viðburð góðs gengis í dag og næstu daga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Samfylkingin Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er stór dagur í sögu Íslands en einnig stór dagur í sögu Evrópuráðsins þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins funda hér á landi, en aðeins þrisvar sinnum áður hafa leiðtogarnir komið saman til fundar frá stofnun ráðsins. Nú eru einhverjir sem gera sér ekki fulla grein fyrir tilurð Evrópuráðsins og fyrir hvað það stendur, halda jafnvel að Evrópuráð og Evrópusamband sé einn og sami hluturinn en svo er alls ekki. Til Evrópuráðsins var stofnað í maí 1949, í kjölfar seinni heimsstyrjaldar og eru aðildarríki þess nú 46, eftir að Rússum var vísað út úr Evrópuráðinu í kjölfar innrásar þeirra inn í Úkraínu. Hlutverk Evrópuráðsins breyttist nokkuð eftir lok Kalda stríðsins en fékk svo töluvert aukið vægi eftir innrás Rússa inn í Úkraínu á síðasta ári. Ísland gerðist aðili að Evrópuráðinu 1950. Meginhlutverk Evrópuráðsins er að efla samvinnu og ekki síður samkennd meðal aðildarríkjanna, með höfuðáherslu á mannréttindi, lýðræðislega stjórnarhætti, sammannleg gildi og almenn lífsgæði íbúa álfunnar, en þar á meðal eru umhverfismál, fjölmiðlar og réttarkerfið, menntun og menning og félagsleg réttindi grundvallarmál svo dæmi séu tekin. Samvinna Evrópuráðsríkjanna er í margskonar formi, gerðir eru alþjóðasamningar eins og Mannréttindasáttmáli Evrópu og félagsmálasáttmáli Evrópu sem hafa svo áhrif á löggjöf aðildarríkjanna og stjórnkerfið í hverju ríki. Þannig hafa þessir samningar haft afgerandi áhrif á lífsgæði okkar og verndað okkar grundvallarréttindi. Ísland er fullvalda ríki og í krafti fullveldis er það aðili að Evrópuráðinu. Ég tel það skipta máli að við séum einmitt virk í þessu samstarfi því við höfum margt að miðla og ég ber þá von í brjósti að út af þessum fundi komi skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda en ekki síður til rússneskra stjórnvalda um fordæmingu á árásarstríði þeirra á Úkraínu og mögulegum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni. Já, ég er stoltur gestgjafi og óska þeim sem halda utan um þennan risastóra viðburð góðs gengis í dag og næstu daga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar