Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. maí 2023 16:44 Svandís Svavarsdottir, matvælaráðherra, segir tilefni til að endurskoða hvort hvalveiðar tilheyri fortíð en ekki framtíð. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. Þetta kom fram í svari Svandísar við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Hann vísaði þar í nýja skýrslu MAST um hvalveiðar, þar sem fram kemur að fjórðungur þeirra 148 hvala sem veiddir voru við Ísland í fyrra hafi þjáðst í duaðastríðinu. „Fjórðungur hvalanna þurfti að þola pyntingar í dauðastríðinu. Með hliðsjón af varúðarreglunni er bara hægt að draga einn lærdóm af þessari niðurstöðu. Þess vegna ætla ég að spyrja ráðherra: Ætlar ráðherrann nokkuð að leyfa hvalveiðar í sumar?“ spurði Andrés Ingi Svandísi. Svandís sagði í svari sínu niðurstöður Matvælastofnunar sláandi. „Að veiðarnar séu ekki í samræmi við markmið laga um velferð dýra. Frakvæmd laganna er í höndum Matvælastofnunar og stofnunin hefur í samræmi við lög um velferð dýra leitað álits fagráðs um velferð dýra um hvort veiðarnar geti yfir höfuð uppfyllt markmið laganna,“ sagði hún. Hún benti á að veiðileyfi, sem gefið hefur verið út til handa Hvali hf. gildi út þetta ár. „Það er vandkvæðum háð að afturkalla leyfi sem nú þegar eru í gildi en það vakna sannarlega ýmsar spurningar um það hvort þær aðferðir sem beitt er við þessar veiðar og samræmast lögum um dýravelferð geri það ekki að verkum að við stöndum frammi fyrir því að endurskoða hvort þessi atvinnugrein tilheyri ekki fortíð frekar en framtíð.“ Alþingi Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Þetta kom fram í svari Svandísar við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Hann vísaði þar í nýja skýrslu MAST um hvalveiðar, þar sem fram kemur að fjórðungur þeirra 148 hvala sem veiddir voru við Ísland í fyrra hafi þjáðst í duaðastríðinu. „Fjórðungur hvalanna þurfti að þola pyntingar í dauðastríðinu. Með hliðsjón af varúðarreglunni er bara hægt að draga einn lærdóm af þessari niðurstöðu. Þess vegna ætla ég að spyrja ráðherra: Ætlar ráðherrann nokkuð að leyfa hvalveiðar í sumar?“ spurði Andrés Ingi Svandísi. Svandís sagði í svari sínu niðurstöður Matvælastofnunar sláandi. „Að veiðarnar séu ekki í samræmi við markmið laga um velferð dýra. Frakvæmd laganna er í höndum Matvælastofnunar og stofnunin hefur í samræmi við lög um velferð dýra leitað álits fagráðs um velferð dýra um hvort veiðarnar geti yfir höfuð uppfyllt markmið laganna,“ sagði hún. Hún benti á að veiðileyfi, sem gefið hefur verið út til handa Hvali hf. gildi út þetta ár. „Það er vandkvæðum háð að afturkalla leyfi sem nú þegar eru í gildi en það vakna sannarlega ýmsar spurningar um það hvort þær aðferðir sem beitt er við þessar veiðar og samræmast lögum um dýravelferð geri það ekki að verkum að við stöndum frammi fyrir því að endurskoða hvort þessi atvinnugrein tilheyri ekki fortíð frekar en framtíð.“
Alþingi Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30
Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54