Að þekkja sinn vitjunartíma Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 9. maí 2023 14:01 Fjármál Reykjavíkurborgar hafa verið í umræðunni eftir að Ársreikningur 2022 var lagður fram. Það er ekki nóg með að fjármálastaðan er svört heldur reyndist síðan skekkja í reikningnum sem hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. Það er alvarlegt að það skuli lagður fram rangt uppsettur ársreikningur fyrir kjörna fulltrúa. Miklar áhyggjur eru af fjármálastöðunni. Skuldir vaxa, fjárfestingar eru miklar og það á þenslutímum og vaxandi þungi afborgana langtímalána eru borgaðar með nýrri lántöku. Þetta endar bara á einn veg ef ekki verður úr bætt, í gjaldþroti. Tímabært er að kalla eftir aðstoð eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til. Flokkur fólksins spyr í ljósi alls þessa og margs fleira sem er í ólestri í borginni, hvort þessi meirihluti eigi ekki að stíga til hliðar og leyfa öðrum að spreyta sig á verkefnum borgarinnar? Þekkir hann ekki sinn vitjunartíma? Röng forgangsröðun í Reykjavík Borgarfulltrúar Flokks fólksins hafa verið óþreytandi að benda á að forgangsröðun þessa og síðasta meirihluta í borgarstjórn sé kolröng. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur sjaldan frumkvæði að umræðunni um biðlista barna eða hvernig auka megi þjónustu við börnin. Ættu börnin ekki að vera í algerum forgangi? Húsnæðisvandinn er líklega djúpstæðasti vandinn og á borgarmeirihlutinn þátt í hversu slæm staðan er á húsnæðismarkaðinum. Að þétta byggð hefur verið megináhersla hjá meirihlutanum. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru dýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og keypt margar eignir sem leigðar eru á okurverði. Hagkvæmt húsnæði af öllum gerðum, sárvantar í Reykjavík. Í raun má segja að Reykjavík uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Við blasir að auka þarf framboð á lóðum. Byggja þarf í hverfum þar sem er rými og þar sem innviðir eru til staðar sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi er hægt að byggja mun meira í Úlfarsárdal og fleiri stöðum. Leigumarkaðurinn er helsjúkur. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak því ljóst er að hvatning til leigusala um að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Þeir sem neyðast til að vera á leigumarkaði og eru ekki með þess hærri tekjur ná engan vegin endum saman. Lítið er eftir ef þá nokkuð þegar búið er að greiða nauðsynjar. Gera þarf betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Í stað þess að einblína á stóru málin og þarfir fólksins er meirihlutinn að sinna öðrum hlutum. Fátækt hefur aukist sem og ójöfnuður. Það er orðið alveg ljóst að núverandi meirihluti hefur ekki það sem þarf til þess að leysa úr þeim fjárhagsvanda sem fulltrúar hans sjálfs hafa komið borginni í. Óráðsía heldur áfram athugasemdarlaust, samanber glórulausan fjáraustur meirihlutans í stefnulausa tilraunaleiki þjónustu og nýsköpunarsviðs. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fjármál Reykjavíkurborgar hafa verið í umræðunni eftir að Ársreikningur 2022 var lagður fram. Það er ekki nóg með að fjármálastaðan er svört heldur reyndist síðan skekkja í reikningnum sem hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. Það er alvarlegt að það skuli lagður fram rangt uppsettur ársreikningur fyrir kjörna fulltrúa. Miklar áhyggjur eru af fjármálastöðunni. Skuldir vaxa, fjárfestingar eru miklar og það á þenslutímum og vaxandi þungi afborgana langtímalána eru borgaðar með nýrri lántöku. Þetta endar bara á einn veg ef ekki verður úr bætt, í gjaldþroti. Tímabært er að kalla eftir aðstoð eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til. Flokkur fólksins spyr í ljósi alls þessa og margs fleira sem er í ólestri í borginni, hvort þessi meirihluti eigi ekki að stíga til hliðar og leyfa öðrum að spreyta sig á verkefnum borgarinnar? Þekkir hann ekki sinn vitjunartíma? Röng forgangsröðun í Reykjavík Borgarfulltrúar Flokks fólksins hafa verið óþreytandi að benda á að forgangsröðun þessa og síðasta meirihluta í borgarstjórn sé kolröng. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur sjaldan frumkvæði að umræðunni um biðlista barna eða hvernig auka megi þjónustu við börnin. Ættu börnin ekki að vera í algerum forgangi? Húsnæðisvandinn er líklega djúpstæðasti vandinn og á borgarmeirihlutinn þátt í hversu slæm staðan er á húsnæðismarkaðinum. Að þétta byggð hefur verið megináhersla hjá meirihlutanum. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru dýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og keypt margar eignir sem leigðar eru á okurverði. Hagkvæmt húsnæði af öllum gerðum, sárvantar í Reykjavík. Í raun má segja að Reykjavík uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Við blasir að auka þarf framboð á lóðum. Byggja þarf í hverfum þar sem er rými og þar sem innviðir eru til staðar sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi er hægt að byggja mun meira í Úlfarsárdal og fleiri stöðum. Leigumarkaðurinn er helsjúkur. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak því ljóst er að hvatning til leigusala um að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Þeir sem neyðast til að vera á leigumarkaði og eru ekki með þess hærri tekjur ná engan vegin endum saman. Lítið er eftir ef þá nokkuð þegar búið er að greiða nauðsynjar. Gera þarf betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Í stað þess að einblína á stóru málin og þarfir fólksins er meirihlutinn að sinna öðrum hlutum. Fátækt hefur aukist sem og ójöfnuður. Það er orðið alveg ljóst að núverandi meirihluti hefur ekki það sem þarf til þess að leysa úr þeim fjárhagsvanda sem fulltrúar hans sjálfs hafa komið borginni í. Óráðsía heldur áfram athugasemdarlaust, samanber glórulausan fjáraustur meirihlutans í stefnulausa tilraunaleiki þjónustu og nýsköpunarsviðs. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar