Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2023 13:12 Frá hvalstöð Kristjáns Loftssonar í Hvalfirði. Að óbreyttu verða á annað hundrað stórhveli dregin að landi í firðinum. Vísir/Egill Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að veiðar á stórhvelum samræmist ekki markmiðum laga um velferð dýra og hefur fagráði verið falið að rýna gögnin og meta hvort veiðarnar geti yfir höfuð uppfyllt þau. Í markmiðsákvæði laganna segir meðal annars að dýr eigi að vera laus við vanlíðan, þjáningu og sársauka. Í skýrslunni kemur fram sum dýranna hafi upplifað það sem hljóti að teljast langt og þjáningarfullt dauðastríð. Fjórðungur þeirra 148 hvala sem voru veiddir við Ísland í fyrra voru skotnir oftar en einu sinni. Þá er dæmi tekið um að veiðimenn hafi elt hval með skutul í bakinu í fimm klukkustundir án árangurs. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðuna afgerandi. „Þess vegna finnst mér bæði ósiðlegt og óverjandi ef ráðherra stöðvar ekki veiðarnar strax.“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á það í gær að veiðileyfi Hvals hf. gilti út þetta ár. Ekki væri hægt að afturkalla það þó að skýrslan veki upp spurningar um framtíð veiðanna. Þorgerður telur ráðherra aftur á móti í fullum rétti að afturkalla leyfið á grundvelli þeirra gagna sem nú liggja fyrir. „Á grunni dýraverndarlaga og á grunni þess sem er sett sem skilyrði fyrir veitingu leyfisins. Hvalur er ekki að uppfylla þau skilyrði sem voru sett við veitingu leyfisins og þess vegna er óskiljanlegt og óverjandi ef ráðherra gerir það ekki. Og höfum það í huga að þetta er ráðherra Vinstri grænna sem þorir ekki að stöðva hvalveiðar. Öðruvísi mér áður brá,“ segir Þorgerður. Ábyrgðarhluti hjá ráðherra að bregðast við Veiðileyfið er háð skilyrðum um að farið sé eftir settum reglum en þær kveða meðal annars á um að nota eigi búnað sem tryggi að hvalir séu aflífaðir samstundis. Þess ber þó að nefna að í skýrslu MAST segir að bestu þekktu aðferðum hafi verið beitt miðað við aðstæður. Því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar árið 2017.Vísir/Vilhelm En að óbreyttu hefst vertíðin á næstunni og unnið er að því að gera skipin klár fyrir veiðar. Aðspurð um mögulega skaðabótaábyrgð við afturköllun veiðileyfis á þessum tímapunkti segir Þorgerður að það hafi legið fyrir að hvalveiðarnar og réttmæti þeirra væru í skoðun hjá stjórnvöldum. „Hvalur hf. vissi að það væri verið að afla þessara gagna. Nú eru þessar niðrustöður komnar. Þá hljóta stjórnvöld að bregðast við í ljósi þessara niðurstaðna sem nú liggja fyrir. Það er ekki hægt vinna þannig að það komi ekkert út úr þessu. Niðurstöðurnar eru sláandi og það er ábyrgðarhluti hjá ráðherra ef hún ætlar ekki að bregðast við núna, heldur að leyfa fyrirtækinu að halda áfram þessum hvalveiðum,“ segir Þorgerður Katrín. Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að veiðar á stórhvelum samræmist ekki markmiðum laga um velferð dýra og hefur fagráði verið falið að rýna gögnin og meta hvort veiðarnar geti yfir höfuð uppfyllt þau. Í markmiðsákvæði laganna segir meðal annars að dýr eigi að vera laus við vanlíðan, þjáningu og sársauka. Í skýrslunni kemur fram sum dýranna hafi upplifað það sem hljóti að teljast langt og þjáningarfullt dauðastríð. Fjórðungur þeirra 148 hvala sem voru veiddir við Ísland í fyrra voru skotnir oftar en einu sinni. Þá er dæmi tekið um að veiðimenn hafi elt hval með skutul í bakinu í fimm klukkustundir án árangurs. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðuna afgerandi. „Þess vegna finnst mér bæði ósiðlegt og óverjandi ef ráðherra stöðvar ekki veiðarnar strax.“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á það í gær að veiðileyfi Hvals hf. gilti út þetta ár. Ekki væri hægt að afturkalla það þó að skýrslan veki upp spurningar um framtíð veiðanna. Þorgerður telur ráðherra aftur á móti í fullum rétti að afturkalla leyfið á grundvelli þeirra gagna sem nú liggja fyrir. „Á grunni dýraverndarlaga og á grunni þess sem er sett sem skilyrði fyrir veitingu leyfisins. Hvalur er ekki að uppfylla þau skilyrði sem voru sett við veitingu leyfisins og þess vegna er óskiljanlegt og óverjandi ef ráðherra gerir það ekki. Og höfum það í huga að þetta er ráðherra Vinstri grænna sem þorir ekki að stöðva hvalveiðar. Öðruvísi mér áður brá,“ segir Þorgerður. Ábyrgðarhluti hjá ráðherra að bregðast við Veiðileyfið er háð skilyrðum um að farið sé eftir settum reglum en þær kveða meðal annars á um að nota eigi búnað sem tryggi að hvalir séu aflífaðir samstundis. Þess ber þó að nefna að í skýrslu MAST segir að bestu þekktu aðferðum hafi verið beitt miðað við aðstæður. Því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar árið 2017.Vísir/Vilhelm En að óbreyttu hefst vertíðin á næstunni og unnið er að því að gera skipin klár fyrir veiðar. Aðspurð um mögulega skaðabótaábyrgð við afturköllun veiðileyfis á þessum tímapunkti segir Þorgerður að það hafi legið fyrir að hvalveiðarnar og réttmæti þeirra væru í skoðun hjá stjórnvöldum. „Hvalur hf. vissi að það væri verið að afla þessara gagna. Nú eru þessar niðrustöður komnar. Þá hljóta stjórnvöld að bregðast við í ljósi þessara niðurstaðna sem nú liggja fyrir. Það er ekki hægt vinna þannig að það komi ekkert út úr þessu. Niðurstöðurnar eru sláandi og það er ábyrgðarhluti hjá ráðherra ef hún ætlar ekki að bregðast við núna, heldur að leyfa fyrirtækinu að halda áfram þessum hvalveiðum,“ segir Þorgerður Katrín.
Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira