Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2023 13:12 Frá hvalstöð Kristjáns Loftssonar í Hvalfirði. Að óbreyttu verða á annað hundrað stórhveli dregin að landi í firðinum. Vísir/Egill Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að veiðar á stórhvelum samræmist ekki markmiðum laga um velferð dýra og hefur fagráði verið falið að rýna gögnin og meta hvort veiðarnar geti yfir höfuð uppfyllt þau. Í markmiðsákvæði laganna segir meðal annars að dýr eigi að vera laus við vanlíðan, þjáningu og sársauka. Í skýrslunni kemur fram sum dýranna hafi upplifað það sem hljóti að teljast langt og þjáningarfullt dauðastríð. Fjórðungur þeirra 148 hvala sem voru veiddir við Ísland í fyrra voru skotnir oftar en einu sinni. Þá er dæmi tekið um að veiðimenn hafi elt hval með skutul í bakinu í fimm klukkustundir án árangurs. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðuna afgerandi. „Þess vegna finnst mér bæði ósiðlegt og óverjandi ef ráðherra stöðvar ekki veiðarnar strax.“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á það í gær að veiðileyfi Hvals hf. gilti út þetta ár. Ekki væri hægt að afturkalla það þó að skýrslan veki upp spurningar um framtíð veiðanna. Þorgerður telur ráðherra aftur á móti í fullum rétti að afturkalla leyfið á grundvelli þeirra gagna sem nú liggja fyrir. „Á grunni dýraverndarlaga og á grunni þess sem er sett sem skilyrði fyrir veitingu leyfisins. Hvalur er ekki að uppfylla þau skilyrði sem voru sett við veitingu leyfisins og þess vegna er óskiljanlegt og óverjandi ef ráðherra gerir það ekki. Og höfum það í huga að þetta er ráðherra Vinstri grænna sem þorir ekki að stöðva hvalveiðar. Öðruvísi mér áður brá,“ segir Þorgerður. Ábyrgðarhluti hjá ráðherra að bregðast við Veiðileyfið er háð skilyrðum um að farið sé eftir settum reglum en þær kveða meðal annars á um að nota eigi búnað sem tryggi að hvalir séu aflífaðir samstundis. Þess ber þó að nefna að í skýrslu MAST segir að bestu þekktu aðferðum hafi verið beitt miðað við aðstæður. Því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar árið 2017.Vísir/Vilhelm En að óbreyttu hefst vertíðin á næstunni og unnið er að því að gera skipin klár fyrir veiðar. Aðspurð um mögulega skaðabótaábyrgð við afturköllun veiðileyfis á þessum tímapunkti segir Þorgerður að það hafi legið fyrir að hvalveiðarnar og réttmæti þeirra væru í skoðun hjá stjórnvöldum. „Hvalur hf. vissi að það væri verið að afla þessara gagna. Nú eru þessar niðrustöður komnar. Þá hljóta stjórnvöld að bregðast við í ljósi þessara niðurstaðna sem nú liggja fyrir. Það er ekki hægt vinna þannig að það komi ekkert út úr þessu. Niðurstöðurnar eru sláandi og það er ábyrgðarhluti hjá ráðherra ef hún ætlar ekki að bregðast við núna, heldur að leyfa fyrirtækinu að halda áfram þessum hvalveiðum,“ segir Þorgerður Katrín. Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að veiðar á stórhvelum samræmist ekki markmiðum laga um velferð dýra og hefur fagráði verið falið að rýna gögnin og meta hvort veiðarnar geti yfir höfuð uppfyllt þau. Í markmiðsákvæði laganna segir meðal annars að dýr eigi að vera laus við vanlíðan, þjáningu og sársauka. Í skýrslunni kemur fram sum dýranna hafi upplifað það sem hljóti að teljast langt og þjáningarfullt dauðastríð. Fjórðungur þeirra 148 hvala sem voru veiddir við Ísland í fyrra voru skotnir oftar en einu sinni. Þá er dæmi tekið um að veiðimenn hafi elt hval með skutul í bakinu í fimm klukkustundir án árangurs. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðuna afgerandi. „Þess vegna finnst mér bæði ósiðlegt og óverjandi ef ráðherra stöðvar ekki veiðarnar strax.“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á það í gær að veiðileyfi Hvals hf. gilti út þetta ár. Ekki væri hægt að afturkalla það þó að skýrslan veki upp spurningar um framtíð veiðanna. Þorgerður telur ráðherra aftur á móti í fullum rétti að afturkalla leyfið á grundvelli þeirra gagna sem nú liggja fyrir. „Á grunni dýraverndarlaga og á grunni þess sem er sett sem skilyrði fyrir veitingu leyfisins. Hvalur er ekki að uppfylla þau skilyrði sem voru sett við veitingu leyfisins og þess vegna er óskiljanlegt og óverjandi ef ráðherra gerir það ekki. Og höfum það í huga að þetta er ráðherra Vinstri grænna sem þorir ekki að stöðva hvalveiðar. Öðruvísi mér áður brá,“ segir Þorgerður. Ábyrgðarhluti hjá ráðherra að bregðast við Veiðileyfið er háð skilyrðum um að farið sé eftir settum reglum en þær kveða meðal annars á um að nota eigi búnað sem tryggi að hvalir séu aflífaðir samstundis. Þess ber þó að nefna að í skýrslu MAST segir að bestu þekktu aðferðum hafi verið beitt miðað við aðstæður. Því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar árið 2017.Vísir/Vilhelm En að óbreyttu hefst vertíðin á næstunni og unnið er að því að gera skipin klár fyrir veiðar. Aðspurð um mögulega skaðabótaábyrgð við afturköllun veiðileyfis á þessum tímapunkti segir Þorgerður að það hafi legið fyrir að hvalveiðarnar og réttmæti þeirra væru í skoðun hjá stjórnvöldum. „Hvalur hf. vissi að það væri verið að afla þessara gagna. Nú eru þessar niðrustöður komnar. Þá hljóta stjórnvöld að bregðast við í ljósi þessara niðurstaðna sem nú liggja fyrir. Það er ekki hægt vinna þannig að það komi ekkert út úr þessu. Niðurstöðurnar eru sláandi og það er ábyrgðarhluti hjá ráðherra ef hún ætlar ekki að bregðast við núna, heldur að leyfa fyrirtækinu að halda áfram þessum hvalveiðum,“ segir Þorgerður Katrín.
Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira