Simmi Vill datt óvænt inn á þingveislu Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2023 16:39 Simmi Vill datt óvænt inn á sjálfa þingmannaveisluna á Nordica um helgina og hleypti aukafjöri í samkomuna með dansi og krefjandi spurningum. vísir/vilhelm Þingveisla Alþingis fór fram á föstudagskvöldið og mættu þingmenn prúðbúnir til leiks eins og vera ber. Óvænt var Sigmar Vilhjálmsson mættur, í miklu stuði og hleypti fjöri í samkomuna. Simmi telur ekki ólíklegt að hann fari fram í næstu kosningum. Samkvæmt heimildum Vísis var fátt meira rætt í mötuneyti Alþingis í dag en þessi óvænta innkoma Simma Vill, hins litríka eiganda MiniGarðsins, hlaðvarpsstjóra og fyrrverandi sjónvarpsstjörnu. Hann var í mötuneytinu sagður hafa kynnt sig sem verðandi þingmann sem viðstöddum þótti að vonum athyglisverð yfirlýsing. Simmi reyndist hrókur alls fagnaðar og dreif meðal annars Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra út á dansgólfið og sýndi mikla danstakta. Steig dansinn við utanríkisráðherra Vísi þótti tilefni til að bera þessar sögusagnir undir Simma sjálfan og hann segir að þetta hafi nú einfaldlega verið þannig til komið að hann átti fund í forstofu Nordica hvar veislan var haldin í sal inn af anddyrinu. Og ónefndir þingmenn hafi dregið hann inn í fjörið. Áður en hann vissi af stóð hann við barinn þar í hrókasamræðum við Ingu Sæland og fleiri þingmenn – annað gott fólk. En hvað með að hann hafi kynnt sig sem verðandi þingmann? Simmi segir að þetta hafi eitthvað skolast til á leiðinni í eyru blaðamanns. „Ég var spurður hvað ég væri að gera þarna og sagðist vera í starfskynningu. Það var nú eiginlega brandarinn,“ segir Simmi sem er tregur í taumi að tala fjálglega og í smáatriðum um þá upplifun að hafa verið óvænt staddur í miðjum glaumi og gleði þingmannanna. Og hvað þar bar fyrir augu og eyru. En mér er sagt að þú hafir stigið dans af mikilli kúnst við utanríkisráðherra? „Það var … góður DJ þarna og skemmtilegt. Sko, við vorum ekkert ein að dansa. Ekki eins og þetta hafi verið einhver rómans enda hún lofuð kona. Fólk dansar í hópi. Jájá, ég held að þetta sé mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Segist allt eins vera að spá í að fara fram næst En þeir þingmenn sem Vísir hefur rætt við töldu einsýnt að þú værir á þeim skónum að vilja bætast í hóp þeirra? Ertu að velta því fyrir þér að fara fram í næstu Alþingiskosningum? „Jájá, ég hef velt því fyrir mér nú í aðdraganda nokkurra kosninga í röð en ekki fundist ég hafa til að bera nægilega mikinn þroska. Ekki fundist ég búinn að gera nógu mikið. Simmi segir að það hafi verið góður DJ á staðnum og ekkert því til fyrirstöðu að drífa sig á dansgólfið. Honum sýnist þetta skemmtilegur vinnustaður og hann er að velta því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að bjóða sig fram.vísir/vilhelm En ég hef áhuga á stjórnmálum. Ég er áhugasamur um að sjá breytingar í menntamálum, viðskiptaumhverfinu, jafnari stöðu í atvinnulífinu og samgöngum,“ segir Simmi og ljóst að hann hefur velt þessum málum mjög fyrir sér. Hann skilur til dæmis ekki hvernig það megi vera að ríkið hafi fært kostnaðarsöm verkefni til sveitarfélaga en skattar ekki lækkað á mót. Þá veltir Simmi því fyrir sér hvort til sé að verða á Íslandi einsleit stétt atvinnustjórnmálamanna sem hafi hækkað laun sín verulega með því að komast inn á þing. Og séu til í að sveigja af leið til að halda kjörum sínum ef svo ber undir. Allt þetta og fleira til ræddi hann við þingmenn sem hann hitti á föstudagskvöldið. „Já, þá viltu ekki breyta neinu. En við viljum hafa þverskurð þjóðarinnar inni á þingi. Meðallaun opinberra starfsmanna eru orðin hærri en á markaði. Það eru þrír þættir sem allir Íslendingar þurfa að nýta sér einhvern tíma á lífleiðinni; samgöngur, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Við gerum þá kröfu að þessir málaflokkar séu í lagi en því fer fjarri,“ segir Simmi. Alþingi Næturlíf Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis var fátt meira rætt í mötuneyti Alþingis í dag en þessi óvænta innkoma Simma Vill, hins litríka eiganda MiniGarðsins, hlaðvarpsstjóra og fyrrverandi sjónvarpsstjörnu. Hann var í mötuneytinu sagður hafa kynnt sig sem verðandi þingmann sem viðstöddum þótti að vonum athyglisverð yfirlýsing. Simmi reyndist hrókur alls fagnaðar og dreif meðal annars Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra út á dansgólfið og sýndi mikla danstakta. Steig dansinn við utanríkisráðherra Vísi þótti tilefni til að bera þessar sögusagnir undir Simma sjálfan og hann segir að þetta hafi nú einfaldlega verið þannig til komið að hann átti fund í forstofu Nordica hvar veislan var haldin í sal inn af anddyrinu. Og ónefndir þingmenn hafi dregið hann inn í fjörið. Áður en hann vissi af stóð hann við barinn þar í hrókasamræðum við Ingu Sæland og fleiri þingmenn – annað gott fólk. En hvað með að hann hafi kynnt sig sem verðandi þingmann? Simmi segir að þetta hafi eitthvað skolast til á leiðinni í eyru blaðamanns. „Ég var spurður hvað ég væri að gera þarna og sagðist vera í starfskynningu. Það var nú eiginlega brandarinn,“ segir Simmi sem er tregur í taumi að tala fjálglega og í smáatriðum um þá upplifun að hafa verið óvænt staddur í miðjum glaumi og gleði þingmannanna. Og hvað þar bar fyrir augu og eyru. En mér er sagt að þú hafir stigið dans af mikilli kúnst við utanríkisráðherra? „Það var … góður DJ þarna og skemmtilegt. Sko, við vorum ekkert ein að dansa. Ekki eins og þetta hafi verið einhver rómans enda hún lofuð kona. Fólk dansar í hópi. Jájá, ég held að þetta sé mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Segist allt eins vera að spá í að fara fram næst En þeir þingmenn sem Vísir hefur rætt við töldu einsýnt að þú værir á þeim skónum að vilja bætast í hóp þeirra? Ertu að velta því fyrir þér að fara fram í næstu Alþingiskosningum? „Jájá, ég hef velt því fyrir mér nú í aðdraganda nokkurra kosninga í röð en ekki fundist ég hafa til að bera nægilega mikinn þroska. Ekki fundist ég búinn að gera nógu mikið. Simmi segir að það hafi verið góður DJ á staðnum og ekkert því til fyrirstöðu að drífa sig á dansgólfið. Honum sýnist þetta skemmtilegur vinnustaður og hann er að velta því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að bjóða sig fram.vísir/vilhelm En ég hef áhuga á stjórnmálum. Ég er áhugasamur um að sjá breytingar í menntamálum, viðskiptaumhverfinu, jafnari stöðu í atvinnulífinu og samgöngum,“ segir Simmi og ljóst að hann hefur velt þessum málum mjög fyrir sér. Hann skilur til dæmis ekki hvernig það megi vera að ríkið hafi fært kostnaðarsöm verkefni til sveitarfélaga en skattar ekki lækkað á mót. Þá veltir Simmi því fyrir sér hvort til sé að verða á Íslandi einsleit stétt atvinnustjórnmálamanna sem hafi hækkað laun sín verulega með því að komast inn á þing. Og séu til í að sveigja af leið til að halda kjörum sínum ef svo ber undir. Allt þetta og fleira til ræddi hann við þingmenn sem hann hitti á föstudagskvöldið. „Já, þá viltu ekki breyta neinu. En við viljum hafa þverskurð þjóðarinnar inni á þingi. Meðallaun opinberra starfsmanna eru orðin hærri en á markaði. Það eru þrír þættir sem allir Íslendingar þurfa að nýta sér einhvern tíma á lífleiðinni; samgöngur, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Við gerum þá kröfu að þessir málaflokkar séu í lagi en því fer fjarri,“ segir Simmi.
Alþingi Næturlíf Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira