15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal skrifar 15. maí 2023 09:01 Þann 14. maí 1948, fyrir sjötíu og fimm árum, var Ísraelsríki stofnað á fósturjörð Palestínuþjóðarinnar, hundruð þúsunda íbúa Palestínu voru hraktir frá heimilum sínum með hervaldi, eigum þeirra stolið og þorp þeirra jöfnuð við jörðu. Atburður þessi í maí 1948 heitir á tungu Palestínumanna Nakba - hörmungin mikla. Kaldar kveðjur frá Úrsulu Á þessum tímamótum, þegar Palestínumenn minnast Nakba, hörmungarinnar miklu, þá sendir Úrsula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB kveðjur til Ísraelsríkis og fagnar árangri þeirra! Í ávarpi Úrsulu segir "Fyrir sjötíu og fimm árum varð draumur að veruleika, með sjálfstæðisdegi Ísraels. Í dag fögnum við 75 ára öflugu lýðræði í hjarta Mið-Austurlanda.“ "Frelsi þitt er frelsi okkar." - Lesist: frelsi kúgarans til að halda áfram hryðjuverkum sínum. Ekki orð um þjóðina sem var hrakin af heimilum sínum og er enn undir járnhæl hernáms! Ekki orð um réttindi fólksins sem var rænt eigum sínum og föðurlandi! Ekki orð um að Nakba heldur áfram enn þann dag í dag og að það ríkir aðskilnaðarstefna en ekki lýðræði í Ísrael. Kaldar kveðjur frá Íslandi Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að 15. maí verði Nakba minnst árlega með samkomum þar sem dagsins verður minnst með tónlist, ljósmyndasýningum og fundarhöldum. Nítíu aðildarríki Sameinuðu þjóðana samþykktu að minnast Nakba, þrjátíu voru á móti, fjörtíu og sjö sátu hjá og þar á meðal var Ísland. Þetta erí þriðja sinn á skömmum tíma að Ísland situr hjá þegar hagsmunir Palestínumanna eru til umfjöllunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Mikil er skömm ríkisstjórnarinnar. Stofnun Ísraels varð að veruleika með stuðningi og að frumkvæði vestrænna ríkja auk þess sem Sovétríkin og fylgiríki þeirra lögðust á sveif með síonistum. Og enn nýtur Ísrael stuðnings vestrænna ríkja. Ísrael fær fullkomnustu vopn og háar fjárfúlgur til að viðhalda kúgun og ofbeldi gegn Palestínumönnum. Ísrael er afurð nýlendustefnunnar og þar ríkir apartheid, stefna kynþáttaaðskilnaðar sem er ólögleg eins og skráð er í samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að Ísrael brjóti ítrekað gegn alþjóðasamningum sem vestræn ríki telja mikilvæga í samskiptum þjóða og viðhaldi mannréttinda, þá er ríkið ósnertanlegt. Ísrael hefur ástundað mannréttindabrot í 75 ár - án viðurlaga. Fyrir Palestínumenn er Nakba ekki ein dagsetning. Nakba stendur enn yfir - þess vegna verðum við að halda áfram að styðja baráttu Palestínumanna fyrir frjálsri Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þann 14. maí 1948, fyrir sjötíu og fimm árum, var Ísraelsríki stofnað á fósturjörð Palestínuþjóðarinnar, hundruð þúsunda íbúa Palestínu voru hraktir frá heimilum sínum með hervaldi, eigum þeirra stolið og þorp þeirra jöfnuð við jörðu. Atburður þessi í maí 1948 heitir á tungu Palestínumanna Nakba - hörmungin mikla. Kaldar kveðjur frá Úrsulu Á þessum tímamótum, þegar Palestínumenn minnast Nakba, hörmungarinnar miklu, þá sendir Úrsula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB kveðjur til Ísraelsríkis og fagnar árangri þeirra! Í ávarpi Úrsulu segir "Fyrir sjötíu og fimm árum varð draumur að veruleika, með sjálfstæðisdegi Ísraels. Í dag fögnum við 75 ára öflugu lýðræði í hjarta Mið-Austurlanda.“ "Frelsi þitt er frelsi okkar." - Lesist: frelsi kúgarans til að halda áfram hryðjuverkum sínum. Ekki orð um þjóðina sem var hrakin af heimilum sínum og er enn undir járnhæl hernáms! Ekki orð um réttindi fólksins sem var rænt eigum sínum og föðurlandi! Ekki orð um að Nakba heldur áfram enn þann dag í dag og að það ríkir aðskilnaðarstefna en ekki lýðræði í Ísrael. Kaldar kveðjur frá Íslandi Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að 15. maí verði Nakba minnst árlega með samkomum þar sem dagsins verður minnst með tónlist, ljósmyndasýningum og fundarhöldum. Nítíu aðildarríki Sameinuðu þjóðana samþykktu að minnast Nakba, þrjátíu voru á móti, fjörtíu og sjö sátu hjá og þar á meðal var Ísland. Þetta erí þriðja sinn á skömmum tíma að Ísland situr hjá þegar hagsmunir Palestínumanna eru til umfjöllunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Mikil er skömm ríkisstjórnarinnar. Stofnun Ísraels varð að veruleika með stuðningi og að frumkvæði vestrænna ríkja auk þess sem Sovétríkin og fylgiríki þeirra lögðust á sveif með síonistum. Og enn nýtur Ísrael stuðnings vestrænna ríkja. Ísrael fær fullkomnustu vopn og háar fjárfúlgur til að viðhalda kúgun og ofbeldi gegn Palestínumönnum. Ísrael er afurð nýlendustefnunnar og þar ríkir apartheid, stefna kynþáttaaðskilnaðar sem er ólögleg eins og skráð er í samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að Ísrael brjóti ítrekað gegn alþjóðasamningum sem vestræn ríki telja mikilvæga í samskiptum þjóða og viðhaldi mannréttinda, þá er ríkið ósnertanlegt. Ísrael hefur ástundað mannréttindabrot í 75 ár - án viðurlaga. Fyrir Palestínumenn er Nakba ekki ein dagsetning. Nakba stendur enn yfir - þess vegna verðum við að halda áfram að styðja baráttu Palestínumanna fyrir frjálsri Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun