Kaldar kveðjur til framhaldsskólanna Hólmfríður Árnadóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 11. maí 2023 18:31 Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin. Í þessu samhengi mætti halda að mikilvægast væri að styrkja starfsemi skólanna eins og vonir stóðu til þegar lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt á Alþingi, enda ekki vanþörf á. Tillaga til þingsályktunar um átak í uppbyggingu verknámsaðstöðu í framhaldsskólum vakti einnig vonir um að nú stæði mikið til. Þar var vitnað í nefnd menntamálaráðherra um mótun menntastefnu sem boðaði að stórefla beri alla verk- og starfsmenntun í landinu enda lengi verið rætt um nauðsyn þess. Hvoru tveggja lofaði góðu þar sem enn er ekki gróið um heilt eftir styttingu framhaldsskólans niður í þrjú ár, þar eru vísbendingar um að meðaleinkunnir nemenda á stúdentsprófi hafi lækkað og þeir komi verr undirbúnir inn í háskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið). Lands¬sam¬tök ís¬lenskra stúd¬enta (LÍS) og Sam¬tök ís¬lenskra fram¬halds¬skóla¬nema (SÍF) hafa óskað eftir því að mat verði lagt á þau áhrif sem stytt¬ing á náms¬tíma fram¬halds¬skól¬ans hefur haft á líðan ungmenna, starfsemi framhaldsskóla og háskóla. Nýleg rannsókn Maríu Jónasdóttur og flr. leiðir líkum að því að styttingin hafi haft víðtæk áhrif á nám og komið niður á dýpt og fjölbreytni í námi sem beri að rannsaka betur. Í Hvítbók um umbætur í menntun (2014) segir að umrædd stytting hafi verið gerð til að tryggja alþjóðlegan samanburð og samkeppni, þó leiða megi að því líkur að markmiðið hafi verið að styrkja atvinnulífið frekar en uppeldis- og kennslufræði. Á þessum tíma hafði nemendum á framhaldsskólastigi fjölgað umtalsvert en um leið var mikið brotthvarf þar sem aðeins 45% nemenda útskrifaðist á tilskildum tíma. Þarna var marktækur munur milli Íslands og annarra Norðurlanda hvað varðar brotthvarf nemenda en engu að síður ákveðið að miða við þeirra kerfi þegar að styttingu kom. Þá var rætt um lengingu skólaársins til samræmis þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma til móts við styttingu en sú hefur ekki orðið raunin. Á dögunum var stýrihópur skipaður að sögn ráðherra til að takast á við áskoranir sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir á komandi árum með áherslu á þarfir nemenda, gæði náms og fjölbreytni í námsframboði. Áhersla á aukna hagræðingu er sannarlega nefnd en um leið samlegð í eflingu skólaþjónustu, betri námsgögnum og meiri stuðningi við nemendur sem standa höllum fæti og nemendur með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn (Mennta- og barnamálaráðuneytið). Strax kemur í ljós að samhliða eigi að skoða sameiningu vissra framhaldsskóla. Skóla með ólíka starfsemi, menningu og sögu. Það eru því kaldar kveðjur sem ráðherra sendir framhaldsskólum landsins. Ekki virðist horft til farsældar eða fjölgunar útskrifaðra nemenda úr fjölbreyttu námi með þessum hugmyndum um sameiningu ólíkra framhaldsskóla. Áður nefndar hugmyndir um verkgreinahús þar sem hefja átti verknám til vegs og virðingar, ný lög um farsæld barna og frekari stuðningur við fjölbreytt skólastarf virðast settar á bið fyrir hugmyndir um hagræðingu. Þessum breytingarhugmyndum virðist eiga að hraða í gegn eftir afar stutt sýndarsamráð með fyrirfram gefnum forsendum og það án aðkomu nemenda sjálfra. Sameiningar skóla eru vandmeðfarnar, breytingar taka almennt langan tíma og hvað þá að sparnaður hljótist af. Líkur eru á að skólarnir verði of stórar og flóknar einingar þar sem tengsl nemenda og kennara verða torveldari sem dregur úr öryggi nemenda og eykur vanlíðan. Þegar nemendum fjölgar verður yfirsýn og utanumhald flóknara og það er einmitt það sem þarf að forðast ef vilji er til að sporna við brotthvarfi. Meiri stuðningur og fjölbreyttari samsetning starfsfólks er lykilatriði, stuttar boðleiðir og greiður aðgangur að stoðþjónustu. Það er einnig mikilvægt að nemendur hafi val í sínu námi, ekki einvörðungu val um nám heldur líka milli forma, hefða og þeirrar sérstöðu sem hver framhaldsskóli hefur. Nú í kjölfar heimsfaraldurs sem bitnaði hvað mest á unga fólkinu okkar eru vordagar og innritunartímar valdir til að varpa sprengju í hóp starfsfólks og nemenda framhaldsskólanna. Tími öryggisleysis er lengdur, ekki er horft til rannsókna sem sýna fram á versnandi andlega líðan framhaldsskólanema og þörf þeirra á stuðningi frekar en sundrungu og óvissu sem sameiningarhugmyndir valda. Tíminn til að bregðast við vanlíðan nemenda, brotthvarfi úr námi og vöntun á iðnnemum er núna, ekki eftir öll þau ár sem það tekur sameiningar og breytingar að festast í sessi. Því er erfitt að samþykkja að þessar hugmyndir ráðherra auki gæði og fjölbreytni náms eða farsæld barna nema síður sé. Álfhildur er grunnskólakennari, sveitarstjórnakona og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Hólmfríður