Þrjú ný íbúðahverfi í byggingu á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. maí 2023 15:05 Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar í pontu á fagþingi Samorku, sem fór fram á Selfossi í síðustu viku. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Árborg hefur fjölgað um tæplega þrjátíu prósent á síðustu sjö árum og ekkert útlit er fyrir að það muni hægja á þessari fjölgun á næstu árum. Í dag eru þrjú íbúðahverfi í byggingu á Selfossi og eitt til viðbótar í samþykktarferli í sveitarfélaginu. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með allri þessari íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg síðustu ekki ár, ekki síst á Selfossi því þar hafa ný hverfið sprottið upp eins og gorkúlur. Í dag er íbúatala Árborgar um 11.300 manns. Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg fór meðal annars yfir þessar fjölgun íbúa í ávarpi, sem hún flutti í vikunni á þingi Samorku á Selfossi en Samorka er Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi „Hér hefur íbúum fjölgað um rúmlega fjórðung á síðustu sjö árum, eða um 27,4% frá árinu 2016. Og fyrirséð er að sú uppbygging muni halda áfram næstu árin. Um þessar mundir eru þrjú íbúðahverfi í uppbyggingu og eitt til viðbótar í samþykktarferli. Iðnaðarhverfi er í byggingu og fleiri í deiliskipulagsvinnu og í þeim samþykktu hverfum, sem nú eru í byggingu munu búa um 5 þúsund manns þegar fram líða stundir, sem sýnir okkur að íbúar hafa trú á uppbyggingunni og svæðinu til framtíðar,” sagði Fjóla. Um fimm þúsund manns munu búa í nýju hverfunum, sem er verið að byggja á Selfossi. Íbúar Árborgar eru í dag um 11.300 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla hrósaði nýja miðbænum á Selfossi, sem hefur gjörbreytt bæjarbragnum, bæði fyrir heimamenn og gesti. „Þar blómstrar hverskyns matar- og menningarstarfsemi í bland við verslun og skemmtilegt íbúaform. Miðbærinn er gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn með jákvæð áhrif á hótel, sem eru þétt setinn með ráðstefnur og þing samtaka eins alls staðar úr heiminum. Árborg er í dag heitur reitur í ferðaþjónustu, atvinnubyggingu og mannlífi á Suðurlandi.” Það er þó ekki allt jákvætt við mikla íbúafjölgun í Árborg því skortur á heitu vatni hefur verið hamlandi fyrir sveitarfélagið í allri uppbyggingunni eins og bæjarstjórinn kom inn á í ávarpi sínum. „Við teljum því mikilvægt að leggja áfram áherslu á uppbyggingu Selfossveitna hvað öflun á heitu vatni snertir. Þar ber helst að nefna tilraunaborholur, samninga um jarðhitaréttindi og viðræðum um samstarf við önnur orkufyrirtæki en þetta er allt afar kostnaðarsamt,” sagði bæjarstjóri Árborgar í ávarpi sínu á fagþingi Samorku. Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með allri þessari íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg síðustu ekki ár, ekki síst á Selfossi því þar hafa ný hverfið sprottið upp eins og gorkúlur. Í dag er íbúatala Árborgar um 11.300 manns. Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg fór meðal annars yfir þessar fjölgun íbúa í ávarpi, sem hún flutti í vikunni á þingi Samorku á Selfossi en Samorka er Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi „Hér hefur íbúum fjölgað um rúmlega fjórðung á síðustu sjö árum, eða um 27,4% frá árinu 2016. Og fyrirséð er að sú uppbygging muni halda áfram næstu árin. Um þessar mundir eru þrjú íbúðahverfi í uppbyggingu og eitt til viðbótar í samþykktarferli. Iðnaðarhverfi er í byggingu og fleiri í deiliskipulagsvinnu og í þeim samþykktu hverfum, sem nú eru í byggingu munu búa um 5 þúsund manns þegar fram líða stundir, sem sýnir okkur að íbúar hafa trú á uppbyggingunni og svæðinu til framtíðar,” sagði Fjóla. Um fimm þúsund manns munu búa í nýju hverfunum, sem er verið að byggja á Selfossi. Íbúar Árborgar eru í dag um 11.300 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla hrósaði nýja miðbænum á Selfossi, sem hefur gjörbreytt bæjarbragnum, bæði fyrir heimamenn og gesti. „Þar blómstrar hverskyns matar- og menningarstarfsemi í bland við verslun og skemmtilegt íbúaform. Miðbærinn er gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn með jákvæð áhrif á hótel, sem eru þétt setinn með ráðstefnur og þing samtaka eins alls staðar úr heiminum. Árborg er í dag heitur reitur í ferðaþjónustu, atvinnubyggingu og mannlífi á Suðurlandi.” Það er þó ekki allt jákvætt við mikla íbúafjölgun í Árborg því skortur á heitu vatni hefur verið hamlandi fyrir sveitarfélagið í allri uppbyggingunni eins og bæjarstjórinn kom inn á í ávarpi sínum. „Við teljum því mikilvægt að leggja áfram áherslu á uppbyggingu Selfossveitna hvað öflun á heitu vatni snertir. Þar ber helst að nefna tilraunaborholur, samninga um jarðhitaréttindi og viðræðum um samstarf við önnur orkufyrirtæki en þetta er allt afar kostnaðarsamt,” sagði bæjarstjóri Árborgar í ávarpi sínu á fagþingi Samorku.
Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira