Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 07:57 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, fagnaði Selenskíj í Bellevue-hölllinni í Berlín í morgun. AP/Matthias Schrader Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tók á móti Selenskíj í Berlín í morgun. Flugvél þýska flughersins flaug úkraínska forsetanum þangað frá Róm þar sem Selenskíj fundaði með Giorgiu Meloni forsætisráðherra og Frans páfa í gær. Rétt fyrir komu Selenskíj tilkynnti ríkisstjórn Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, að hún ætlaði að senda Úkraínumönnum nýjan hernaðaraðstoðarpakka að verðmæti meira en 2,7 milljarða evra, jafnvirði meira en 408 milljarða íslenskra króna, þar á meðal skriðdreka, loftvarnarkerfi og skotfæri, að sögn AP-fréttastofunnar. Boris Pistorious, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði að þýsk stjórnvöld ætluðu að hjálpa Úkraínu eins lengi og nauðsyn krefði þegar hann tilkynnti um nýja pakkann. „Þegar í Berlín. Vopn. Öflugur pakki. Loftvarnir. Endurreisn. ESB. NATO. Öryggi,“ títsti Selenskíj í morgun og vísaði til áherslumála sinna í heimsókninni. Þjóðverjar voru lengi vel hikandi við að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð en eru nú einir mikilvægustu bakhjarlar stjórnvalda í Kænugarði hvað vopn varðar. Þeir hafa meðal annars sent Leopard-skriðdreka og IRIS-T SLM-loftvarnarkerfið sem þykir sérlega háþróað. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hét Selenskíj áframhaldandi stuðningi í Róm í gær.AP/Alessandra Tarantino Framtíð Úkraínu „friður og frelsi“ Í Róm í gær fékk Selenskíj endurnýjaða stuðningsyfirlýsingu Meloni sem hefur hverki hvikað í stuðningi sínum við Úkraínu til þessa. Hét hún honum áframhaldandi hernaðaraðstoð og gaf honum afdráttarlausari yfirlýsingum um stuðning við mögulega Evrópusambandsaðild Úkraínu. „Skilaboðin eru skýr og einföld. Framtíð Úkraínu er framtíð friðar og frelsis. Það er og framtíð Evrópu, framtíð friðar og frelsis sem engin önnur lausn er til á,“ sagði Meloni eftir rúmlega klukkustundarlangan fund með Selenskíj. Frans páfi sagði Selenskíj að hann bæði fyrir lokum stríðsins í Úkraínu þegar þeir hittust í Páfagarði. Selenskíj sagði það mikinn heiður að hitta páfa. Eftir fundinn sagði hann að þeir hefðu rætt um tugi þúsunda úkraínskra barna sem Rússar hafa flutt til Rússlands. Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, bað páfa um aðstoð við að fá Rússa til að skila börnunum í síðustu viku. Páfagarður minntist ekkert á þá bón í sinni yfirlýsingu um fundinn með Selenskíj. Leiðtogarnir tveir hefðu rætt um mannúðar- og stjórnmálaástandið vegna stríðsins. Selenskíj fékk um fjörutíu mínútna áheyrn hjá Frans páfa í Páfagarði.AP/Vatican News Þýskaland Ítalía Páfagarður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tók á móti Selenskíj í Berlín í morgun. Flugvél þýska flughersins flaug úkraínska forsetanum þangað frá Róm þar sem Selenskíj fundaði með Giorgiu Meloni forsætisráðherra og Frans páfa í gær. Rétt fyrir komu Selenskíj tilkynnti ríkisstjórn Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, að hún ætlaði að senda Úkraínumönnum nýjan hernaðaraðstoðarpakka að verðmæti meira en 2,7 milljarða evra, jafnvirði meira en 408 milljarða íslenskra króna, þar á meðal skriðdreka, loftvarnarkerfi og skotfæri, að sögn AP-fréttastofunnar. Boris Pistorious, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði að þýsk stjórnvöld ætluðu að hjálpa Úkraínu eins lengi og nauðsyn krefði þegar hann tilkynnti um nýja pakkann. „Þegar í Berlín. Vopn. Öflugur pakki. Loftvarnir. Endurreisn. ESB. NATO. Öryggi,“ títsti Selenskíj í morgun og vísaði til áherslumála sinna í heimsókninni. Þjóðverjar voru lengi vel hikandi við að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð en eru nú einir mikilvægustu bakhjarlar stjórnvalda í Kænugarði hvað vopn varðar. Þeir hafa meðal annars sent Leopard-skriðdreka og IRIS-T SLM-loftvarnarkerfið sem þykir sérlega háþróað. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hét Selenskíj áframhaldandi stuðningi í Róm í gær.AP/Alessandra Tarantino Framtíð Úkraínu „friður og frelsi“ Í Róm í gær fékk Selenskíj endurnýjaða stuðningsyfirlýsingu Meloni sem hefur hverki hvikað í stuðningi sínum við Úkraínu til þessa. Hét hún honum áframhaldandi hernaðaraðstoð og gaf honum afdráttarlausari yfirlýsingum um stuðning við mögulega Evrópusambandsaðild Úkraínu. „Skilaboðin eru skýr og einföld. Framtíð Úkraínu er framtíð friðar og frelsis. Það er og framtíð Evrópu, framtíð friðar og frelsis sem engin önnur lausn er til á,“ sagði Meloni eftir rúmlega klukkustundarlangan fund með Selenskíj. Frans páfi sagði Selenskíj að hann bæði fyrir lokum stríðsins í Úkraínu þegar þeir hittust í Páfagarði. Selenskíj sagði það mikinn heiður að hitta páfa. Eftir fundinn sagði hann að þeir hefðu rætt um tugi þúsunda úkraínskra barna sem Rússar hafa flutt til Rússlands. Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, bað páfa um aðstoð við að fá Rússa til að skila börnunum í síðustu viku. Páfagarður minntist ekkert á þá bón í sinni yfirlýsingu um fundinn með Selenskíj. Leiðtogarnir tveir hefðu rætt um mannúðar- og stjórnmálaástandið vegna stríðsins. Selenskíj fékk um fjörutíu mínútna áheyrn hjá Frans páfa í Páfagarði.AP/Vatican News
Þýskaland Ítalía Páfagarður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent