Sykraðir drykkir innihalda hundrað sinnum meira plast en flöskuvatn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. maí 2023 23:43 Þessir góðu menn flytja bæði sykraða drykki og vatn á flöskum á Spáni. Xavi Lopez/Getty Sykraðir gosdrykkir innihalda allt að 100 sinnum meira plast en drykkjarvatn í flöskum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var á Spáni. Það var Umhverfis- og vatnsrannsóknarstofnun Spánar sem stóð fyrir rannsókninni og niðurstöður hennar eru birtar í vísindaritinu Environment International. Alls voru 75 tegundir drykkja skannaðar fyrir 19 efnasamböndum sem bætt er við plast til að auka mýkt og sveigjanleika þess, en nýlegar rannsóknir sýna að þessi efnasambönd geta haft mjög skaðleg áhrif á mannslíkamann og valdið meðal annars taugaskemmdum, krabbameini, ófrjósemi og röskun á kirtlastarfsemi. Meira en 95 prósent drykkjanna innihéldu að minnsta kosti eitt þessara efnasambanda. Mest var af þeim í sykruðum gosdrykkjum, eða að meðaltali 2876 nanógrömm á hvern lítra. Minnst af þessum ögnum er hins vegar að finna í vatni í flöskum, eða 20,7 nanógrömm á lítra. Athygli vekur að kranavatn í Barcelona innihélt 10 sinnum meira magn efnasambanda en flöskuvatnið og telja rannsakendur að það megi rekja til vatnslagnanna í vatnsveitukerfi borgarinnar. Það kom ekki síður á óvart að þessi efnasambönd var að finna í öllum tegundum drykkjaríláta; plastflöskum, dósum og glerflöskum. Í ljós koma að litli plastflipinn inni í tappa glerflasknanna inniheldur átta af þessum efnasamböndum. Niðurstöðurnar benda óyggjandi til þess að þessi plastefnasambönd komi að mestu leyti úr sykrinum sem settur er út í drykkina. Þrátt fyrir hátt innihald í sykruðu drykkjunum er það engu að síður undir svokölluðum öryggismörkum, og Ethel Eljarrat, einn af höfundum rannsóknarinnar bendir á, í samtali við spænska ríkisútvarpið, að margt smátt geri eitt stórt og að því megi ekki gleyma að mannskepnan neyti þessara varhugaverðu efnasambandi einnig þegar hún borðar mat og andar að sér súrefni. Spánn Gosdrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Sjá meira
Það var Umhverfis- og vatnsrannsóknarstofnun Spánar sem stóð fyrir rannsókninni og niðurstöður hennar eru birtar í vísindaritinu Environment International. Alls voru 75 tegundir drykkja skannaðar fyrir 19 efnasamböndum sem bætt er við plast til að auka mýkt og sveigjanleika þess, en nýlegar rannsóknir sýna að þessi efnasambönd geta haft mjög skaðleg áhrif á mannslíkamann og valdið meðal annars taugaskemmdum, krabbameini, ófrjósemi og röskun á kirtlastarfsemi. Meira en 95 prósent drykkjanna innihéldu að minnsta kosti eitt þessara efnasambanda. Mest var af þeim í sykruðum gosdrykkjum, eða að meðaltali 2876 nanógrömm á hvern lítra. Minnst af þessum ögnum er hins vegar að finna í vatni í flöskum, eða 20,7 nanógrömm á lítra. Athygli vekur að kranavatn í Barcelona innihélt 10 sinnum meira magn efnasambanda en flöskuvatnið og telja rannsakendur að það megi rekja til vatnslagnanna í vatnsveitukerfi borgarinnar. Það kom ekki síður á óvart að þessi efnasambönd var að finna í öllum tegundum drykkjaríláta; plastflöskum, dósum og glerflöskum. Í ljós koma að litli plastflipinn inni í tappa glerflasknanna inniheldur átta af þessum efnasamböndum. Niðurstöðurnar benda óyggjandi til þess að þessi plastefnasambönd komi að mestu leyti úr sykrinum sem settur er út í drykkina. Þrátt fyrir hátt innihald í sykruðu drykkjunum er það engu að síður undir svokölluðum öryggismörkum, og Ethel Eljarrat, einn af höfundum rannsóknarinnar bendir á, í samtali við spænska ríkisútvarpið, að margt smátt geri eitt stórt og að því megi ekki gleyma að mannskepnan neyti þessara varhugaverðu efnasambandi einnig þegar hún borðar mat og andar að sér súrefni.
Spánn Gosdrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Sjá meira