er menntunarfræðingur og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin. Í þessu samhengi mætti halda að mikilvægast væri að styrkja starfsemi skólanna eins og vonir stóðu til þegar lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt á Alþingi, enda ekki vanþörf á. Tillaga til þingsályktunar um átak í uppbyggingu verknámsaðstöðu í framhaldsskólum vakti einnig vonir um að nú stæði mikið til. Þar var vitnað í nefnd menntamálaráðherra um mótun menntastefnu sem boðaði að stórefla beri alla verk- og starfsmenntun í landinu enda lengi verið rætt um nauðsyn þess. Hvoru tveggja lofaði góðu þar sem enn er ekki gróið um heilt eftir styttingu framhaldsskólans niður í þrjú ár, þar eru vísbendingar um að meðaleinkunnir nemenda á stúdentsprófi hafi lækkað og þeir komi verr undirbúnir inn í háskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið). Lands¬sam¬tök ís¬lenskra stúd¬enta (LÍS) og Sam¬tök ís¬lenskra fram¬halds¬skóla¬nema (SÍF) hafa óskað eftir því að mat verði lagt á þau áhrif sem stytt¬ing á náms¬tíma fram¬halds¬skól¬ans hefur haft á líðan ungmenna, starfsemi framhaldsskóla og háskóla. Nýleg rannsókn Maríu Jónasdóttur og flr. leiðir líkum að því að styttingin hafi haft víðtæk áhrif á nám og komið niður á dýpt og fjölbreytni í námi sem beri að rannsaka betur. Í Hvítbók um umbætur í menntun (2014) segir að umrædd stytting hafi verið gerð til að tryggja alþjóðlegan samanburð og samkeppni, þó leiða megi að því líkur að markmiðið hafi verið að styrkja atvinnulífið frekar en uppeldis- og kennslufræði. Á þessum tíma hafði nemendum á framhaldsskólastigi fjölgað umtalsvert en um leið var mikið brotthvarf þar sem aðeins 45% nemenda útskrifaðist á tilskildum tíma. Þarna var marktækur munur milli Íslands og annarra Norðurlanda hvað varðar brotthvarf nemenda en engu að síður ákveðið að miða við þeirra kerfi þegar að styttingu kom. Þá var rætt um lengingu skólaársins til samræmis þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma til móts við styttingu en sú hefur ekki orðið raunin. Á dögunum var stýrihópur skipaður að sögn ráðherra til að takast á við áskoranir sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir á komandi árum með áherslu á þarfir nemenda, gæði náms og fjölbreytni í námsframboði. Áhersla á aukna hagræðingu er sannarlega nefnd en um leið samlegð í eflingu skólaþjónustu, betri námsgögnum og meiri stuðningi við nemendur sem standa höllum fæti og nemendur með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn (Mennta- og barnamálaráðuneytið). Strax kemur í ljós að samhliða eigi að skoða sameiningu vissra framhaldsskóla. Skóla með ólíka starfsemi, menningu og sögu. Það eru því kaldar kveðjur sem ráðherra sendir framhaldsskólum landsins. Ekki virðist horft til farsældar eða fjölgunar útskrifaðra nemenda úr fjölbreyttu námi með þessum hugmyndum um sameiningu ólíkra framhaldsskóla. Áður nefndar hugmyndir um verkgreinahús þar sem hefja átti verknám til vegs og virðingar, ný lög um farsæld barna og frekari stuðningur við fjölbreytt skólastarf virðast settar á bið fyrir hugmyndir um hagræðingu. Þessum breytingarhugmyndum virðist eiga að hraða í gegn eftir afar stutt sýndarsamráð með fyrirfram gefnum forsendum og það án aðkomu nemenda sjálfra. Sameiningar skóla eru vandmeðfarnar, breytingar taka almennt langan tíma og hvað þá að sparnaður hljótist af. Líkur eru á að skólarnir verði of stórar og flóknar einingar þar sem tengsl nemenda og kennara verða torveldari sem dregur úr öryggi nemenda og eykur vanlíðan. Þegar nemendum fjölgar verður yfirsýn og utanumhald flóknara og það er einmitt það sem þarf að forðast ef vilji er til að sporna við brotthvarfi. Meiri stuðningur og fjölbreyttari samsetning starfsfólks er lykilatriði, stuttar boðleiðir og greiður aðgangur að stoðþjónustu. Það er einnig mikilvægt að nemendur hafi val í sínu námi, ekki einvörðungu val um nám heldur líka milli forma, hefða og þeirrar sérstöðu sem hver framhaldsskóli hefur. Nú í kjölfar heimsfaraldurs sem bitnaði hvað mest á unga fólkinu okkar eru vordagar og innritunartímar valdir til að varpa sprengju í hóp starfsfólks og nemenda framhaldsskólanna. Tími öryggisleysis er lengdur, ekki er horft til rannsókna sem sýna fram á versnandi andlega líðan framhaldsskólanema og þörf þeirra á stuðningi frekar en sundrungu og óvissu sem sameiningarhugmyndir valda. Tíminn til að bregðast við vanlíðan nemenda, brotthvarfi úr námi og vöntun á iðnnemum er núna, ekki eftir öll þau ár sem það tekur sameiningar og breytingar að festast í sessi. Því er erfitt að samþykkja að þessar hugmyndir ráðherra auki gæði og fjölbreytni náms eða farsæld barna nema síður sé. Álfhildur er grunnskólakennari, sveitarstjórnakona og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Hólmfríður er menntunarfræðingur og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun