Segir það ekki satt að hún geti afturkallað leyfið Bjarki Sigurðsson skrifar 9. maí 2023 20:02 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Matvælaráðherra segir það ekki rétt að hún geti afturkallað hvalveiðileyfi Hvals hf. sem er í gildi út þetta ár. Ekki liggur fyrir hvort leyfið verði endurnýjað á næsta ári. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sláandi skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við hvalveiðar á Íslandi. Þar gagnrýndi lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands ráðherra fyrir að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. ekki, en félagið er það eina á Íslandi sem má veiða hvali. Sagði hún veiðileyfið vera háð skilyrðum um að farið yrði eftir öllum reglum en skýrslan varpað ljósi á brot Hvals hf. á ákveðnum ákvæðum. Þá hafa fleiri gagnrýnisraddir bæst við í hópinn, meðal annars frá formanni Viðreisnar, sem segir það óverjandi að ráðherra skuli ekki afturkalla leyfið. Matvælaráðherra segir það ekki vera rétt að hún geti afturkallað leyfið eftir útgáfu leyfisins þrátt fyrir að orðalag þess gefi það í skyn. „Samkvæmt minni ráðgjöf sem ég fæ úr mínu ráðuneyti sem snýst um það að allt sem ég geri þarf að byggja á lögum en ekki bara minni afstöðu eða minni skoðun á einhverjum viðfangsefnum, segir mér það að það sé ekki lagagrundvöllur til þess að afturkalla leyfið. Ég vil byggja mínar ákvarðanir á traustum grunni og fer þess vegna að þessari ráðgjöf,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún ítrekaði að fagráð um velferð dýra muni ákvarða um næstu skref, líkt og áður hefur komið fram. „Mér blöskraði og ég sagði að þetta væru sláandi niðurstöður og það er þannig. En um leið þá er ég embættismaður sem verður að fara eftir lögum. Næstu skref snúa að því að Matvælastofnun heldur áfram að vísa þessum niðurstöðum til fagráðsins og fagráðið metur og vegur hvort það sé yfirhöfuð hægt að uppfylla lög um dýravelferð þegar verið er að drepa þessi stóru dýr,“ segir Svandís. Ekki liggur fyrir hvort, eða þá á hvaða grunni, það ætti að framlengja veiðileyfið sem rennur út í lok þessa árs. Fréttastofa sóttist eftir viðbrögðum við því frá Kristjáni Loftssyni framkvæmdastjóra Hvals í dag. Hann ansaði þeirri beiðni ekki. Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sláandi skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við hvalveiðar á Íslandi. Þar gagnrýndi lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands ráðherra fyrir að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. ekki, en félagið er það eina á Íslandi sem má veiða hvali. Sagði hún veiðileyfið vera háð skilyrðum um að farið yrði eftir öllum reglum en skýrslan varpað ljósi á brot Hvals hf. á ákveðnum ákvæðum. Þá hafa fleiri gagnrýnisraddir bæst við í hópinn, meðal annars frá formanni Viðreisnar, sem segir það óverjandi að ráðherra skuli ekki afturkalla leyfið. Matvælaráðherra segir það ekki vera rétt að hún geti afturkallað leyfið eftir útgáfu leyfisins þrátt fyrir að orðalag þess gefi það í skyn. „Samkvæmt minni ráðgjöf sem ég fæ úr mínu ráðuneyti sem snýst um það að allt sem ég geri þarf að byggja á lögum en ekki bara minni afstöðu eða minni skoðun á einhverjum viðfangsefnum, segir mér það að það sé ekki lagagrundvöllur til þess að afturkalla leyfið. Ég vil byggja mínar ákvarðanir á traustum grunni og fer þess vegna að þessari ráðgjöf,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún ítrekaði að fagráð um velferð dýra muni ákvarða um næstu skref, líkt og áður hefur komið fram. „Mér blöskraði og ég sagði að þetta væru sláandi niðurstöður og það er þannig. En um leið þá er ég embættismaður sem verður að fara eftir lögum. Næstu skref snúa að því að Matvælastofnun heldur áfram að vísa þessum niðurstöðum til fagráðsins og fagráðið metur og vegur hvort það sé yfirhöfuð hægt að uppfylla lög um dýravelferð þegar verið er að drepa þessi stóru dýr,“ segir Svandís. Ekki liggur fyrir hvort, eða þá á hvaða grunni, það ætti að framlengja veiðileyfið sem rennur út í lok þessa árs. Fréttastofa sóttist eftir viðbrögðum við því frá Kristjáni Loftssyni framkvæmdastjóra Hvals í dag. Hann ansaði þeirri beiðni ekki.
Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01
Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30